16.4.2008 | 05:41
É G L Í K A ! ! !
Þessi frétt er sólarhrings gömul og ekki ætlaði ég að blogga um hana. Það hefði hvort eð er bara farið út í eplatilbiðslu. Ég varð samt, eftir að ég fékk emil rétt í þessu.
Í augum flestra er Microsoft eitthvert nattúrulögmál. Þú kaupir tölvu og tölvur eru með Windows og Office. Þannig er það bara. Windows er líka best, því Linux virkar ekki fyrr en 50 nördar hafa sett hausinn í bleyti í viku og Makkinn er bara fyrir homma sem hanna föt og kannski 101 týpur og grænmetisætur sem búa til auglýsingar og eru í einhverju listamakki.
Raunveruleikinn er eitthvað öðruvísi. Síðasta Linuxið sem ég skoðaði var Ubuntu. Það leit skemmtilega út og gat, virtist vera, allt sem tölvunotandi þarf að gera. Þetta var þó fyrir fimm árum og ætla ég ekki að tjá mig um hvernig það er í dag. Sennilega betra þó.
En af hverju skrifa ég ÉG LÍKA að ofan á svona frekjulegan hátt? Vegna þess að svona virkar Örmjúka Fyrirtækið. Ég man ekki eftir neinu sem Microsoft fann upp (athugasemdir eru velkomnar ef ég er að bulla). Stýrikerfið er byggt á Mac OS sem er aftur fengið að láni frá Xerox. Office er stæling á Lotus 1-2-3, Word Perfect og fleiri forritum. Xbox kom á markaðinn þegar MS sá að aðrir voru að græða á leikjatölvum. Microsoft Messenger stældi ICQ illa en stal þó markaðinum. Windows95 var billjardgrænt ljósrit af MacOS enda kvartaði Apple á sínum tíma. Windows Vista er gljáfægð, enda kalla þeir þetta AeroGlass eða eitthvað. Sami effekt var kallaður Aqua á Makkanum þegar hann var kynntur kring um 2000. Gluggar sem færa sig svo maður sjái hvað er opið eru sniðugir. Þeir heita Exposé í OSX og hafa verið í kerfinu síðan 2003. Gadgets eru stæling á Widgets sem hafa verið til staðar síðan 2004 og eru aftur fengnir að láni úr Konfabulator sem er enn eldra. Svo nenni ég ekki að fara út í iPod (Zune?), iTunes (hvað hét MS sjoppan?) of nýja undrið frá MS, síma! Það hefur örugglega ekkert með iPhoninn að gera.
Það er þó ekki bara Makkinn sem er brunnur andagiftar fyrir Microsoft. Google er annað fyrirtæki sem virkilega reynir að koma með sniðug forrit. Þeim gengur vel, og auðvitað er Microsoft farið að skoða hvaða hugmyndum megi stela. Hotmail breyttist eftir að Gmail kom, Office á að fara á netið eftir að Google kom með svoleiðis hugmyndir. Í morgun komst ég svo að því að eitthvað er til sem heitir Microsoft Virtual Earth. Það er sem sagt búið að stela Google Earth.
Það sem ég vil vita, en mun sennilega aldrei gera, er af hverju kemur Microsoft aldrei með nýjar hugmyndir? Af hverju getur fyrirtæki sem veltir milljónföldum íslenskum fjárlögum ekki fundið upp eitthvað rosalega sniðugt forrit sem fær mann til að finnast þeir flottir? Af hverju er þeir alltaf að herma eftir og stela frá miklu minni fyrirtækjum? Af hverju hefur maður alltaf séð "nýjungar" þeirra áður. Hvað er svona spes við Apple og Google? Af hverju geta þau fundið upp nýja hluti en Microsoft ekki?
![]() |
Hvetja Microsoft til að taka Windows xp ekki af markaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |