27.3.2008 | 10:43
Að rolast í útlandinu...
Skemmtileg frétt, frábært framtak. Alveg hefði ég verið til í að vera heima og kvikmynda verknaðinn. Það er annars oft sem ég sé hluti gerast á Íslandi sem fá mig til að velta því fyrir mér hvað ég sé að rolast hér í Hollandi. Það er svo margt að gerast heima. Kannski ég þurfi bara að horfa betur í kring um mig hér, en maður er alltaf meira heima í föðurlandinu, hversu lengi sem maður býr erlendis.
Allavega, flott framtak. Til hamingju, Góðverkasamtök.
![]() |
Máluðu yfir veggjakrot í miðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2008 | 10:38
Spennandi verkefni
Sjálfstætt Fólk eftir Halldór Laxness yrði án efa stórkostleg mynd í réttum höndum. Anthony Minghella hefði eflaust gert stórmynd úr þessu. Ég vona að Pegasus nái að framleiða myndina. Ef ég get eitthvað gert er ég til...
![]() |
Minghella vildi gera Sjálfstætt fólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |