Sérstakt

Það er ekki oft sem ég blogga um fjölskylduna en ég ákvað að gera það núna. Bara lítið. Miriam, mamma Mats er í París, svo við erum bara tveir heima. Það þýðir samt ekkert að detta í bjór og snakk. Hann er allt of ungur.

Ég lét vatn renna í baðið, notalega heitt. Á meðan það var að gerast hitaði ég mjólk. Þegar mjólkin var orðin heit, setti ég smá (hvað heita hvítu flögurnar sem maður setur í barnamjólk?) út í, setti túttuna á og hristi vel. Svo greip ég litla svínið og fór upp stigann og inn á baðherbergi. Ég klæddi litla dýrið úr og setti það í baðið. Mikið var buslað og ég henti 15 gúmídýrum út í vatnið. Kisan kom og stökk up á brúnina. Það var auðvitað skett smá vatni á hana, en hún lét sig hafa það.

Þegar Mats var orðinn hreinn, var hann þurrkaður með handklæði sem hafði verið hitað á ofninum. Hann var svo klæddur í náttföt og settur í rúmið. Loksins fékk hann að drekka mjólkina. Hann sofnaði um leið og pelinn var tæmdur.

Það er eitthvað sérstakt við að hugsa um eigið barn. Ég hef aldrei séð sjálfan mig sem "barnafólk". Geri það ekki enn, en þau geta bara verið svo mikil krútt. 

Þess má svo geta að kökumyndin var tekin í eins árs afmælinu, 27. janúar.


mbl.is Pabbar auka hamingjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er búið að leysa þessa gátu.

Ég bloggaði um þetta í september. Douglas Adams, hinn merki rithöfundur útskýrði fæðingu Guðs og trúarbragða fyrir einhverjum árum. Færsluna má sjá hér.
mbl.is Innbyggð trú rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta mynd um tunglið?

Ég tók upp almyrkvann fyrir ári síðan. Hugmyndin var að gera mynd með fallegri tónlist, en ég hef ekki haft tíma til að koma þessu í verk. Vonandi kemst ég í þetta á næstu vikum. Trixið við þessa mynd verður að vera tónlistin. Sjáum til.

Annars notaði Hergé tunglmyrkvasöguna í bókinni Fangar Sólhofsins, þar sem Kolbeinn kom í veg fyrir að Tinni og felagar yrðu brenndir á báli. Þar var að vísu um sólmyrkva að ræða, en er þetta ekki sama sagan?


mbl.is Almyrkvi á tungli annað kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband