Hvað gerist nú?

Á undanförnum árum hefur íslenskum kvikmyndum fjölgað, en það sem meira máli skiptir, gæðunum hefur farið mikið fram. Íslenskar kvikmyndir eru ekki lengur einfaldar, ofleiknar blótsyrðakrukkur. Það er gaman að sjá Mýrina á þessum lista og Baltasar verða smám saman nafn úti í heimi. Köld Slóð var ekki síðri, nema kannski kameruvinnan í upphafi myndarinnar. Svo var Astrópía að fá viðurkenningu um daginn á fantasíuhátíð í Bandaríkjunum. En hvað gerist nú, þegar allir eru að fara á hausinn. Hvaða áhrif mun hrunið hafa á kvikmyndagerð á Íslandi?

Ég var að lesa reglur Kvikmyndamiðstöðvarinnar og komst að því að sú stofnun leggur til allt að 40% af heildarkostnaði myndarinnar en að sá kostnaður megi ekki vera innan við 50 milljónir. Þetta er sjálfsagt gert til að sía út þá sem er ekki alvara, en ég var samt ekki viss um að þetta væri rétta leiðin. Ísland er lítill markaður og mér finnst það skipta máli að myndir reyni að standa undir sér.

Einhvern tíma skrifaði ég um sjö milljóna kvikmyndir. Sú tala gæti verið breytt í dag vegna gengisfalls krónunnar, en hugmyndin ætti að vera skýr. Ég vildi stofna sjóð eða fyrirtæki sem framleiddi, eða aðstoðaði við framleiðslu kvikmynda í fullri lengd sem kostuðu ekki meira en sjö milljónir, fullkláraðar. 10 myndir yrðu framleiddar árlega. Þetta hljómar kannski eins og verksmiðja, en það er líka hægt að segja um Hollywood og ekki er allt slæmt sem þaðan kemur.

Hvað sem við erum nú, verðum við að sjá til þess að menning okkar íslendinga verði ekki fórnarlamb kreppunnar, því án menningar erum við ekkert.

Setti inn tvo hlekki á eldri færslur eftir að færslan var skrifuð:
26.08.07, Kvikmyndalandið Ísland
05.11.08, Hrunið - Kvikmynd um fall Íslands


mbl.is Mýrin ein af bestu myndum ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband