16.12.2008 | 11:42
Ég er með verkefni fyrir málara
Núna er ég að vinna við að koma kvikmyndinni Undir Svörtum Sandi í framleiðslu. Í einu atriðinu hangir málverk af aðalpersónunum tveimur uppi á vegg. Þetta smellpassar auðvitað við þessa setningu úr fréttinni, "Mikilvægt er einnig að tekið sé tillit til þess í styrkveitingum borgarinnar að landamæri milli listforma og menningarheima hafa opnast og að stöðugt koma fram nýjar tjáningarleiðir í listum."
Þetta verður eflaust eitt af skemmtilegum verkefnum í kring um kvikmyndagerðina.
![]() |
Vilja bæta aðstöðu fyrir listamenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2008 | 08:40
Óli Alexander
Bækurnar um Óla Alexander voru meðal þeirra fyrstu sem ég las. Ég var nýlæs og sökk mér ofan í þær. Gat ekki hætt. Heimurinn sem hann lifði í, hann sjálfur og aðrar persónur virkuðu svo ljóslifandi að ég hafði aldrei kynnst öðru eins. Anne-Cath Vestley er sennilega að hluta til ábyrg fyrir því að ég fór að lesa af staðaldri.
Annars er það skemmtilegt hvernig ég lærði að lesa. Ég var í Ísaksskóla í sex og sjö ára bekk. Við lærðum stafina, einn af öðrum, en þó gat ég ekki lesið setningar. Ég var í heimsókn hjá vinkonu minni sem bjó í bakhúsi við Hverfisgötuna. Að vísu varð ég alltaf að segja fólki að hún væri systir mín því það var svo hallærislegt að eiga karlkyns vin. Við vorum að leika okkur, ég sex og hún sjö. Á borðinu lá skólabók og ég rak augun í hana og skildi hvað stóð framan á henni. Ég tók bókina upp og opnaði. Ég las einhverja línu, svo aðra og loks heila blaðsíðu. Ég var allæs, bara svona allt í einu. Ég kvaddi hratt, hljóp heim og öskraði, mamma, mamma, ég kann að lesa!
Það kom mér á óvart að bækurnar um Óla Alexander virðast ekki vera fáanlegar á ensku og hollensku. Mig langaði að kaupa þær handa Mats, þótt hann sé ekki nema tæplega tveggja. Hann gæti þá lesið þær þegar þar að kemur. Ætli ég verði ekki bara að sjá til þess að íslenskukunnátta hans verði slík að hann geti lesið gömlu bækurnar mínar.
![]() |
Anne-Cath Vestly látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2008 | 08:40
Elsku Emilía og Lay Low
Mikið væri gaman að sjá ykkur spila í Paradiso, Amsterdam. Ennþá skemmtilegra væri að fá að kvikmynda hljómleikana og búa til fallegan DVD disk sem þið getið verið stoltar af. Ég er að klippa og hljóðblanda hljómleikana sem við tókum upp með Uriah Heep um daginn, og ég get lofað ykkur að þið getir orðið stoltar af því sem við myndum búa til fyrir ykkur.
Það væri gaman. En ef þetta gengur ekki upp, kem ég bara sem áhorfandi. Vonandi.
![]() |
Valdi Lay Low |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)