10.12.2008 | 12:30
Fráhvarfseinkenni
Ég er að upplifa fráhvarfseinkenni. Síðustu vikur hef ég verið að fínpússa handritið að Undir Svörtum Sandi. Daglega hef ég lesið eitthvað og lagfært. Stundum bara ritvillur eða orðalag, stundum hef ég hent út heilum atriðum og skrifað ný.

Nú eru fimm dagar síðan ég kláraði nýjustu útgáfuna. Ég geri ráð fyrir að vera búinn með þetta, svo ég ákvað að bíða í nokkra daga áður en ég færi yfir þetta aftur. Þannig væri ég vonandi minna samdauna sögunni og gæti séð hana meira eins og áhorfandi og minna sem höfundur.
Fimm dagar eru langur tími. Mig klæjar í puttana að lesa þetta, breyta og bæta, en ég var búinn að lofa sjálfum mér að gera það ekki fyrr en á fimmtudag. Það er á morgun.
Hún er svolítið merkileg, þessi tómleikatilfinning sem maður finnur þegar verkefni er klárað. Til að bæta það upp hef ég verið að leita að leikurum í hlutverkin. Ekki tímabært kannski, en ég verð að gera eitthvað.
![]() |
Ein besta mynd ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)