Allar hliðar skoðaðar og þetta líka... og svo burt með spillingarliðið!

Ég ætla að blogga út frá fyrirsögninni, ekki fréttinni. Ég nenni nebblekki að leika hagfræðiprófessor í bili.

Því svo bar til um þær mundir að ég fór að dullast í kvikmyndagerð. Gangi allt eftir, klára ég handritið að Undir Svörtum Sandi fyrir jól. Ef allt fer ekki í rugl kem ég svo að taka hana upp í sumar. En þetta er auðvitað bara ein mynd. Allir eru að gera bara eina mynd af og til. Þeir duglegustu rembast kannski við að verpa einu eggi á 2-3 ára fresti. Eggið er svo gullið að það stendur aldrei undir sér, svo styrki þarf til. Þetta er auðvitað handónýtt. Maður fékk útrás fyrir sköpunarkláðann og allir geta verið stoltir af því að við íslendingar séum svo æðisleg, en þetta stendur ekki undir sér. Ekki gott þegar allir eru á hausnum.

Ég var veikur í gær og er enn ekki búinn að jafna mig. Ligg þó ekki lengur á sófanum í hálfgerðu móki á milli ælukasta, svo þetta er allt í áttina. Ég notaði timann og horfði á Casablanca, klassíkina með ofurtöffaranum Bogart og hinni ofurfallegu Ingrid Bergman. Þetta er tvöfaldur viðhafnarDVD og ég lét mig hafa það að skoða aukaefnið á seinni diskinum. Þar var farið í líf Hömpa og gamla stúdíókerfið í Hollywood þar sem myndunum var dælt út. Ein mynd frumsýnd í viku. Ég fór að hugsa.

Við eigum ekkert að vera að vesenast í þessum Títanik myndum, allavega ekki bara. Ef einhver á stofnfé handa mér vil ég setja upp fyrirtækið "10". Það myndi pumpa út 10 kvikmyndum á ári og ekki setja meira en 10 milljónir í hverja mynd. Þetta er auðvitað bráðsnjöll hugmynd og framkvæmanleg. Allir eru atvinnulausir og heimta ekki tíuþúsundkall á tímann. Við værum ekkert að vesenast í að byggja rosalegar leikmyndir. Handritin yrðu skrifuð þannig að staðir sem eru til yrðu notaðir. Það má nota eitthvað af tæknibrellum ef þær kosta ekki milljónir á pixel og klessa einstaka bíl ef hann er ekki of dýr. Það væri hægt að gera spennumyndir, gamanmyndir, drama og hvað sem er. Það sem öllu máli skiptir er að handritin yrðu góð.

Ef kostnaður er ekki yfir 10 milljónir á mynd ætti þetta að standa undir sér því myndirnar yrðu sýndar í bíó, sjónvarpi og færu á DVD. 

Er ekki einhver til í þetta?  


mbl.is Allar hliðar séu skoðaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó boí ... burt með spillingarliðið

Loksins kemur svona hálfsæmilega þokkaleg frétt og hun er staðfest að einhverri konu hjá fjármálaráðuneytinu pólska, en þá kemur Geir af fjöllum. Ég geri ráð fyrir því að hann viti hvað er í gangi. Hafi þetta farið fram hjá honum, hefur hann örugglega farið fyrst í fjármálaráðuneytið íslenska og spurst fyrir. Hefði hann ekki átt að hringja til Póllands og tala við Magdalenu áður en hann skellir þessu í blöðin? Maður er nebbla orðinn svo þreyttur á fréttum sem eru út um allan völl. Hann segir nebbla nei meðan hún segir já og við erum engu nær um hvaðan misskilningurinn er sprottinn.

Ó vell. Fastir liðir eins og venjulega.

 

 PS. "burt með spillingarliðið" er átak einhverra bloggara. Við bætum þessu við titla til að minna fólk á að við viljum spillingarliðið burt. 


mbl.is Kannast ekki við pólskt lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegt framtak ... burt með spillingarliðið

Þetta er stórskemmtileg hugmynd. Enn og aftur segi ég, ef ég væri á landinu... þetta er að verða alvarlegt. Verð ég ekki að fara að plana endurkomu? Mig langar að kaupa listaverk á 5000 kall, mig langar á borgarafundinn í Iðnó, mig langar að byggja upp nýtt og betra samfélag. Mig langar að vera á staðnum svo ég geti byggt upp síðuna Nýja Ísland. Mig langar svo margt.

Í fyrradag minntist ég á hugmynd sem ég fékk. Mig langar að gera kvikmynd um lífið í kjölfar hrunsins. Mér datt í hug að hún gæti orðið fjölskyldudrama. Rakel lét sér detta í hug að gera einhverskonar háðsádeilu um ástandið, sem ég held að gæti verið skemmtilegt verkefni. Gullvagninn kom svo með þá hugmynd að gera samsærismynd um þá sem að baki hruninu standa. Það er sjálfsagt full þörf á að kafa svolítið ofan í það og gera mynd. Kíkið endilega á þá færslu og látið heyra frá ykkur.

Svo er það stóra fréttin frá því í sumar sem er orðin svo lítil í samanburði við allt. Uriah Heep hljómleikarnir verða teknir upp á fimmtudag og föstudag. Maður hefur þá eitthvað að gera hér í afdalarassgatinu Hollandi.

 

PS. "burt með spillingarliðið" er átak einhverra bloggara. Við bætum þessu við titla til að minna fólk á að við viljum spillingarliðið burt. 


mbl.is Selja verk á 5.000 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommon! og burt með spillingarliðið!

Ég ætla ekki að tala um tónlist eða karakter Bubba. Ég ætla ekki að spekúlera um það hvort tónlist geti breytt heiminum. En kommon!

Það vantar eina og hálfa milljón upp á að dæmið gangi upp. Á borgin það ekki til?

Hver svo sem staða borgarsjóðs er, geta þau að minnsta kosti druslast til að svara. Nei er betra en ekkert. Við vitum þá allavega hvað við höfum þau. Við vitum það svo sem, því þögnin er hávær. 

PS. "burt með spillingarliðið" er átak einhverra bloggara. Við bætum þessu við titla til að minna fólk á að við viljum spillingarliðið burt.


mbl.is Ekkert svar við styrkumsókn Bubba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband