16.10.2008 | 20:05
Ég verslaði á Íslandi í dag
Það er ljótt ef millifærslur eru ekki að virka milli landa. Hver stoppar þær og hvers vegna? Nú er ég erlendis og veit ekkert um ástandið nema að sem ég les á netinu. Er farið að bera á vöruskorti heima?
Annars var ég að versla í dag. Ég fór inn á síðu Isnic og tók NyjaIsland.is á leigu. Þetta kostaði slatta, en með ykkar hjálp verður þetta þess virði. Þess má geta að það virtist ekki vera vandamál að borga með korti.
En um lénið. Ég minntist á það um daginn að mig langaði að setja upp síðu þar sem fólk gæti komið saman og rætt málin. Komið með hugmyndir sem gætu hjálpað okkur að komast út úr þessu ástandi. Síðan er tilbúin. Hún er einföld en spjallborðið verðuð aðal málið. Það eina sem er ekki að virka er nafnaþjónadæmið. Hafi einhver vit á þessu, má hinn sami hjálpa. Ég setti upp DNS þjón hjá xName.org því hitt .is lénið mitt er þar. Ég er að nota nákvæmlega sömu stillingar, en samt segir Isnic síðan þetta:
Niðurstaða prófa á "NS1.XNAME.ORG": Ekki tókst að fletta upp nafnaþjónum fyrir lénið NYJAISLAND.IS
Niðurstaða prófa á "NS0.XNAME.ORG": Ekki tókst að fletta upp nafnaþjónum fyrir lénið NYJAISLAND.IS
Ég er ekki að fatta. Nenni einhver sem vit hefur á þessu að vera í emil sambandi á morgun, mun ég verða ofurhappí og síðan vonandi verða nothæf.
![]() |
Greiðslur stöðvaðar á leið til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |