14.10.2008 | 20:20
IMF ÞÝÐIR ENDALOK ÍSLANDS
Ég ætla að hafa þetta stutt.
IMF segist hjálpa löndum, en þeir hjálpa stórfyrirtækjum að fjárfesta í löndunum. Þannig virðast þeir hjálpa, en það sem gerist er að fyrirtækin verða rík og fólkið fátækt. Er það sem við viljum? Allar auðlindir fullnýttar og þjóðin fátækari en nú?
IMF hjálpaði Argentínu. Forsetinn sagði hins vegar að IMF hefði verið orsök vandans. Sjá þessa frétt á BBC. Það þarf reyndar ekki að gera meira en tikka imf argentina inn í Google til að finna endalausar slæmar fréttir af því samstarfi.
IMF mútar þjóðarleiðtogum. Vinni þeir ekki með sjóðnum eru þeir teknir úr umferð. Forseti Equador var myrtur því hann lét ekki múta sér. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður sjóðsins.
Ég hvet alla til að lesa færslu Neo um málið. Horfið á myndbandið ef ykkur stendur ekki á sama um land og þjóð.
![]() |
IMF tilbúinn að hjálpa Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 14:57
Nýji Landsbankinn og nýja spillingin
Það er ótrúlegt að horfa upp á Landsbankann. Auðvitað eiga þeir að vinna eftir þeim reglum sem þeim eru settar. Þeir eiga alltaf að gera það, en að brjóta reglur nú, meðan allt er í uppnámi er virkilega óábyrgt. Það sem öllu máli skiptir nú er að íslendingar fari nákvæmlega eftir settum reglum og lögum. Það má engan höggstað á okkur finna á meðan ekki hefur verið samið um lán til að rétta þjóðarbúið við. Sérstaklega ef við höfum áhuga á að leita réttar okkar gagnvart bretum.
Ég trúði og vonaði að eftir hrun íslensku bankanna og gjaldþrot Íslands, myndum við læra eitthvað. Við myndum leggja gömlu góðu flokkapólitíkina frá okkur og reyna að byggja betra samfélag. Talað hefur verið um að við skulum ekki skvetta skít, ekki leita af blórabögglum. Við skyldum standa saman.
Því miður virðast stjórnmálamenn leggja annan skilning í samstöðu. Þeir og þeirra smáa klíka stendur saman. Ég var að lesa grein á Eyjunni þar sem segir að fyrrverandi yfirmaður Icesave hafi verið settur yfir innri endurskoðun Nýja Landsbanka. Það er tvennt sem ég ekki skil og væri gaman að fá svör við.
1. Er maðurinn besti kosturinn? Ég er ekki mikið inni í bankastarfsemi og þekki manninn ekkert, en á innri endurskoðun ekki að skoða það sem betur mætti fara? Er ekki líklegt að þessi maður muni koma til með að rannsaka eigin verk? Hvernig getur hann verið besti maðurinn í starfið? Ég verð að spyrja, hvernig tengist hann stjórnmálamönnum?
2. Erum við alveg úti á þekju þegar kemur að almannatengslum, eða PR? Það er háð áróðursstríð úti í heimi, eins og ég skrifaði um í gær. Við erum máluð sem vondu kallarnir sem stálu sparifé saklausa fólksins. Ég vona svo sannarlega að breska og hollenska pressan komist ekki að þessu. Þá er fjandinn laus og við búin að tapa áróðursstríðinu. Þetta gæti kostað okkur, þjóðina, einhverja milljarða í viðbót.
Við höfum ekki efni á að halda áfram á spillingarbraut. Við verðum að taka okkur saman í andlitinu ef við höfum minnstan áhuga á að komast út úr þessu ölduróti. Ég hafði ekki mikið álit á forsætisráðherra áður en efnahagurinn hrundi. Það breyttist þegar hann virtist taka málin föstum höndum og virtist vera að vinna í okkur málum af yfirvegun og festu. Ég vona að hann hafi gæfu til að leiðrétta eða útskýra þetta mál strax, eða segja af sér annars. Svo alvarlegt er þetta mál.
![]() |
Landsbankamenn svari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 07:17
Daginn eftir...
Ólafur Ragnar gekk of langt og viðurkenndi það, bretinn brúni lét eins og fífl og mun tapa næstu kosningum, Ísland er í skítnum og framtíðin er björt.
Það sem mér fannst athyglisverðast í þessu viðtali var bjartsýnin. Það getur vel verið að þetta hafi verið silkiorð stjórnmálamanns, en ég vil trúa því sem ÓRG sagði. Íslendingar eru sterk þjóð og munu komast í gegn um þá erfiðleika sem framundan eru. Við lifðum Móðuharðindin af. Auðvitað voru það gallharðir bændur og sjómenn sem kölluðu ekki allt ömmu sína, en við þurfum ekki að gera annað en fara inn á vef íslendingabókar til að sjá hvað við erum náskyld þeim. Ég þarf ekki annað en að hugsa til afa sem nú háir sitt stríð og hans foreldra sem voru ekkert frábrugðin þeim sem horðu upp á allar sínar skepnur drepast, rúri öld fyrir þeirra fæðingu. Við erum sama fólkið og beit á jaxlinn þá, sama fólkið og lifði af sjö aldir í frosnum moldarkofum, sama þjóðin og mótmælti í Köben í den. Rassarnir okkar hafa kannski mýkst í Range Rover sætum undanfarinna ára, en við erum hörð inni við beinið.
Annað sem ÓRG minntist á er að við megum ekki missa fólk úr landi. Það hlýtur þá líka að þýða að komi týndu sauðirnir heim, séum við betur sett. Þar kæmi auðvitað tungumálakunnátta og þekking á umheiminum inn í landið. Ég er að spá í hugmynd sem gæti laðað okkur, íslendinga erlendis, heim. Ég blogga um það seinna.
Framtíðin er björt ef við tökum forfeður okkar til fyrirmyndar og stöndum saman.
![]() |
Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |