Tónlist Svarta Sandsins gefin út!

Gleðilegt ár, lesandi góður.

Ég var að heyra frá Guy Fletcher, þeim sem samdi tónlistina við stuttmyndina. Hann hefur verið að vinna við upptökur á sólóplötu undanfarið. Það mætti halda að Mark Knopfler héldi honum ekki við efnið, en það er Guy Fletcher - Inamorataalls ekki málið. Þeir hafa verið að spila á "prómótúr" undanfarið og fara á hljómleikaferð á næstu vikum, þar sem nýjasta plata Knopflers, Kill to get Crimson, verður kynnt. Maðurinn er bara ekkert annað en vinnualki, virðist vera.

Platan, Inamorata, kemur út 28. janúar. Lokalagið verður Black Sand Theme, eða Theme from Black Sand. Veit ekki. Allavega, titillagið úr stuttmyndinni verður lokalagið á diskinum. Hann sagði mér að það hefði verið tekið upp aftur, nú með fiðluleikara og flautu. Það á að hljóma mikið betur. Ég fæ lagið í vikunni og mun setja það inn í myndina. Fyrst maður er að opna verkefnið aftur, er alveg eins gott að sjá hvað hægt er að gera til að bæta myndina. Ég var að spá í að leika mér með litaval og gera myndina fallegri. Ég klippi hana ekki til, þetta hefur eingöngu með útlit að gera. Þeir sem pantað hafa diskinn fá hann þegar þessari vinnu er lokið. Svo er ég að bíða eftir sænska textanum.

Þeir sem hafa séð myndina, er eitthvað sem ykkur finnst að þurfi að bæta? Nú er síðasta tækifærið til að breyta einherju. Svo er auðvitað um að gera að kíkja á heimasíðu Guy Fletcher og panta sér disk.


Bloggfærslur 8. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband