Mun kirkjan breytast?

cross_300Einhvers staðar las ég að kirkjuþing hefði ákveðið að þjóðkirkjan væri andsnúin hjónaböndum samkynhneigðra. Það að þetta mál sé yfir höfuð í umræðunni ber vott um að fólk sem kallar sig kristið á enn langt í land með að skilja hinn sanna boðskap biblíunnar. Kannski ég sé að gefa færi á mér með því að minnast á boðskapinn, en það kemur bara í ljós.

Hvað er það sem fer svna fyrir hjartað á kristnu fólki? Finnst því samkynhneigðir vera öðruvísi? Eru þeir ekki verðugir náðar drottins? Fara þeir kannski beint niður í kjallara þar sem þeir eru guði ekki þóknanlegir?

Ég er enginn sérfræðingur í krisnum fræðum, en eftir því sem ég best sé er þetta vandamál, því biblían segir að fólk eigi að fjölga sér. Það gera samkynhneigðir sjaldan, og því meiga þeir ekki kvænast. Best væri ef þeir skildu hvað þeir eru á röngum vegi og afhommuðust svo þeir geti líka fjölgað sér. En þá er annað mál sem verður að taka með í umræðuna. Getnaðarvarnir vinna gegn hlutverki hjónabandsins. Á þá ekki að banna þær líka? Sem betur fer skilur kaþólska kirkjan þetta. Hefur hún unnið gott starf í þróunarlöndunum og séð til þess að fólk fjölgi sér eins og kanínur þó efni séu ekki til. Betra er að fæðast og deyja úr hungri en fæðast alls ekki.

Ef þetta er ekki það sem málið snýst um, vil ég endilega heyra hvað málið nákvæmlega er. Ef þetta er bara mismunun á einum þjóðfélagshópi vil ég vita hvers vegna hjónabönd við útlendinga, svertingja og fleiri eru ekkert vandamál. Af hverju eru samkynhneigðir annars flokks fólk?

Kirkjan verður að koma með alvöru rök. Annars getur hún ekki ætlast til að vera tekin alvarlega. 


mbl.is Kirkjan þarf að breytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland, allra vinur.

Það sem íslendingar gætu gert til að auka á öryggið heima og erlendis.

Ísland er land án hers. Útlendingum finnst það stórmerkilegt. Jú, við erum meðlimir í NATO en þð er allt í lagi því við látum gott af okkur leiða. Þetta var allavega svona. Ísland hafði engan her og hafði aldrei tekið þátt í styrjöld. Orðstýr Íslands var hreinn, okkur var treyst af öllum heiminum.

Að hafa komið sér á sauðalistann um árið voru stærri mistök en margir gera sér grein fyrir. Það sem núverandi ríkisstjórn mætti gera er:

1. Draga til baka stuðning Íslands við stríðið í Írak. Þetta voru mistök sem þjóðin sá fyrir, þó að ríkisstjórnin hafi verið blind.

2. Hætta við öll áform um íslenskan her og leyniþjónustu. Þetta hljómar allt eins og einhver hafi horft of mikið á Stöð 2 og spæjaraþættina þar. Íslenskur her yrði hvort eð er bara hlægilegur. Hvern myndi leynisþjónustan svo njósna um?

3. Tryggja að Ísland haldi áfram að vera opið og frjálst samfélag.

Hinum norðurlöndunum hefur gengið tiltölulega vel að leysa alþjóðadeilur. Til að vera tekinn alvarlega verða hlutirnir að vera í lagi heima hjá manni og maður getur ekki hengt sig í pilsið hjá einum aðilanum. Er ekki komið að okkur að vera besta land í heimi? Möguleikarnir eru til staðar, málið er bara að klúðra þeim ekki.


mbl.is Íslendingar á tímamótum í öryggismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband