Er símaskráin lögleg?

Eftir því sem ég best veit brýtur Torrent.is engin lög. Síðan hjálpar manni að finna efni á netinu, en dreifir engu efni sjálf. Er þetta ekki svipað og að banna símaskránna vegna þess að til eru einstaklingar sem nota hana til að finna fórnarlömb, t.d. vegna innbrota, ýmiskonar áreytis og annara glæpa? Ef ég leita að biskupi í símaskránni og brýst svo inn hjá honum vegna þess að hann á sennilega mikið af verðmætum eignum, er þá hægt að kenna símaskránni um, þar sem ég fann heimilisfangið þar? Ef ég ákveð að ræna dóttur forsætisráðherra (á hann dóttur?) og finn heimilisfangið í símaskránni, hverjum er það að kenna?

Nú eru kannski einhverjir sem segja, nei þú getur verið með leyninúmer og þá er ekki hægt að finna þig. Er það þá ekki það sama og þegar Páll Óskar bað um að platan hans væri fjarlægð, sem var gert? 


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband