Föðurland

Föðurland. Hvað er það? Ég skil að það er yfirleitt landið þar sem maður fæddist, þar sem rætur manns eru. Manni líður vel þar og þekkir til. Maður skilur tungumálið og almenna siði. En föðurland er eitthvað miklu meira.

Fugl á flugiÉg get ekki ímyndað mér að fólk sem býr allt sitt líf í heimalandi sínu geti skilið til fulls hvað föðurland er. Það er erfitt að meta landið ef maður er alltaf umlukinn því. Maður saknar hlutanna ekki fyrr en maður hefur misst þá, saknar fólksins síns ekki ef maður umgengst það dags daglega.

Ég hef oft verið spurður hvort ég sakni ekki Íslands. Standard svarið hefur verið nei, ég sakna landsins ekki en ég sakna fólksins. Þetta er samt ekki svona einfalt. Þegar ég var á Íslandi siðasta sumar naut ég landsins jafn mikið og fólksins. Ég dró djúpt andann og fann lyktina af íslenskri náttúru. Ég horfði í kringum mig og dáðist af þessu stórbrotna og stórkostlega landslagi. Ég gerði eins og páfinn, lagðist í jörðina og faðmaði landið mitt. Ég naut þess að hlusta á útlendingana sem komu með, talandi um hvað litirnir í íslenskri náttúru væri sérstakir. Ég tók eftir að það skipti ekki máli hvort við stæðum frammi fyrir sandauðnum eða fjöllum, samspil náttúrunnar var það sem gerði ísland stórkostlegt.

Mig hafði lengi grunað þetta, en ég fékk staðfestingu á því að Ísland, og ekkert annað land, er land mitt og ég mun koma heim einhvern daginn. 


Bloggfærslur 18. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband