Trick or Treat?

Fleiri fréttir úr kvikyndaheiminum í Niðurlandi. Ég veit hvað ég verð að gera á hrekkjavökunni þetta árið. Ef halloween heitir hrekkjavaka á íslensku. Var það ekki? Minnir það. Ég var að komast að því að mín er vænst á kvikmyndasetti þá nóttina. Ég verð á flækingi um allt Holland mundandi kameru framan í leikara sem eru að þykjast éta einhvern blaðamann lifandi. Eitthvað  svoleiðis. Þetta verður kvikmynd í fullri lengd. Ég er bara einn af crewinu í þetta skiptið, en það er bara fínt því ég þarf líka að klára mína eigin mynd.

Af henni er allt fínt að frétta. Ég vildi geta klippt meira, en ég er enn fastur í kleprunni (sjá gamla færslu) og verð það til mánaðamóta. Þá taka við spennandi tímar með skemmtilegum verkefnum og engri innkomu. Þið megið biðja fyrir mér eða senda pening. Eða bara segja mér að vera ekki með þessa vitleysu og finna mér aðra vinnu.

Svo að lokum, ef þið lítið hér til hliðar vinstra megin getið þið séð nýja skoðanakönnun. Sú gamla er farin, þar sem spurt var á hvaða tungumáli myndin ætti að vera. Íslenskan vann og myndin var tekin upp á íslensku. Nú er spurningin, hvar er best að sjá myndina?

Bless í bili. Þarf að fara að sofa og safna kröftum fyrir morgundaginn. Ekki gleyma að það er ennþá hægt að sjá litla sýnishornið á www.oktoberfilms.com


Bloggfærslur 18. september 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband