28.6.2006 | 20:39
Höfuðborg Skotlands, fyrr og síðar
Ég var víst búinn að lofa að setja inn einhverjar Skotlandsmyndir. Hef ekkert í hyggju að svíkja það, en hér er ein og hálf svona til að væta kverkarnar. Ó hvað það minnir mig á flöskuna af Ben Nevis sem tæmdist svo ljúflega... allavega:
Vorið 2006
Vorið 1907
Og svo ein úr sveitinni. Hélt að linsuflerinn væri sniðugur en hef skipt um skoðun síðan.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Voðaleg fyrirsögn. Fann þetta á hollenskri síðu sem berst gegn mansali, þ.á.m. innflutningi fallegra austur-evrópskra táningsstelpna sem gaman er að leika sér að. Ég hef gengið með þá hugmynd lengi að gera heimildamynd um þetta málefni. Maður þarf að vanda sig og reyna að koma sér ekki í vandræði. Leiðinlegt að finna sig inni í sundi með pissóðum pimp beð byssu eða hníf. En eins og ég segi er þetta málefni sem þarf að skoða betur, ræða og reyna að vinna gegn.
Þýðingin er mín svo ef þetta hljómar bjánalega er það mér að kenna:
Það er ekki vitað nákvæmlega hvað mansal er útbreitt. Það er áætlað að milli 700.000 og 2.000.000 konur og börn séu árlega seld, þ.á.m. eru 175.000-200.000 konur og börn frá austur Evrópu seld beint í kynlífsiðnaðinn í vestur Evrópu. Gert er ráð fyrir að um 200 milljónir manna lifi í þrældómi í heiminum í dag.
Þessar tölur eru fengnar úr ritinu "Nationaal Rapporteur Mensenhandel (2002, bls. 6)" og eru áætlun byggð á skýrslum ýmissa hjálparstofnana. Það er auðvitað erfitt að sanna þær þar sem þessi starfsemi fer yfirleitt fram bak við lokaðar dyr þar sem yfirvöld sjá ekki til. Af ýmsum ástæðum er líka sjaldgæft að fórnarlömb mansals komi fram og biðji um aðstoð eða segi sögu sína.
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna gefur árlega út skýrslu, The TIP Report (Trafficking In Persons Report), þar sem alþjóðlegt mansal er tekið fyrir og lönd eru skoðuð með tilliti til þess hvernig þau taka á mansali. Í 2004 útgáfunni er gert ráð fyrir að 600.000-800.000 manns sé flutt á milli landa árlega. Áttatíu prósent eru konur og 70% þeirra lenda í kynlífsiðnaði. Giskað er á að tala fólks sem selt er innan eigin landamæra sé tvær til fjórar milljónir á ári.
Eins og sagði er ómögulegt að sanna þessar tölur. Þær geta verið lægri eða hærri, en það er engin spurning að þetta er risavaxið vandamál og blettur á samvisku mannkyns.
Þýðingin er mín svo ef þetta hljómar bjánalega er það mér að kenna:
Það er ekki vitað nákvæmlega hvað mansal er útbreitt. Það er áætlað að milli 700.000 og 2.000.000 konur og börn séu árlega seld, þ.á.m. eru 175.000-200.000 konur og börn frá austur Evrópu seld beint í kynlífsiðnaðinn í vestur Evrópu. Gert er ráð fyrir að um 200 milljónir manna lifi í þrældómi í heiminum í dag.
Þessar tölur eru fengnar úr ritinu "Nationaal Rapporteur Mensenhandel (2002, bls. 6)" og eru áætlun byggð á skýrslum ýmissa hjálparstofnana. Það er auðvitað erfitt að sanna þær þar sem þessi starfsemi fer yfirleitt fram bak við lokaðar dyr þar sem yfirvöld sjá ekki til. Af ýmsum ástæðum er líka sjaldgæft að fórnarlömb mansals komi fram og biðji um aðstoð eða segi sögu sína.
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna gefur árlega út skýrslu, The TIP Report (Trafficking In Persons Report), þar sem alþjóðlegt mansal er tekið fyrir og lönd eru skoðuð með tilliti til þess hvernig þau taka á mansali. Í 2004 útgáfunni er gert ráð fyrir að 600.000-800.000 manns sé flutt á milli landa árlega. Áttatíu prósent eru konur og 70% þeirra lenda í kynlífsiðnaði. Giskað er á að tala fólks sem selt er innan eigin landamæra sé tvær til fjórar milljónir á ári.
Eins og sagði er ómögulegt að sanna þessar tölur. Þær geta verið lægri eða hærri, en það er engin spurning að þetta er risavaxið vandamál og blettur á samvisku mannkyns.
Dægurmál | Breytt 30.6.2006 kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)