3.5.2006 | 14:49
Kvikmyndagerð
Það held ég. Bloggið rétt farið af stað og varla kominn tími til að fylgja fyrsta masterpísinu eftir. Að skrifa blogg um blogg er varla eitthvað sem gerir mikla lukku. Það er kannski kominn tími til að koma sér að efninu.
Þannig vill til að ég er að undirbúa tökur stuttrar kvikmyndar. Hún verður tekin upp seint í sumar. Handritið komið á hreint (þannig lagað) og lykilstöður að fyllast. Merkilegt hvað kvikmyndagerð er mikið púl. Það þarf að plana allt. Maður þarf að fyrirsjá 150% vandamála sem kunna að koma upp og vera tilbúinn að takast á við tvöfalt það. Svo eru það fjármálin. Ég nenni nú ekki einu sinni að tala um það núna. Kemur seinna.
Kemur seinna er sennilega lykilorðið hér. Ég setti þennan blogg upp til að tala um kvikmyndir og gerð þess konar fyrirbæra. Undirbúningur myndatöku getur verið þreytandi, pirrandi, stressandi, en það er líka voða gaman af þessu. Ég er að spá í að láta vita hér hvernig máling ganga, hvernig þetta þróast.
Spurningin er, verður eitthvað vit í þessari mynd? Við sjáum til.
3.5.2006 | 10:26
Verði blogg...
...og Ésú sagði, "pabbi kveikti ljósin". Gaman að byrja fystu bloggfærslu lífs míns á Guðlasti. Ég vildi segja verði ljós en það er svo ofnotað. Enda hefur blogg ekkert með ljós að gera nema kannski að fólk sé að reyna að komast inn í sviðsljós veraldarinnar.
Blogg eru trikkí. Anne Frank skrifaði dagbók. Hún hefði auðvitað haldið úti bloggi, hefðu Germanirnir ekki verið á hælum hennar. En hvað með alla hina? Ég man að ég reyndi þetta dagbókardæmi einhvern tíma. Þetta gekk vel í nokkra daga en svo datt þetta upp fyrir. Ef ég finn þessa bók get ég lesið um stigin sem ég fékk í keilu og hvað ég át á vormánuðum 1990. Stórmerkilegt, án efa.
Nú er spurningin bara, er bloggið eitthvað skárra? Mun ég meika meira sens? Mun ég halda þetta út lengur en í viku? Hef ég eitthvað meira spennindi að segja en fyrir 16 árum? Kemur einhver til með að lesa þetta og skiptir það yfir höfuð eihverju máli?
Við reynum þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)