24.5.2006 | 21:33
Síðasti kall, flug 714 til Edinborgar
Ekki slæmt þetta. Tók mér frí á föstudaginn. Fjórir dagar án vinnu, um að gera að halda upp á það. Vér fljúgum til Edinborgar í fyrramálið, leigjum okkur bíl og keyrum um hálendið (Highlands). Ekki slæmt það, nema að veðrið er eitthvað að versna. Hvað um það, ef einhver skilur eftir falleg skilaboð hér að neðan, eitthvað skemmtilegt sem ég get lesið þegar ég er farinn að klepra aftur eftir helgi, skal ég setja einhverjar vel valdar myndir á bloggið. Annars ekki.
Takk fyrir, over and out. This was your captain sneaking...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2006 | 06:38
Standing on a duck...
Það getur verið skondið að þýða af einu tungumáli yfir á annað. Allir kannast við brandara sem hreinlega er ómögulegt að þýða. Þó er hægt að leika sér með tungumál og þegar maður býr erlendis kemur það af sjálfu sér. Hér eru nokkur hugtök sem ég nota á daglegu tali. Þetta ruglar fólk í ríminu til að byrja með en það fyndnasta er að þeir sem þekkja mann fara stundum að nota þetta sjálfir. Hér eru einhver dæmi sem komin eru í almenna notkun í mínum vinahring:
I'm standing on a whistle (þegar étið er of mikið).
Standing on a duck .
Það er meira en ég er að verða of seinn í vinnuna. Ef einhver er að lesa þetta, komið endilega með fleiri dæmi.
I'm standing on a whistle (þegar étið er of mikið).
Standing on a duck .
Það er meira en ég er að verða of seinn í vinnuna. Ef einhver er að lesa þetta, komið endilega með fleiri dæmi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)