19.5.2006 | 11:24
Flugvallarskattur
Ég var að bóka flugið til Íslands í sumar. Woohoo, verður voða gaman. Verð Flugleiða (Icelandair whatever) eru ekki einu sinni svo slæm. Ég man að maður komst ekki til landsins nema kannski á 18 mánaða fresti því flugmiðinn kostaði mann mánaðarlaunin. Ef maður vildi gera eitthvað annað, fara í ferðalag til ókunnra landa varð maður að sleppa Íslandi ansi oft. Þetta var auðvitað voðalega leiðinlegt, maður sá fólkið sitt ekki mánuðum og árum saman, börn fæddust, þau börn sem fyrir voru urðu fullorðin og fullorðnir urðu gamlingjar... ég minnist ekkert á þá sem voru gamlir fyrir.
Hvað um það, Icelandair miðinn kostar 293 evrur, eitthvað um 25-30 þúsundkall. Ekki klink en maður ræður svo sem við þetta. Plús skattur. Í Hollandi er flugvallaskattur aldrei tekinn með. Honum er klínt ofan á þegar allt annað er klárt. 91 evra takk fyrir (8-9000kall). Þetta var helmingi minna síðast þegar ég flaug, og það var í mars og það var til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi. Ég er að fljíga til Skotlands á Fimmtudaginn. Við borguðum rúmlega 180 evrur í skatt fyrir okkur tvö. Viðaverð til Bretlands eru þannig að við gætum flogið fram of til baka í viku fyrir skattinn.
Ég skil þetta ekkert. Hvað er fólk heima að borga í flugvallaskatta þegar flogið er að heiman? Væri gaman að heyra það, sérstaklega ef einhver hefur bókað flug til Amsterdam á síðustu vikum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)