13.5.2006 | 14:40
Kvik3: Leikkona óskast!
Stuttmyndin er að koma til, handritið nokkurn vegin þar sem það á að vera og mannskapur mikið til ráðinn. Þó vantar í einhverjar stöður ennþá, þar á meðal er aðalleikkonan ófundin. Ég veit auðvitað ekki hvort upprennandi og áhugaleikkonur séu mikið að lesa moggabloggið en ef svo er, hér er atvinnuauglýsing.
Hlutverkið sem um ræðir er svohljóðandi: Leikkonan skal vera um eða yfir tvítugt eða líta út fyrir að vera það. Helst skal hún hafa dökkt sítt (a.m.k. axlarsítt hár. Þar sem myndin gerist að hluta til fyrr á öldum þegar fólk hafði minna að éta er æskilegt að hún sé grannvaxin. Myndin verður tekin upp á ensku og er því mikilvægt að viðkomandi hafi góð tök á henni.
Myndin verður tekin upp seint í ágúst í Reykjavík og á Suðurlandinu.
Áhugasamar vinsamlega hafið samband. Öðrum sem vit og áhuga hafa á kvikmyndagerð er velkomið að vera í sambandi líka:
13.5.2006 | 11:15
Bílar
Í dag er bíladagurinn hjá okkur. Gamli, trausti Nissan Sunny flaug í gegn um skoðun þó aldraður sé. Hann er nefnilega ekkert lúinn, keyrður 53950km síðan 1992. Hann er svo einfaldur að það getur svo sem ekkert bilað. Svo borgaði ég ekki nema hundraðþúsundkall fyrir hann fyrir ári síðan, minna en hefur farið í viðgerðir á hinum bílnum...
...sem er Daewoo Lanos 1997. Maður var bara nokkuð sáttur með Kóreu tíkina sína, enda tiltölulega ódýr. Þangað til í fyrra þegar spindilkúla veiktist, bremsurnar klikkuðu, heddpakningin fór, pústið gaf sig og nú er loftkælingin (nauðsynleg hér, 28 stig í dag) að rífa kjaft. Sem sagt kominn tími til að losa sig við tíkina. Þannig að...
...í dag var fjárfest. Tvöhundruðþúsundkall á milli og við eigum Rover 416, 1998. Gamall kannski, en lítur út eins og nýr, British Racing Green (en ekki hvað?) verður þrifinn hátt og lágt, settur í gegn um skoðun og allt sem kann að vera að lagfært. Og svo þriggja mánaða ábyrgð. Allt gott og Lanosinn er history.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)