3.11.2006 | 09:48
Múslimar vilja byggja?
Þetta er það fyrsta sem ég heyri af þessu máli og fréttin segir svo sem ekki mikið um málið.
Skil ég það rétt að trúfélög fái lóðir endurgjaldslaust, eða er þetta einfaldlega spurning um skipulag?
Hvað eru margir meðlimir í félagi múslima á Íslandi? Ég geri ráð fyrir að þeir vilji byggja mosku. Verður hún öllum opin, eða verður sama viðkvæmispukri og maður sér erlendis viðhaft, þar sem múslimar eiga sér samastað, innfæddir (hér notað um þjóðina sem bjó fyrir í landinu) eru ekki velkomnir og klerkar tala um að steypa stjórninni, taka af venjur og setja á fót islamskt ríki? Ég geri ráð fyrir að bænum sem farið er með fimm sinnum á dag verði ekki útvarpað um hverfið um hátalara á byggingunni eins og tíðkast víða? Fyrsta bænin fer oft í loftið milli fjögur og fimm á morgnanna. Eins og ég segi geri ég ekki ráð fyrir þessu, en það er sjálfsagt að koma því á hreint áður en framkvæmdir fara af stað.
Hvað finnst íslenskum múslimum um slæður, almennt frelsi borgarans, trúfrelsi og jafnrétti kynjanna?
Það er sjálfsagt mál að gefa múslimum sömu möguleika og öðrum, en það er líka nauðsynlegt að þeir virði reglur, lög og venjur heimalands síns fyrst og trúar sinnar þá. Íslensk lög og venjur verða að hafa meira vægi en Múhameð spámaður. Annars get ég ekki ímyndað mér að moska í Reykjavík gæti gengið upp.
![]() |
Félag múslima undrast að félagið fái ekki lóð í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |