Fyndnasti bloggarinn er...

Niðurstöðurnar eru komnar inn. Þetta var mjög spennandi. Allir þrír bloggararnir náðu að vera með flest stig einhverja dagana. Stundum voru þau öll þrjú hnífjöfn. Þetta byrjaði þannig að Kamilla var efst og bar af. Engin samkeppni. Svo náði Gunnar henni. Fljótlega náði Gerður Rósa honum. Kamilla tók þá forskot en Gerður náði henni aftur.

Alls voru greidd 61 atkvæði. Staðan þegar kosningu lauk, á hádegi föstudaginn 24 nóvember 2006 var...

 

gunnar_eysteinssonGunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson er sigurvegari! TIL HAMINGJU! Hann vann með 39.3% atkvæða.

 

-  

090106_asnar_033_62210Gerður Rósa Gunnarsdóttir

Gerður Rósa var oft og lengi með flest atkvæði en sprakk á lokasprettinum. Hún náði að krækja sér í 36.1% atkvæða. Spurning hvort það hafi verið grískir slefberar eða aðrir asnar sem töfðu fyrir henni.

-

gemsaEva Kamilla Einarsdóttir

Kamilla er einn skemmtilegasti bloggari sem sögur fara af. Og þvílíkar sögur! Hún fékk 24.6% greiddra atkvæða. Ég veit ekki hvað gerðist hér, því hún var yfir 30 prósentunum í gær. Það er allavega gott að vita til þess að hún lét ekki svna keppni á sig fá og gaf sig all í það um síðustu helgi að klára ritgerðina sem mun opna henni dyr um ókomna framtíð. 

Þetta er sem sagt búið. Enginn kom með tillögur að vinningum svo það er ekkert í boði. Ég myndi góðlátlega bjóða Gunnari að gerast Bloggvinur en hann er það nú þegar svo það er kannski spurning að henda stelpunum út bara rétt á meðan hann er í sigurvímunni.

Takk allir og allar sem sáuð ykkur fært að kjósa! Farið nú og skoðið öll þrjú bloggin hér að ofan. Þau eru öll bráðskemmtileg. 

 


Bill er svo snjall.

Þetta er auðvitað þaulhugsað mál. Það er einfalt að segja að Bill Gates sé svo góður maður og vilji hjálpa þeim semverr eru staddir, en málið er auðvitað að koma Windows tölvum fyrir allstaðar svo að fólk venjist Microsoft forritum. Markaðssetning á heimsmælikvarða!

1-0 fyrir Microsoft.


mbl.is Bill Gates kemur tölvum fyrir í öllum bókasöfnum í Rúmeníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. nóvember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband