Færsluflokkur: Menning og listir

Búningar og skotlistar

Það var mikið að gera um helgina. Mér líður eins og ég sé að gera stórmynd. Ég hef verið að búa til shotlist undanfarið, þá er hvert einasta atriði skorið niður í smá búta. Hver klipping er plönuð áður en nokkuð er tekið upp. Það heftir klipparann kannski en ég veit af fyrri reynslu að maður verður að vita hvað á að gera þegar komið er á vettvang. Það þýðir ekki að mæta á staðinn, skoða sig um og segja "ókei, hvernig gerum við þetta?". Ég hef verið viðriðinn svoleiðis framleiðslu og veit að það gengur ekki nema maður hafi yfirdrifið mikinn tíma. Ég man eftir rökræðum, hálftímar og klukkutímar liðu án þess að nokkuð væri tekið upp. Ég er sem sagt að plana hvert einasta myndskeið (hvað heiti shot á íslensku?).

Svo eru það búningarnir. Myndin flakkar um aldirnar og það þarf búning fyrir hvert tímabil. Þar efr smá vandamál í gangi. Á Íslandi er ég ekki í neinum samböndum og þekki engan sem eitthvað hefur með búning að gera. Í Hollandi get ég reddað ýmsu, en eru þetta þá réttu búningarnir? Hollensk hönnun og tíska var alltaf öðruvísi en íslensk. Mér finnst að fyrst maður er að gera íslenska mynd úr þessu er eins gott að fara alla leið og nota íslenskan klæðnað. Ef einhver veit hvert ég get snúið mér, vinsamlegast skiljið eftir athugasemd.

Íslensk mynd, það er ekkert nýtt? Átti þetta ekki alltaf að vera íslenskt? Nei, ég ætlaði alltaf að taka hana upp á Íslandi vegna þess að landslagið passar við söguna. Svo er hún lauslega byggð á atburðum sem gerðust á Íslandi. Restin hafði ekkert með Ísland að gera. Hún yrði á ensku og gerð fyrir erlendan markað. Nú lítur út fyrir að hún verði á íslensku, svo til allir sem koma að henni eru íslendingar. Ég mun samt sem áður reyna við erlendan markað þar sem ég hef lesið mikið að hryllingssögum um áhugaleysi íslenskra miðla á stuttmyndum. Við sjáum til.

Þetta var sem sagt mikilvæg helgi fyrir myndina. Kannski eins gott, því ég verð á landinu eftir örfáar vikur og það er enn nóg undirbúningsvinna eftir. Nú þarf ég hins vegar að hætta að skrifa því að hin vinnan bíður. Best að fara að þykjast fíla IBM tölvur, fyrir það ég fæ víst greitt.  


Föt í Gammeldag

Stuttmyndin. Undirbúningur er í gangi. Íslenskir bloggarar hafa talað og tungumálið er að komast á hreint. Ég er búinn að ákveða mig á hvaða tungumáli hún verður, en ég þarf bara að sannfæra sjálfan mig áður en ég geri það opinbert.

Hitt er aftur annað mál og alvarlegra. Mikið af myndinni gerist fyrr á öldum. Það þýðir því ekki að mæta í gallabuxum með tyggjó. Ég er ekki að segja að fólk þurfi að vera í peysufötum, en 1850 þarf að líta út eins og 1850. Það er hér sem ég hef rekist á hvað getur verið erfitt að undirbúa kvikmynd án þess að vera á staðnum sjálfur. Netið hefur breytt heiminum en það hefur ekki komið í staðinn fyrir mannleg samskipti.

Brýnasta verkefni á næstu vikum er að sjá til þess að fólk, staðir og hlutir líti út eins og þeir hefðu gert á þeim tíma sem myndin gerist. Ég vona að lausn verði fundin áður en ég kem til landsins, og ef ekki, þá vona ég að mér takist að negla það á þeim dögum sem ég hef áður en einhver öskrar ACTION!


Herinn að segja bless?

Ég geri ráð fyrir að ernirnir gráti það ekki þegar herinn yfirgefur landið.

Fyrst herinn er til umræðu, hvað átti annars að gera við gulu húsin sem eftir sitja? Hér er mín hugmynd:

Ég keyrði einhvern tíma í gegn um þorp varnarliðsins. Það var eins og að vera kominn í frí til Bandaríkjanna. Allt var öðruvísi. Umferðarljósin, kóksjálfsalarnir, göturnar. Þetta var eins og sixties America. Hvernig væri að lappa upp á þetta og setja upp risastórt kaldastríðs safn? 


mbl.is Herþotum flogið í lágflugi yfir Reykhólahreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

An Inconvenient Truth

Er líf eftir tapaðar forsetakosningar? Það er ekki annað að sjá. Al Gore var aldrei í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér en það er ekki spurning að heimurinn væri í betri höndum undir hans leiðsögn. Varla hægt að bera hann saman við Texas-apann.

Þeir sem vilja vita hvað hann (ekki apinn) er að gera þessa dagana ættu að skoða þetta. Það ættu reyndar allir að sjá þetta.


Tungumál Myndarinnar? Skoðanakönnun!

Undirbúningur stuttmyndarinnar er kominn vel á veg. Þetta virðist allt líta vel út. Samt er ein efasemd að naga í mig. Ég samdi handritið á ensku. Þetta var engin spurning, ég er erlendis og mun markaðssetja myndina í Evrópu. Enska var því sjálfgefin. Ég valdi leikara sem menntaðir eru erlendis og reyndi að gera söguna eins hlutlausa og hægt er, hún ætti að geta gerst hvar sem er.

Svo var farið að hræra í hausnum á mér. Ég var að tala við hollenska konu um daginn og hún spurði af hverju ég tæki þetta ekki upp á íslensku. Þetta var svo furðuleg spurning, fannst mér, að ég spurði hvers vegna ég ætti að gera það. Henni fannst að myndin yrði meira spennandi, hún ætti meiri möguleika á að verða "cult" mynd á "útlendu" tungumáli. Svo sagði hún að hversu góð sem enskukunnátta leikaranna væri, yrði leikurinn sennilega betri og meira sannfærandi á móðurmálinu.

Rökin fyrir enskunni eru að það skilja hana flestir og mikið stærri hópur ætti að geta lifað sig inn í myndina.  Markaðssetning ætti að vera auðveldari, þó að markaður fyrir stuttmyndir sé að vísu mjög takmarkaður.

Ég er sem sagt alls ekki viss um hvað skal gera. Ég get snarað handritinu yfir á íslensku og notað það sem þegar er skrifað sem texta, en ég get líka bara haldið minu striki og gert enskumælandi mynd.

Það væri gaman að sjá hvað fólki finnst, svo endilega takið þátt í skoðanakönnuninni hér til vinstri. Kannski að það hjálpi til... 


Standing on a duck...

Það getur verið skondið að þýða af einu tungumáli yfir á annað. Allir kannast við brandara sem hreinlega er ómögulegt að þýða. Þó er hægt að leika sér með tungumál og þegar maður býr erlendis kemur það af sjálfu sér. Hér eru nokkur hugtök sem ég nota á daglegu tali. Þetta ruglar fólk í ríminu til að byrja með en það fyndnasta er að þeir sem þekkja mann fara stundum að nota þetta sjálfir. Hér eru einhver dæmi sem komin eru í almenna notkun í mínum vinahring:
I'm standing on a whistle (þegar étið er of mikið).
Standing on a duck .
Það er meira en ég er að verða of seinn í vinnuna. Ef einhver er að lesa þetta, komið endilega með fleiri dæmi.

Stefnumál Aðfaraflokksins

- Aðfaraflokkurinn mun beyta sér fyrir loftbrú milli Mjóddar og Hlemms. Þetta er gert í því skyni að minnka umferð við Bústaðaveg. Aðrir flokkar hafa talað um göng, en við trúum að loftbrú sé betri hugmynd. Göng eru dýr (ekki skepnur heldur kostnaðarsöm), útsýnið er lélegt og þau sóma sér ekki á fallegum myndum í túristabæklingum eins og loftbrú myndi gera.
 
- Fleiri bílastæði þegar þörf er á. Aðfaraflokkurinn vill ekki að borgin verði eitt stórt bílastæði. Við trúum að borgin eigi að vera græn og falleg, en því er ekki að neita að stundum er þörf á fleiri bílastæðum, svo sem við kirkjur á Sunnudagsmorgnum, bari kvöldið áður (xAð er ekki fylgjandi stútum undir stýri), við kvikmyndahús og tónleikahallir. Lausnin er einföld, bæta við stæðum þar sem þörf er á, þegar þörf er á. Tilraunir hafa verið gerðar erlendis með farstæði, uppblásin bílastæði sem hægt er að setja upp þar sem þörf er á og brjóta svo saman eftir á. Skemmtilegt er einnig að farstæði þessi eru fánleg í mörgum litum og munu þau því án efa setja skemmtilegan svip á bæinn.
 
- Árbæjarsafn út í Viðey. Það vita allir sem óvitlausir eru að núverandi staðsetning Árbæjarsafns er vægast sagt klúðursleg. Útlendingar fara ekki upp í Árbæ. Íslendingar fara ekki einu sinni upp í Árbæ nema þeir nauðsynlega þurfi þess. Ef að safnið á að vera okkur til sóma verður það að vera aðgengilegt og umhverfið verður að vera fallegt. Aðfaraflokkurinn mun beita sér fyrir því að safnið verði flutt út í Viðey. Svo verður byggð loftbrú frá Höfða svo að allir sem vilja geti heimsótt safnið án þess að þurfa bát.
 
- Flugvöll á Sandskeið. Reykjavík á að eiga glæsilegan flugvöll á fallegum stað. Aðfaraflokkurinn er á móti flugvelli í sjó þar sem slíkt er dýrt og bjánalegt. Sandskeið heitir svifflugvöllur rétt utan við borgina. Með smá fjárfestingu er hægt að byggja þar glæsilegan flugvöll steinsnar frá höfuðborginni. Það þarf að byggja við flugstöðina sem fyrir er og kannski malbika flugbrautirnar, en aðstaðan er fyrir hendi og sjálfsagt að nota hana.
 
- Að lokum er Aðfaraflokkurinn að sjálfsögðu fylgjandi fríum leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og finnst þar að auki að frítt eigi að vera á íslenskar bíómyndir. 

My Melancholy Blues

Það kemur fyrir þegar farið er í gegn um plötusafnið að maður finnur gullmola. Queen er hljómsveit sem kemur alltaf aftur, hún gleymist en nokkrum mánuðum seinna skýst hún upp á yfirborðið, sérstaklega eftir að hafa séð þá eftirlifandi á hljómleikum í fyrra. Ég var að fara í gegn um iTunes og brenna disk í bílinn. Ég ákvað að búa til öðruvísu Queen safn, óþekkt lög. My Menancholy Blues var það á meðal. Þetta spilaðist svo á leiðinni heim úr vinnunni og ég mundi hvers konar meistaraverk þetta lag er. Freddie samdi þetta á þeim tíma sem hann drakk og skemmti sér sem mest og það hljómar eins og hann hafi fengið sér of mikið neðan í því og það síðan verið frétt dagsins. Textinn er frábær og lagið svo einfalt, en jaðrar þó við klassíska tónlist. Píanóleikurinn gefur bestu klassískum leik ekkert eftir.

Ég mæli því með að þeir sem eiga diskinn News of the World spili lagið og þeir sem eiga hann ekki verði sér út um þetta. Lagið er algjör andstæða vinsælli laga á plötunni, We are the Champions og We Will Rock You.

Hér er textinn, lagið verið þið að finna sjálf.

My Melancholy Blues


Another party's over
And I'm left cold sober
My baby left me for somebody new
I don't wanna talk about it
Want to forget about it
Wanna be intoxicated with that special brew
So come and get me
Let me
Get in that sinking feeling
That says my heart is on an all time low - So
Don't expect me
To behave perfectly
And wear that sunny smile
My guess is I'm in for a cloudy and overcast
Don't try and stop me
'Cos I'm heading for that stormy weather soon

I'm causing a mild sensation
With this new occupation
I'm permanently glued
To this extraordinary mood so now move over
Let me take over
With my melancholy blues

I'm causing a mild sensation
With this new occupation
I'm in the news
I'm just getting used to my new exposure
So come into my enclosure
And meet my
Melancholy blues

Kvik3: Leikkona óskast!

Stuttmyndin er að koma til, handritið nokkurn vegin þar sem það á að vera og mannskapur mikið til ráðinn. Þó vantar í einhverjar stöður ennþá, þar á meðal er aðalleikkonan ófundin. Ég veit auðvitað ekki hvort upprennandi og áhugaleikkonur séu mikið að lesa moggabloggið en ef svo er, hér er atvinnuauglýsing.

Hlutverkið sem um ræðir er svohljóðandi:  Leikkonan skal vera um eða yfir tvítugt eða líta út fyrir að vera það. Helst skal hún hafa dökkt sítt (a.m.k. axlarsítt hár. Þar sem myndin gerist að hluta til fyrr á öldum þegar fólk hafði minna að éta er æskilegt að hún sé grannvaxin. Myndin verður tekin upp á ensku og er því mikilvægt að viðkomandi hafi góð tök á henni.

Myndin verður tekin upp seint í ágúst í Reykjavík og á Suðurlandinu.

Áhugasamar vinsamlega hafið samband. Öðrum sem vit og áhuga hafa á kvikmyndagerð er velkomið að vera í sambandi líka:

 


Síðasta messan...

Ég settist niður, á sálmabók. Ég lyfti mér vandræðalega og fjarlægði hana. Gamla konan sem sat við hliðina á mér leit á mig með fyrirlitningu. Ég hélt að sálmarnir væru prentaðir á A4 með skemmtilegri klippart nú til dags, sagði ég og brosti. Hún leit í hina áttina og tuldraði eitthvað sem ég skildi ekki. Fyrirgefðu? Ekki síðan pappírsskömmtuninni var komið á! Helvítis kínverjarnir þurfa víst að skeina sér líka. Einmitt það, ég vissi það ekki. Þetta breyttist fyrir sjö árum, ég ætti að fara oftar í kirkju. Já, kannski. Trébekkurinn var ekki lengi að láta finna fyrir sér og afturendinn sveið. Þetta átti kannski að vera "helvíti nær í afturendann á þér-hermir".

Presturinn gekk hægt upp að altari. Hann baðaði út höndum og leit upp á altaristöfluna. Ég man að einhvern tíma voru altaristöflur málverk af Ésú í ýmsum stellingum. Ein er mér minnisstæð úr æsku, sennilega vegna þess að ég fékk martraðir eftir að hafa farið í kirkju. Það var Ésú á krossinum og einhverjur rómverjar að pota í hann. Seinna skildi ég ekki af hverju hann lemdi þá bara ekki eins og Ástríkur og Steinríkur.

Friður sé með yður og um alla jörð! rumdi í presti. Ég hrökk upp úr hugsunum mínum og sálmabókin datt í gólfið. Konan leit á mig aftur. Presturinn snéri baki í söfnuðinn. Ég tók up bókina og prestur sagði troðið eigi Guðs orði í svaðið og hafið eigi að spé-i. Hann snéri sér við og horfði alvarlegur á söfnuðinn. Mig, fannst mér.

Drottinn er minn féhirðir! Hann mun ekkert skorta! Ég var að fara yfir um. Ekki spurning. Prestur lét hendur falla og orgeltónlist tók við. Ég leit laumulega útundan mér á gömlu konuna. Hún sat með andlitið grafið í sálmabók og raulaði með. Hún leit upp og starði á mig með forundran. Ég brosti aftur og tók mér sálmabók í hönd. Ég fletti eins og óð fluga fram og til baka og fann sálminn um það bil sem síðasta línan var endurtekin í síðasta skipti.

Prestur leit upp. Eins og við öll vitum var faðirinn, sonurinn, vinurinn... pása... sem hér liggur... pása... okkur öllum kær. Hann var öllum góður, vildi öllum hjálpa, var fyrstur til að standa upp í strætó fyrir gömlum konum. Gamla konan leit á mig með fyrirlitningu og baulaði eitthvað ofaní sálmabókina sem hún hélt ennþá á. Ég hagræddi mér. Bekkurinn var að gera sitt besta sem helvítis-hermir. Mig svimaði. Einhver snökti fyrir aftan mig.

Hann var forkvöðull og hjartahlýr. Einhver hóstaði. Gjafmildur... einhver annar hóstaði meira. ...og allir gengu að opnum dyrum heima hjá honum. Kirkjan hljómaði eins og holdsveikraspítali, þó héldust nefin á andlitunum hér þegar hóstað var.

Svona gekk þetta lengur en ég nenni að segja. Þó var eitt sem ég skildi ekki og skil enn ekki. Presturinn talaði ekki bara um Ésú heldur minntist hann líka á mig nokkrum sinnum. Ekki veit ég hvers vegna því að ekki tel ég sjálfan mig til dýrðlinga. Reyndar hef ég ekki hugmynd um hvað ég var að gera í kirkjunni þennan dag. Það hefur sennilega verið ástæða fyrir því en ég man það ekki.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband