Færsluflokkur: Samgöngur

Birkihríslur

TeigsskógurEnn er árás gerð á íslenska náttúru. Ég þekki svæðið ekki, svo ekki ætla ég að standa á mjólkurkassa og öskra. Það sem mér finnst þó grátbroslegt eru rökin sem færð eru fyrir veginum. Álverjar og aðrir sem vilja virkja landið og "nýta" eru duglegir við að kalla umhverfissinna fífl sem kunna ekki að rökstyðja sitt mál. Sé fréttin lesin, virðast þeir vera sá aðili sem kemur með rökleysu. Skoðum það sem MBL hefur eftir fólki:

Fylgjendur þess að önnur leið yrði valin en í gegnum skóginn bentu á að Teigskógur njóti sérstöðu á Vestfjörðum og á landinu í heild en hann mun vera stærsti birkiskógur í fjórðungnum.

Andstæðingar þess að önnur leið væri valin létu orð falla eins og að „birkihríslur væru meira metnar en mannslíf“.

Ég verð að viðurkenna að ef þetta eru rökin, er ég alfarið á móti þessum vegi.

Þess má svo geta að myndin er fengin að láni hjá bloggaranum Sævari Helgasyni

 


mbl.is Framkvæmdaleyfi fyrir vegi gegnum Teigsskóg.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löglegur Manndrápshraði

Svo lengi sem ég man eftir mér hefur hraða verið kennt um allt sem miður fer í umferðinni. Ef við keyrum bara nógu hægt deyr enginn og engin slys verða. Þetta er rétt, sé hraðanum still svo í hóf að allir hafi alltaf nógu langan tíma til að bregðast við öllum hugsanlegum hættum. Hver yrði hámarkshraði að vera til að gera umferðina örugga? Töluvert lægri en nú er.

En það er ekki hraði sem drepur. Lélegir ökumenn sem ekki kunna að keyra eftir aðstæðum drepa. Fólk sem blaðrar í símann undir stýri drepur. Léleg færð, hálka og slæmt skyggni drepur. Bílar í lélegu ástandi drepa, hugsanlega. Myndavélar sem hannaðar eru til að ná í aukapening fyrir stjórnvöld leysa engan vanda. Ef eitthvað er, bæta þær á hann. Fólk veit hvar þær eru og hægja á sér rétt á meðan keyrt er fram hjá þeim. Oft er snarbremsað rétt áður en keyrt er fram hjá myndavélinni og skapar það aukna hættu á aftanákeyrslum. Ég bý í landi hraðamyndavéla, ég ætti að vita þetta.

Þegar ég var krakki var 80 km hámarkshraði á þjóðvegum landsins. Þá keyrði fólk um á bílum sem engum er bjóðandi í dag, bílum sem voru töluvert óöruggari með verri bremsur og slæmir í stýri. Mestmegnis á malarvegum. Nú keyrum við um á bílum sem geta farið hringi kring um gömlu bílana vegna betri akstureiginleika. Við keyrum um á rennisléttum malbikuðum og oft upplýstum vegum, en hámarkshraði hefur varla breyst. 90, 10 km meira en þegar mælaborðið skrölti og rykið fyllti vitin.

Hér í Hollandi er mikil umferð. Það getur tekið u.þ.b. 70-90 mínútur að keyra 20-30 km leið kring um Amsterdam. Jafnvel meira. Mengunin er ansi slæm á hringveginum kring um borgina. Hvað var tekið til bragðs? Hámarkshraðinn var lækkaður úr 100 km í 80. Þetta átti að minnka stress og þannig greiða fyrir umferð, og minna mengun, þar sem keyrt yrði hægar. Áhrifin voru stórkostleg. Öngþveitið er nú algert. Hver bíll er lengur úti á götunum, sem eykur á umferðarþunga, þ.a.l. mengun og teppur. Slysum hefur ekki fækkað.

Er ekki kominn tími til að horfa á eitthvað annað en bara hraðann?


mbl.is Hraðamyndavélar á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smíð bíl og keyr

Ég man lítið eftir þessu, enda ekki til á þessum árum. Það væri forvitnilegt að vita hvers vegna Ísland byrjaði að keyra vinstra megin til að byrja með. Bretar og þeirra nýlendur, auk Japana keyra vinstra megin, en eftir því sem ég best veit var meginland Evrópu, þ.m.t. Danmörk, alltaf hægra megin. það er samt gott mál að þetta var gert 1968, enda verður svona aðgerð aðeins erfiðari og dýrari eftir því sem umferð og hennar mannvirkjum fjölgar or þau verða flóknari.

Ég og megnið af fjölskyldunni keyrðum um Skotland í fyrrasumar. Vinstra megin. Allir lifðu af og mér fannst þetta mun einfaldara en ég hafði búist við. Það tekur smá tíma að venjast vinstri umferðinni, en þegar það venst er eins og ekkert annað sé sjálfsagðara. það var meira að segja soldið skrítið að keyra hægra megin aftur.

Burton_vor_Motor-Sport-Museum-HockenheimEn fyrst maður er að jarma um bíla. Hefur einhverjum dottið í hug að byggja eigin bíl? Þá á ég ekki við fjallabíl. Burton Cars eru stórsniðugir. Yfirbyggingin er fjarlægð af gömlum Citroen Bragga og nýja boddíinu pússlað ofan á. Það besta er að þessi bíll er léttur, eyðir aðeins 5L/100km og lítur alveg stórskemmtilega út. Svo kostar ódýrasta útgáfa ekki nema tæpar 4000 evrur. Það vantar að vísu þak en það er bara skemmtilegt. Öryggisbelti vantar líka, skilst mér, en hann fær samt skoðun. Alla vega hér í Lálandi. Það væri gaman að dúlla sér við einn svona ef það væri bílskúr við húsið.


mbl.is Hægri umferð 40 ára gömul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband