Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Að smíða kvikmynd

Þá er komið að því. Síðasti dagurinn í vinnunni í dag og flugið í fyrramálið. Ferðin byrjar með langþráðum endurfundum en vinnan byrjar fljótlega eftir það.

Ég var að klára að setja saman endanlegt plan fyrir tökur. Fundir með leikurum og tökuliði strax eftir helgi og svo hefjast tökur fyrir næstu helgi. Síðustu atriðin verða svo tekin upp þriðjudaginn 22 ágúst. Þetta eru sem sagt um tvær vikur sem fara í þetta. Þess á milli get ég bara verið í mínu eigin landi innan um fjölskylduna.

Hugmyndin er að blogga eitthvað hérna á komandi vikum, en ég hef sennilega minni tíma til þess en hingað til. Það væri þó gaman að koma einhverjum myndum og sögum á netið. Spurning með að uppfæra heimasíðuna líka. Kominn tími á það. Kannski ég vinni í því í flugvélinni á morgun.

Að gera kvikmynd er mikið verk og það getur svo margt farið úrskeiðis. Þá á ég ekki bara við fótbrot og aðra hluti sem koma í veg fyrir að verkið verði klárað, heldur litla hluti sem gera myndina ekki eins góða og ætlunin var. Þetta var vandamálið í fyrra. Ég skrifaði handrit og leikstýrði mynd, The Small Hours. Sagan var ekki svo slæm, en það var enginn tími til neins. Ég gubbaði út handritinu, sem var svo endalaust í vinnslu, þar á meðal eftir að tökur hófust. Þær hófust reyndar um viku eftir að ég gubbaði upp hugmyndinni. Það var því enginn tími til að gera neitt, plana neitt. Myndin var gerð og margir segja að hún sé góð, en ég var aldrei sáttur. Sagan eins og ég sá hana komst ekki nógu vel til skila og leikurinn rétt náði að vera þokkalegur. Þetta var auðvitað allt mitt, allir sem að myndinni komu stóðu sig sem hetjur. Það var bara enginn tími til að vanda til verks.

Það verður svo sannarlega annað uppá peningnum í þetta skiptið. Við tökum okkur nægan tíma í að ná hverju atriði eins og það á að vera. Ég hef valið leikara með reynslu og tökustaði sem krydda söguna. Þar fyrir utan hefur þessi saga verið skrifuð, endurskrifuð, legið í tunnu og svo tekin upp aftur, yfirfarin og endurskrifuð aftur. Ég hef sem sagt gert allt sem ég get til að þessi mynd heppnist sem best. Nú er bara að nota tökudagana og gera sitt allra besta og vona að svona óvenjuleg saga höfði til einhverra.

Allavega, hlakka til að komast heim. Meira seinna.


Tímamót

2006 virðist ætla að verða mikið umbrotaár. Alvarleg veikindi í fjölskyldunni, fjölgun við sjóndeildarhringinn, stuttmyndin hefur tekið mikinn tíma og vinnu og það dæmi virðist allt vera að taka meira til sín. Ég kem heim til Íslands á laugardaginn og verð í fjórar vikur, sennilega lengri tími en ég hef verið samanlagt á klakanum síðasta áratuginn. Upprunalega ástæðan var kvikmyndin en nú er ég bara feginn að geta verið þarna fyrir fjölskylduna og sjálfan mig. Ég er líka búinn að vera á fundum undanfarið og var kosinn formaður fimm manna hóps sem er að setja upp framleiðslufyrirtæki í september í Hollandi. Þar verður auðvitað nóg að gera, tvö verkefni þegar í vinnslu og 2-3 í viðbót í undirbúningi.

Ég var búinn að semja við eigandann þar sem ég vinn núna að ég myndi vinna þrjá daga í viku eftir að ég kem til baka frá Íslandi. Þetta er eitthvað sem við ákváðum fyrir ári síðan. Hann bað mig að bíða þar sem vantaði mann í aðra stöðu. Ég beið, en það tók níu mánuði að finna þann mann. Af hverju veit ég ekki. Sennilega vildi hann ekki vera að borga öll þessi laun. Það er allavega eina ástæðan sem ég get ímyndað mér. Það var ekki fyrr en vinnufélagi minn byrjaði virkilega að kvarta að eitthvað gerðist. Nú var komið að mér hélt ég og við sömdum um að ég færi að vinna þrjá daga í september.  Það var svo fyrir um viku að hann kallar mig inn til sín og dregur allt til baka. Hann geti ekki látið mig vinna þrjá daga. Fimm skal það vera.

Ég skrifaði sem sagt uppsagnarbréf. Ég vinn minn uppsagnartíma í september eftir að ég kem til baka og svo er þetta búið. Þetta er stór ákvörðun, því ég mun auðvitað verða launalaus í bili. Engar bætur fyrir þá sem hætta sjálfviljugir. Maginn er í hnút, þannig lagað, en það er sama hvernig ég skoða dæmið, þetta var það eina sem ég gat gert. Valið var á milli fastra tekna og vinnu sem maður er ekki ánægður í og henda öllum hugmyndum um kvikmyndagerð fyrir borð, eða að njóta lífsins og gera eitthvað sem maður hefur áhuga á og trúir á. Spurning með að finna hlutastarf einhvers staðar.

Þetta ár mun því skilja við okkur í allt annarri stöðu en þegar það gekk í garð. Ekkert er eins, allt er að umturnast og það verður athyglisvert að sjá hvernig hlutinir verða þegar þetta tímabil er um garð gengið. 


Join the Club...

Ég hef ekki hugmynd hvernig maður segir svona fréttir. Ég hef sagt fjölskyldunni og bestu vinum frá þessu en ekki sagt þetta opinberlega, enda er ég ekki frægur og hef því enga ástæðu til að tala um hluti opinberlega. Veit ekki einu sinni hvort það sé yfirleitt góð hugmynd að segja alþjóð þetta. Sennilega ekki. Geri það samt.

Ég er að verða alvöru íslendingur. Alvöru íslendingar eiga börn. Ég hef látið það eiga sig fram að þessu en það er bara kominn tími á þetta.

Áætlaður komutími er febrúar. Svo er bara spurning hvort maður leyfi þessari færslu að standa. Það er eitthvað svo skrítið að vera að standandi upp á stól gargandi þetta in public. En þetta er mér sem sagt efst í huga um þessar mundir.


Fallegu hvítu seglin...

Ég man eftir að hafa alist upp við sögur af frönskum skipum, ströndum, mannbjörg og slysum. Langafi, fæddur 1893, mundi vel eftir skútunum sem sigldu upp í sandinn í Meðallandsfjöru. Mér datt einhvern tíma í hug að taka sögurnar upp á spólu en ég var of ungur til að taka það nógu alvarlega og gera eitthvað í því. Það er því mikil vitneskja farin og kemur aldrei aftur.

Nú þegar ég er farinn að fitla við kvikmyndagerð datt mér í hug að skoða þetta aftur. Ég fór að lesa mér til um frönsku og flæmsku skúturnar sem komu á íslandsmið í byrjun mars ár hvert. Ég komst að því að þetta var stórmál í Frakklandi og er enn. Þessi keppni sannar það. Ég komst líka að því að fallegu hvítu seglin sem sáust frá landi voru allt annað en falleg þegar maður var á þessum bátum. Þar var kuldi og vosbúð.

Hvernig sáu íslendingar frakkana? Hvernig sáu frakkarnir íslendinga? Hvenær og hvernig fóru samskipti fram? Margar spurningar og þetta er bara byrjunin.


mbl.is Frönsku skúturnar á leið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru bloggfærsla eins og blogg á að vera...

Þetta er orðið svo háfleygt að ég er farinn að taka sjálfan mig alvarlega. Það var auðvitað aldrei hugmyndin, svo að hér er blogg for the sake of blogg. Ekkert nema dumb drivel um sjálfan mig og hvað ég er að gera, skrifað af sjálfum mér til allra þeirra sem ekki lesa þetta.

Allavega, ég var með grillveislu í kveld. Væri svo sem ekkert spennandi nema að ég er grænmetisæta. Long story, never mind. Ég bauð sem sagt fólkinu sem er að fara í sæng með mér. Málið er nebbla að ég er að setja á stofn fyrirtæki númer tvö á árinu. Númer eitt var Oktober Films sem eigi frægt er orðið. Það er mitt eigið og kemst enginn nálægt því. v2r1 kinda thing. Mine and mine only og allt það. Nýja fyrirtækið verður mikið stærra, markmiðið er að hafa eitthvað upp úr því sem maður er að gera. Við fimm höfum semsagt meiri möguleika á því að meika það en einhver einn að rembast útí horni.

Ekki að það skipti neinu máli því þetta var grillveisla og við töluðum ekkert um bisniss (ef þú ert Sonja er það skrifað business).

Nú eru sem sagt allir farnir og klukkufíflið ekki einu sinni orðið tólf. Hún virðist ekki eiga í vandræðum með að verða voða seint á morgnanna en nú er það fullsnemmt svo að ég blogga bara.

Eins og allir vita (allir notað frjálslega hér) er ég eplanotandi. Ég á sem sagt tölvu með hálfétnu epli sem merki. Ég sé það yfirleitt ekki þar sem það er aftan á skjánum en ég horfi yfirleitt framan á hann. Annars var það ekki lógóið sem ég ætlaði að tala um heldur hvað eplabóndinn Steve Jobs gerir fyrir okkur notendurna. Ég rippaði sem sagt alla diskana mína í kring um jól og henti þeim upp á háaloft. Ég fékk svo iPod Nano í ammalisgjöf í maí. Það þýddi auðvitað að ég bjó til top 250 og henti á pottinn. Maður hendir lögum á pottinn með því að búa til playlists (spilalista). Það þurfti auðvitað að skemmta þessu liði svo að ég kveikti á tölvunni uppi í tölvuherberginu, þessari með með iTunes libraryinu, plöggaðu Powerbókinni inn í Marantz magnarann og strímaði iPod spilalistann beint inn í stereoið (vírlaust, nema hvað). Allir happí og engin kúkalög inn á milli. Var að hlusta á One Slip með Pink Floyd og núna Human Touch með Bruce Springsteen. Sem minnir mig á Zappa.

Frank Zappa er gamall vinur. Hann er dáinn og það er frekar pirrandi. Næstum því eins pirrandi og að Freddie Mercury sé dáinn en það er önnur saga. Allavega, þegar mér finnst feistið vera farið að dofna og vil að fólk annað hvort vakni eða kúki sér burt set ég yfirleitt Zappa á fóninn (í spilarann (og nú síðast í leitargluggann í iTunes)). I was going somewhere with this...

Sem sagt, ég var með grillveislu í kveld og finnst hún hafa flosnað upp óþarflega snemma. Þrátt fyrir BeerTender. Þrátt fyrir 12 ára gamlan Jameson. Oh well, let's face it, I'm eternally young... 


Standing on a duck...

Það getur verið skondið að þýða af einu tungumáli yfir á annað. Allir kannast við brandara sem hreinlega er ómögulegt að þýða. Þó er hægt að leika sér með tungumál og þegar maður býr erlendis kemur það af sjálfu sér. Hér eru nokkur hugtök sem ég nota á daglegu tali. Þetta ruglar fólk í ríminu til að byrja með en það fyndnasta er að þeir sem þekkja mann fara stundum að nota þetta sjálfir. Hér eru einhver dæmi sem komin eru í almenna notkun í mínum vinahring:
I'm standing on a whistle (þegar étið er of mikið).
Standing on a duck .
Það er meira en ég er að verða of seinn í vinnuna. Ef einhver er að lesa þetta, komið endilega með fleiri dæmi.

Kvikmyndagerð II - Frumsýning og undirbúningur

Þetta var góður dagur. Fór í heimsókn til kunningja míns að sjá heimildamyndina hans frumsýnda í sjónvarpi. Ég var búinn að sjá hana á sérstöku "screener" kvöldi þar sem ég hjálpaði aðeins til við gerð hennar. Við sátum þarna fjórir og horfðum á þetta. Gaman að sjá eigin verk sent út en maður finnur alltaf smá fiðring af og til. Þetta hefði mátt vera betra. Hljóðið þarna var ekki nógu gott. Innstungan á veggnum bak við viðmælandann er bjánaleg. Þetta eru þó sennilega hlutir sem aðrir sjá ekki.

Svo var rætt umframtíðina. Við verðum að vinna meira saman, setja kannski upp einhverskonar "collective". Það er alltaf gott að deila hugmyndum. Svo á einn góða kvikmyndatökuvél, annar góðar klippigræjur, einn semur tónlist og allt það.

Annars er stuttmyndin það sem ég er mest að hugsa um þessa dagana. Tökur fara fram eftir þrjá manuði og ég þarf að finna aðalleikkonu. Þetta reddast allt saman. Nóg af valkostum ef ég bara byrja að leita. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband