Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.6.2006 | 08:12
Hvað nú? Við erum bensínlaus...
Búinn að vera að grugga í stærsta vandamál okkar tíma. Við erum að verða bensínlaus. Það er talað um "peak", þegar olíuframleiðsla toppaði. Olíuframleiðsla er eins og kirkjuklukka í laginu, byrjar rólega en eykst hratt með vaxandi eftirspurn. Þegar bestu olíulindirnar hafa verið notaðar verður að finna olíu á erfiðari stöðum, svo sem í sjó og á heimskautasvæðunum. Þá er talað um toppinn, því sá tími kemur sem olíuframleiðsla byrjar að fara niður á við því nýju lindirnar eru of litlar, erfiðar eða dýrar.
Bandaríkin toppuðu árið 1971. Eigin framleiðsla hefur verið á niðurleið síðan. Stór olíuvinnslusvæði hafa verið að toppa síðan, nú síðast Saudi-Arabia í fyrra. Það að Arabía hefur toppað eru stórtíðindi. Það þýðir að heimurinn hefur toppað, olía verður dýrari og erfiðari að finna. Bensínverðin sem við sjáum nú eru komin til að vera. Það getur verið að bensínverð lækki eitthvað á næstu árum ef friður kemst á, en allar lækkanir héðan af eru tímabundnar. Bensínverð á eftir að hækka stöðugt á næstu árum.
Vísindamenn og aðrir sem virðast hafa vit á þessum málum búast við að olíuskortur komi til með að skapa stór vandamál á heimsvísu fyrr en síðar. Þeir gefa okkur 10-20 ár til að losa okkur við olíufíknina. Engin tækni í dag gefur nógu mikla orku af sér til að koma í staðinn fyrir olíu. Rannsóknir eru komnar of skammt á veg og það virðist vera takmarkaður áhugi á að sinna þessu vandamáli. Á meðan olían er að klárast er notað (og hent) meira plast en áður og bílarnir eru stærri því allir þurfa jeppa. Svo má auðvitað bæta Kína og Indlandi við, löndum sem vilja sömu lífsgæði og Evrópa og Norður-Ameríka hafa leyft sér frá stríðslokum.
Ég veit ekki hvort það verður gaman að sjá hvernig við komumst í gegn um þetta vandamál, en það verður athyglisvert. Það er auðvitað viðbúið að það verði árekstrar þegar fólk slæst um síðustu dropana, eins og maður sér nú þegar í Írak, en það er vonandi að það fari ekki úr böndunum.
Ef fólk vill vita meira mæli ég með tveim heimildamyndum, "If the Oil Runs Out" frá BBC og "End of Suburbia".
16.6.2006 | 20:35
Gengið um lónsbotninn?
Það er verið að setja innstunguna í samband. Hinn dæmdi er sestur í stólinn. Það er bara eitt sem getur bjargað málunum núna, náðun fylkisstjórans. Lítil hætta á því, það var hann sem setti gildruna. Votur svampurinn, vatnið lekur...
Það er allavega svona sem ég hugsa um Kárahnúkavirkjun og lónið. Veit ekki hvort þetta sé kannski meira nauðgun en aftaka.
Ég ákvað í vetur að fara á fjöll í sumar. Það er um að gera að sjá svæðið áður en því er drekkt. Spurningn er, eru margir sem gera þetta? Ætla margir að nota sumarfríið, eða hluta af því, til að berja hið dauðadæmda land augum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2006 | 14:33
Á skjaldbökuát rétt á sér?
Ég sá heimildamynd um skjaldbökuveiðar og át í Indónesíu og þar í kring. Þetta var líkara splattermynd en heimildamynd. Ég fæ gæsahúð við að skrifa þetta.
Það sem þeir gera er að setja skjaldbökuna á bakið og skera hana úr skelinni. Henni er haldið lifandi eins lengi og hægt er því annars eitrast kjötið. Þær eru sem sagt fláðar lifandi.
Merkilegt að maður sjái ekki meira um þetta mál, því fá dýr fá að þjást eins mikið af manna völdum.
Þessi baka hefur kannski dáið of snemma.
![]() |
Tíu létust eftir neyslu skjaldbökukjöts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2006 | 19:04
Hvalveiðar - Moggapistill 8 ágúst 2003
Ég skrifaði þetta fyrir þremur árum þegar hvalveiðar voru fyrst á dagskrá. Maður hefur fundið fyrir því að ímynd Íslands hefur dofnað eitthvað síðan. Datt í hug að setja þetta hérna inn:
Hvaða þjóð hefur jákvæðustu ímynd í heimi? Ísland. Fólkið er fallegt og gáfað, landið er stórbrotið og tónlistin er sérstök.
Það er gaman að vera íslendingur í útlöndum. Allir eru svo spenntir yfir hvaðan maður kemur og vilja vita allt um land og þjóð. Er ekki ofsalega kalt? Þekkirðu Björk? Hvernig er það með þetta vetnisprógramm? Verða íslendingar orðnir óháðir olíu eftir nokkur ár?
Svo er það efnahagurinn. Meðan Evrópa og Ameríka engjast um og sjá ekki fram á efnahagsbata og velta fyrir sér hvað gerðist, meðan atvinnuleysi í stærstu löndum Evrópu skríður yfir 10%, eru íslendingar að græða sem aldrei fyrr. Virkjanir, hugmyndir og svo auðvitað fiskur.
Ísland er sem sagt eina landið í heiminum sem er að gera það gott. Ísland er kraftaverk. Lítil þjóð í stóru landi sem gengur betur en stærri þjóðir í smærri löndum. Ísland er líka laust við blóðuga fortíðina sem flest lönd þurfa að lifa við. Að mestu leyti allavega. Fyrir utan hvalina. En maður getur alltaf sagt að við séum löngu hætt að veiða hvali. Núna eyðum við milljónum í að flytja einn hval norður í haf svo að hann geti jafnað sig og gleymt grimmd kvikmynda og dýragarða. Núna förum við með túrista í hvalaskoðun og skiljum ekki af hverju við vorum að drepa þetta í den. Við græðum miklu meira á ferðamennskunni en hvalkjöti.
Þess vegna skil ég ekki hvað Alþingi var að hugsa þegar það ákvað að hefja hvalveiðar á ný. Meirihluti þjóðarinnar virðist líka standa á bak við þessa ákvörðun. Þetta er allt ofsalega einfalt. Útlendingarnir skilja þetta bara ekki. Það eru rúmlega 40 þúsund hrefnur við Íslandsstrendur. Mikið fleiri annars staðar í Atlantshafi. Hvaða máli skipta 38 hvalir? Þetta er innan við 0,1%. Hvalkjöt er gott og okkar færustu kokkar eiga eftir að sanna það fyrir yngri kynslóðinni. Svo er þetta bara í vísindaskyni. Við verðum að vita hvað þessi kvikyndi eru að éta. Til að byrja með, að minnsta kosti. Þetta er bara fyrsta skrefið í að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni. En verum ekkert að hafa allt of hátt um það. Þeta er allt í lagi. Hvað með það þó að nokkrir þýskir grænfriðungar fari í fýlu og rölti um götur Dusseldorf með grímur og málaða bómullardúka?
Vandinn er að þetta hefur ekkert með Greenpeace að gera. Heimurinn er allur á móti hvalveiðum. Bandaríkin hafa fitlað við orðið viðskiptaþvinganir. Stórverslanakeðjur í Evrópu munu hætta að selja íslenskar vörur vegna þrýstings frá viðskiptavinum. Ferðalangar munu fara til annara landa. Það er vitað mál að fólk sem heimsækir Ísland eru svonefndir ecotourists, þeir hrífast af náttúru, bæði plönu og dýraríki og fallegu landslagi. Þeir hafa hingað til séð Ísland sem ríki sem græðir upp landið, verndar villt dýr og setur upp þjóðgarða hér og þar svo að land haldist óspillt. Þeir hafa ekki áhuga á að fara í hvalaskoðun til að sjá uppáhalds dýrin sín skotin með nýju, fínu sprengiskutlunum. Ef þetta væru bara nokkrir hippar sem tíminn gleymdi, væri þetta kannski allt í lagi. En sannleikurinn er að íslendingar eru að fremja pólitískt sjálfsmorð á alþjóðavettvangi.
Hvers vegna? Er þetta þrjóska? Þjóðremba? Varla getur verið að þessi 38 dýr muni skila svo miklum arði í ríkissjóð að það sé þess virði að sverta ímynd Íslands á alþjóðavettvangi. Ekki sjá þeir fram á hvalveiðar muni skipta meiru máli en ferðaþjónustan? Hvers vegna er þá verið að buna sér út í þetta núna? Af hverju er verið að fórna Íslandi fyrir þennan málsstað? Við vorum orðin heimsborgarar. Hvenær ætla íslendingar að taka ofan lambhúshettuna?
VGA 8.08.2003
![]() |
Hvalaskoðunarsamtök Íslands mótmæla fyrirhuguðum veiðum á 50 hrefnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2006 | 15:16
Ameríkanar eru klikk...
Skemmtilegarnir, Ameríkanar. Að maður skuli hafa virt þessa þjóð. Það hefur sennilega fyrir tíma Gogga Runna.
Annars var það John Lennon sem söng "...first you must learn how to smile as you kill..." Þetta tekst bandaríska hernum svona þrælvel en svo kvarta þeir þegar fólk skemmtir sér með þetta. Þeir segja heiminum stríð á hendur, gera loftárásir, innrásir í tvö lönd og horfa til þess þriðja með slefið lafandi niður á höku. Svo kemur einhver hermaður heim, er auðvitað kolruglaður á því sem hann hefur upplifað og þeir fara í fýlu þegar hann lýsir því sem gerist í stríði.
![]() |
Bandaríska varnarmálaráðuneytið fordæmir tónlistarmyndband |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2006 | 18:06
An Inconvenient Truth
Er líf eftir tapaðar forsetakosningar? Það er ekki annað að sjá. Al Gore var aldrei í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér en það er ekki spurning að heimurinn væri í betri höndum undir hans leiðsögn. Varla hægt að bera hann saman við Texas-apann.
Þeir sem vilja vita hvað hann (ekki apinn) er að gera þessa dagana ættu að skoða þetta. Það ættu reyndar allir að sjá þetta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.6.2006 kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2006 | 08:38
Eru Íslandsvinir tímasóun?
Ég var að finna síðu Íslandsvina. Þetta er hópur sem lætur sér annt um náttúru Íslands. Hægt er að ná í lítinn bækling á síðunni þar sem sjónarmiðum þeirra er komið á framfæri. Þau koma með góð rök á móti stóriðju og mæli ég með að allir lesi þetta skjal, hvort sem þeir eru með eða á móti. Sé maður á móti frekari stóriðjuframkvæmdum styrkist mður í þeirri trú við lesturinn. Sé maður meðfylgjandi frekari framkvæmdum ætti maður að geta komið með mótrök. Ef svo er ekki, þá er kannski kominn tími til að hugsa málið.
Ég minntist á tímasóun í titlinum. Að berjast fyrir landi sínu er auðvitað hetjudáð, ekki tímasóun. Að vera annt um náttúru Íslands og jarðar yfirleitt ber vott um þroska. Svoleiðis sé ég það allavega. Þegar stjórnlaus græðgin tekur völd og öllu má fórna fyrir skyndigróðann ber það varla merki um þroska. Við erum að tala um skyndigróða því svo til öllum fyrirtækjum er stjórnað með skammtímasjónarmið í huga. Við verðum að græða í ár, segir frmkvæmdastjórinn, því annars missi ég vinnuna þegar fjárfestarnir pirrast. Það að stóriðja á Íslandi sé fjárfesting í framtíðinni er bull. Þesi fyrirtæki fara um leið og þau geta grætt meira annars staðar.
Hvað um það, tímasóun? Á síðu Íslandsvina er hægt að skrifa undir áskorun þar sem stjórnvöld eru beðin um að hætta frekari stóriðju og fara að einbeita sér að því að byggja upp þjóðina, gera Ísland samkeppnishæft á sviðum sem virkilega skila arði, að sjá til þess að íslendingur framtíðarinnar þurfi ekki endilega að vera verkamaður í verksmiðju. Það er auðvitað gott og gilt að standa að svoleiðis undirskriftasöfnun, en ég hef mínar efasemdir. Þó að 150.000 undirskriftir safnist, mun það skipta einhverju máli? Munu stjórnvöld snúa við blaðinu? Munu þau hætta við áform sem unnið hefur verið að áratugum saman eða verður þetta einfaldlega endurunnið og notað sem skeinibréf?
22.5.2006 | 19:58
Stefnumál Aðfaraflokksins
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2006 | 20:19
Ríkisstjórnin grátbiður, kjósið VG.
Það er furðuleg ríkisstjórnin sem grátbiður um að vera ekki endurkjörin. Það er bara vonandi að kjósendur heyri ekkann.
Alcoa aftur. Þeir vilja byggja annað álver, og svo annað og svo annað. Umhverfismál eru okkur mikilvæg eins og Kárahnjúkar, Trinidad og Rockdale sanna. Málið er að Alcoa er skítsama um umhverfið. Það eina sem Alcoa vill er rafmagn svo hægt sé að bræða ál. Það vill svo til að íslendingar eru meira en til í að eyðileggja landið fyrir Alcoa. Það er líka eins gott því heimskingjarnir í Trinidad og Tobago virðast ekki vera sama um sitt land (www.NoSmelterTNT.com) og fíflin í San Antonio, Texas eru svo frek að þau krefjast hreins drykkjarvatns (http://texas.sierraclub.org/newsletters/lss/Fall-99/alcoa.html).
Sem betur fer er Kathryn S. Fuller bæði í stjórn Alcoa og WWF og getur því komið í veg fyrir að þær grænmetisætur séu að skipta sér af hlutunum (http://en.wikipedia.org/wiki/Kathryn_S._Fuller). Fyrir utan það að hún og fleira Alcoa fólk er með puttana í Washington og hafa áhrif á bandarísk stjórnmál.
Hvenær ætla íslensk yfirvöld að skilja að þau eru að leika sér með eld? Þetta er fólk sem notfærir sér sakleysi (ignorance, ekki innocence) leiðtoga. Allavega vona ég frekar að íslensk stjórnvöld séu bara svona saklaus eða vitlaus en að þau séu að selja landið fyrir eigin gróða.
Mér sýnist vera ein staða í málinu og það er að kjósa ríkisstjórnarflokkana út, ekki bara á næsta ári heldur strax í næstu viku.
![]() |
Viljayfirlýsing um álver á Húsavík undirrituð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2006 | 20:11
Allir sammála um Kárahnjúka!
Náttúruverndarsamtök eru búið að tapa. HAHAHAHA!!! Við unnum, grænmetisæturnar töpuðu!
Af hverju þurfa lögfræðingar alltaf að tala eins og smábörn? Sumum er ekki skítsama um landið og reyna að koma í veg fyrir að það sé eyðilagt fyrir stundargróða fárra. Það er erfitt að berjast á móti erlendum risafyrirtækjum með skítnóg af seðlum og fólk í hæstu stöðum innan náttúruverndarsamtaka, sérstaklega þegar vissir stjórnmálamenn eru blindaðir af einhverju (veit ekki hvort það sé heimska, skammsýni eða græðgi svo ég er ekkert að segja um það).
Sem sagt, málinu er ýtt í gegn þrátt fyrir andstöðu þjóðarinnar sem hefði verið meiri ef spuninn og heilaþvotturinn hefði ekki virkað svona fjandi vel. Svo þegar búið er að vinna og trjáfaðmararnir geta farið heim kemur Friðrik Sophusson með smá salt og sítrónu í sárið, and I quote: Þá líti hann svo á að með þessu séu samtökin í raun að viðurkenna að virkjunin sé staðreynd sem ekki verði breytt."
Hvað segir maður við svona? Maður tekur bara undir og segir gott á þig, græni lúser...
Hvenær getum við eyðilagt meira og byggt Þjórsálver?
![]() |
Sjónarmið andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar lögð í hornstein aflstöðvar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)