Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stormur í vatnsglasi...

1. Reality Check. Það er alveg á hreinu að stærsta ógn sem vesturlandabúar búa við eru hryðjuverk. Allir verða að standa saman og vera á varðbergi, annars ná þeir að snúa á okkur. Þetta er allavega það sem maður á að trúa. Vissulega eru hryðjuverk vandamál, en þau eru illilega útblásið vandamál. Það er spurning með að skoða hvað hættan sé í raun mikil. Hvað deyja margir af völdum hryðjuverka að miðausturlöndum undanskildum? Er vandamálið eins slæmt og okkur er talin trú um?

2.  Mannréttindi. Merkilegt að það sem þessi nefnd á vegum hins mikla Evrópusambands sá mest að í íslenskri stjórnsýslu er að það er ólöglegt að svipta fólk mannréttindum. Ef einhver er grunaður um að vera viðriðinn hryðjuverk má ekki stinga honum í steininn eins lengi og einhverjum sýnist. Hann á rétt á réttarhöldum og að málið hans fari í gegn um dómskerfið eins og aðrir grunaðir. Það er merkilegt að framleiðendur barnakláms eiga meiri rétt erlendis en þeir sem hugsanlega hafa eitthvað með hryðjuverk að gera. Ég vona að íslendingar láti ekki ana sér út í einhvert stalíniskt stjórnarfar svo við getum "varið okkur" fyrir hættu sem kannski er og kannski ekki en stórýkt í öllu falli.

3. Björn Bjarnason. Hef ekkert um manninn að segja nema að hann reyndi að setja á stofn íslenskan her og nú þetta. Getur ekki einhver gefið honum einhvern slatta af tölvuleikjum eins og Civilization, Call of Duty of þess háttar svo hann geti svalað þessari þörf sinni án þess að draga okkur hin inn í þetta? Það getur vel verið að hann sé fínn ráðherra að öðru leyti, ekki hugmynd, svo ég fer ekki lengra út í það.

4. Sjálfstæði? Íslendingar börðust í aldir fyrir sjálfstæði. Þó er eins og það sé allt gleymt. Það er alveg sama hvers konar möppudýralæti og paranoia koma frá útlöndum, og þá sérstaklega Brussel, við étum það allt upp. Allt nema áfengið, sem enn er selt eftir úreltum góðtemplarareglum.  Hvenær ætla íslendingar að skilja að þeir eru fínir, landið er kúl og það er óþarfi að vera eins og allir hinir?

5. Olía og Guð. Er það ekki það sem málið snýst um? Vesturlönd þurfa olíu. Olían er að klárast og það litla sem eftir er, er undir fótum múslíma. Kína er að verða keppinautur um olíuna svo að nú er komin spenna í þetta. Vesturlönd (og þá helst Bandaríkin) finnst þau þurfa að tryggja að þau hafi óhindraðan aðgang að þeirri olíu sem eftir er. Það þýðir ekkert að ráðast á lönd og segja almúganum að þetta sé þeim fyrir bestu, að verið sé að tryggja þeim sómasamlegt líf í náinni framtíð. Fólk er yfir höfuð nógu samviskusamt til að finnast svoleiðis átroðningur óafsakanlegur. Að fara í stríð til að halda náunganum fátækum er ekki eitthvað sem fólk sættir sig við. Þá er bara eitt að gera, láta fólki finnast því vera ógnað. Allir vilja verja sig. Það vill svo skemmtilega til að þeir sem eiga olíuna eru múslímar og þeir hafa slæmt orð á sér. Þeir voru "óvinurinn" gegn um allar miðaldirnar og nokkrir fáráðir hafa gert mikið til að skemma orðstýr Islam á liðnum árum. Trúin er því notuð, eina ferðina enn, sem afsökun til að fara í stríð vegna græðgi fárra manna. 

over+out 


mbl.is Lagt til að stofnuð verði þjóðaröryggisdeild á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herinn að segja bless?

Ég geri ráð fyrir að ernirnir gráti það ekki þegar herinn yfirgefur landið.

Fyrst herinn er til umræðu, hvað átti annars að gera við gulu húsin sem eftir sitja? Hér er mín hugmynd:

Ég keyrði einhvern tíma í gegn um þorp varnarliðsins. Það var eins og að vera kominn í frí til Bandaríkjanna. Allt var öðruvísi. Umferðarljósin, kóksjálfsalarnir, göturnar. Þetta var eins og sixties America. Hvernig væri að lappa upp á þetta og setja upp risastórt kaldastríðs safn? 


mbl.is Herþotum flogið í lágflugi yfir Reykhólahreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu útbreytt er mansal?

Ég þýddi holllenska grein í gær þar sem koma fyrir nokkrar ágiskanir og tölur um útbreiðslu mansals í heiminum. Áhugasamir geta fundið greinina hér.

mbl.is Krefjast áætlunar um baráttuna við mansal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikmynd um það þegar slefandi gráðungur blekkir, misþyrmir og auðmýkir...?

Voðaleg fyrirsögn. Fann þetta á hollenskri síðu sem berst gegn mansali, þ.á.m. innflutningi fallegra austur-evrópskra táningsstelpna sem gaman er að leika sér að. Ég hef gengið með þá hugmynd lengi að gera heimildamynd um þetta málefni. Maður þarf að vanda sig og reyna að koma sér ekki í vandræði. Leiðinlegt að finna sig inni í sundi með pissóðum pimp beð byssu eða hníf. En eins og ég segi er þetta málefni sem þarf að skoða betur, ræða og reyna að vinna gegn.

Þýðingin er mín svo ef þetta hljómar bjánalega er það mér að kenna:
Það er ekki vitað nákvæmlega hvað mansal er útbreitt. Það er áætlað að milli 700.000 og 2.000.000 konur og börn séu árlega seld, þ.á.m. eru 175.000-200.000 konur og börn frá austur Evrópu seld beint í kynlífsiðnaðinn í vestur Evrópu. Gert er ráð fyrir að um 200 milljónir manna lifi í þrældómi í heiminum í dag.

Þessar tölur eru fengnar úr ritinu "Nationaal Rapporteur Mensenhandel (2002, bls. 6)" og eru áætlun byggð á skýrslum ýmissa hjálparstofnana. Það er auðvitað erfitt að sanna þær þar sem þessi starfsemi fer yfirleitt fram bak við lokaðar dyr þar sem yfirvöld sjá ekki til. Af ýmsum ástæðum er líka sjaldgæft að fórnarlömb mansals komi fram og biðji um aðstoð eða segi sögu sína.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna gefur árlega út skýrslu, The TIP Report (Trafficking In Persons Report), þar sem alþjóðlegt mansal er tekið fyrir og lönd eru skoðuð með tilliti til þess hvernig þau taka á mansali. Í 2004 útgáfunni er gert ráð fyrir að 600.000-800.000 manns sé flutt á milli landa árlega. Áttatíu prósent eru konur og 70% þeirra lenda í kynlífsiðnaði. Giskað er á að tala fólks sem selt er innan eigin landamæra sé tvær til fjórar milljónir á ári.

Eins og sagði er ómögulegt að sanna þessar tölur. Þær geta verið lægri eða hærri, en það er engin spurning að þetta er risavaxið vandamál og blettur á samvisku mannkyns.

Big Brother is watching...

Hvað á að halda þessu hryðjuverkadæmi gangandi lengi? Þeir virðast geta hlerað síma, rænt fólki, gert fingrafara- og augnaskönnun skylduga (ég og ég komst persónulega að) og nú er verið að rekja peningasendingar. Þetta væri kannski allt í lagi ef við værum sífellt í hættu, en það er bara ekki svoleiðis.

Einhverstaðar heyrði ég að helmingi fleiri, eða voru það þrisvar sinnum fleiri eða meira, deyja árlega eftir að hafa orðið fyrir eldingu en af völdum hryðjuverka. Þetta er sem sagt hætta, en það er verið að ýkja hana all hrottalega. Það er mjög vafasamt að 9/11 sagan sé eins og Bush og vinir eru að segja hana, stríðið í Írak hefur ekkert með hryðjuverk að gera og það er sannað. Patriot Act, það er uskondin lög. Stjórnarskráin er bara einhver pappíssnefill, eins og Bush sagði sjálfur.

Það er bara vonandi að þeir svindli ekki aftur í næstu kosningum og að hver sem tekur við af Texapanum sé ekki eins veruleikafirrtur... 


mbl.is Bush gagnrýnir uppljóstranir New York Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver drap rafbílinn?

Fyrst maður er á svona eco-trippi...

Who Killed The Electric Car? 


Colbert - valdamesti maður heims?

Ég hef gaman af því að horfa á The Daily Show þegar ég er í Bandaríkjunum. Fastur þáttur er The Colbert Report, fréttaskýringar sem líta út fyrir að vera alvara en er hárbeitt grín.

Það má segja að Stephen Colbert hafi náð hátindi ferils síns í lok apríl þegar honum var boðið að tala í árlegri veislu í Hvíta Húsinu sem haldin var til heiðurs fréttamönnum. Forsetinn sat undir ískaldri gagnrýni í hálftíma án þess að geta gert neitt í því. Hann brosti til að byrja með en var orðinn stjarfur undir lokin. Sennilega einn versti hálftími í forsetatíð W.

Þetta ættu allir að sjá: http://video.google.com/videoplay?docid=-869183917758574879 


2000 kall á Selfoss

Þreföldun besnínverðs yrði spennandi. Á Íslandi yrðu áhrifin takmörkuð, 1760 krónur að keyra á Selfoss miðað við 320 kr. á lítran og 10 lítra á hundraðið. Það myndi kosta hátt í hálfa milljón að fara hringinn.

En eins og ég sagði er þetta ekkert stórmál. Sum lönd nota olíu til húshitunar og þau eru í djúpum...

Það er bara að vona að Pinky and the Brain sjái að sér. 


mbl.is Stríð við Íran gæti þrefaldað olíuverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ál á Íslandi er út í hött og hér er sönnunin!

Hvað eru sterkustu rök þeirra sem eru fylgjandi álframleiðslu á Íslandi? Það er svo vistvænt. Við getum framleitt ál án þess að skemma jörðina. Við erum bara hreinlega að redda öðrum jarðarbúum, og þakki þeir fyrir sig.

Hljómar allt vel. Bömmer að það þurfi að sökkva svona miklu landi, en þetta er okkar fórn fyrir heiminn. Hljómar vel, en þetta er bull. Alcan missir þriðjung framleiðslunnar í fjóra mánuði en það er allt í lagi því það er minna en eitt prósent af ársframleiðslu Alcan!

Málið er að Ísland er pínulítið í þessu máli eins og öðrum. Við erum ekki að redda neinu með því að menga og eyðileggja íslenska náttúru. 


mbl.is Framleiðslutap í Straumsvík minna en 1% af ársframleiðslu Alcan Inc.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðin...

Það hefur verið í tísku að spá fyrir um hemsenda síðan Biblían var sett saman á þriðju öld og opinberunarbókin náði almennri dreifingu. Heimsendir hefur reyndar verið vinsæll mikið lengur en það. Það var hins vegar opinberunarbókin og síðar Nostradamus sem gerðu heimsendi að stórstjörnu. Fólk flykktist í kirkju í lok árs 999, en ekkert gerðist. Við höfum misst af ótal heimsendum síðan, nú síðast fyrir sjö árum, árið 1999. Það breytir engu, það er komið nýr kandidat. Dagatal Maya endar árið 2012 svo að við vonum það besta.

Það er hægt að brosa við trúarlegum heimsendum sem aldrei koma. Er það ekki bara svo að mannskepnan skilur ekki óendanleika, skilur ekki að jörðin geti haldið áfram að þróast í milljónir ára? Kannski, en það er kaldhæðnislegt að þegar við erum að byrja að skilja heiminn og að heimsendir sé heimatilbúin saga og að Guð og Kölski komi sennilega alls ekki til jarðar til að útkljá sín mál, einmitt þá byrjum við að sýna tilþrif. Við þurfum engan Guð til að refsa okkur. Við getum það sjálf.

Heimsstyrjaldirnar tvær voru sönnun þess að við getum ekki bara eytt okkur sjálfum og öllu í kring um okkur, heldur líka að við erum tilbúin til þess. Ef málsstaðurinn er nógu góður sjáum við ekkert því til fyrirstöðu að sprengja mann og annan. Svo verður þetta hverfi og annað, borg, hérað, land, heimsálfa. Það er nefnilega þannig að "once you pop, you can't stop", það er engin leið að hætta. Þeir sem trúa því ekki geta prófað að sofa lítið og byrja að kvarta yfir óhreinu glasi sem skilið var eftir á stofuborðinu. Smámál sem engu máli skiptir, en ef jarðvegurinn er frjór verður það að stórrifrildi og endar jafnvel með skilnaði.

Hvað um það. Eitt af okkar heimatilbúnu vandamálum er umhverfið, mengun og gróðurhúsaáhrif. Sumir brosa og segja það vera hið besta mál að það hlýni um gráðu eða þrjár. En það er með þetta eins og annað, alltaf skal eitthvað skemma fyrir manni gamanið. Ef norðurpóllinn og stór hluti Grænlandsjökuls bráðnar fyllist Norður Atlantshafið af ísköldu ferskvatni. Þetta mun standa í vegi fyrir Golfstraumnum. Hann mun hörfa og sennilega fara beint yfir hafið í átt að Afríku í stað þess að fara norður í haf og ylja okkur. Þetta myndi gera Ísland óbyggjanlegt á örfáum misserum og norður Evrópu all hryssingslega. Nættúran færi úr skorðum og gríðarlegur flóttamannavandi yrði til. Þetta hljómar eins og vísindaskáldsaga um dómsdag, en Golfstraumurinn hefur hægt á sér um 30% á síðustu 40 árum. Hvað svo sem gerist er það þess virði að skoða þetta mál og taka það alvarlega.

Annars er það ekki eina vandamálið sem við stöndum frammi fyrir. Djúsinn er að klárast. Við getum sennilega haldið áfram að lifa áhyggjulaust í nokkur ár í viðbót, en það má segja að heimsendir sé í nánd. Þetta er ekki spádómur, þetta er raunveruleikinn. Olían er blóð iðnríkjanna og án hennar lifum við ekki. Við eigum einhverja áratugi eftir miðað við notkunina eins og hún er í dag. Við hefðum sennilega tíma til að þróa nýja tækni til að taka af versta fallið. Vandamalið er hins vegar að olíunotkun stendur ekki í stað. Gert er ráð fyrir að olíunotkun á vesturlöndum muni tvöfaldast á næstu 10 árum. Bætum svo við löndum eins og Kína og Indlandi sem vilja ná sömu lífsgæðum og við, þá er augljóst að við erum að sigla í strand. Spurning hvort maður nái áratugi áður en við lendum í vandræðum og olíuverð tvöfaldist eða meira. Spurning hvort að olían klárist hreinlega á næstu 20 árum.

Við erum sem sagt að nálgast heimsendi. Ekki í þeim skilningi að það muni rigna ösku og brennisteini og aðeins hinir hjartahreinu komist af. Það er líklegra að þessi heimsendir verði líkari falli Rómarveldis. Það mun taka einhvern tíma fyrir samfélagið að liðast í sundur. Það munu verða átök meðan lönd berjast um síðustu dropana (eins og sést nú þegar í Írak). Það mun sennilega koma til matarskorts. Frumskógarlögmálið mun ráða ríkjum. Eða hvað?

Það er auðvitað líka möguleiki að við tökum höndum saman, horfumst á augu við vandann í staðinn fyrir að stinga hausnum í sandinn. Við erum sennilega orðin of sein til að komast í gegn um þetta breytingaskeið án þess að finna fyrir því, en kannski höfum við enn tíma til að redda málunum án þess að fara aldir aftur í tímann. Það fer allt eftir því hvernig og hvort tekið er á málunum. Þetta er svipað og með krabbamein. Ef það greinist nógu snemma og er meðhöndlað er yfirleitt hægt að lækna það. Ef við lokum augunum í afneitun, hræðslu eða þröngsýni og gerum ekkert fyrr en vandamálið er farið að krefjast þess, þá erum við orðin of sein.

Eins og athugasemd Hafþórs H. Helgasonar í fyrradag: álið er ekki málið heldur vetni. Það er smá dropi í hafið, en betri er dropi en...  Og svo eins og minnst var á síðast, ef fólk vill vita meira mæli ég með tveim heimildamyndum, "If the Oil Runs Out" frá BBC og "End of Suburbia" og svo An Inconvenient Truth.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband