13.5.2006 | 11:15
Bílar
Í dag er bíladagurinn hjá okkur. Gamli, trausti Nissan Sunny flaug í gegn um skoðun þó aldraður sé. Hann er nefnilega ekkert lúinn, keyrður 53950km síðan 1992. Hann er svo einfaldur að það getur svo sem ekkert bilað. Svo borgaði ég ekki nema hundraðþúsundkall fyrir hann fyrir ári síðan, minna en hefur farið í viðgerðir á hinum bílnum...
...sem er Daewoo Lanos 1997. Maður var bara nokkuð sáttur með Kóreu tíkina sína, enda tiltölulega ódýr. Þangað til í fyrra þegar spindilkúla veiktist, bremsurnar klikkuðu, heddpakningin fór, pústið gaf sig og nú er loftkælingin (nauðsynleg hér, 28 stig í dag) að rífa kjaft. Sem sagt kominn tími til að losa sig við tíkina. Þannig að...
...í dag var fjárfest. Tvöhundruðþúsundkall á milli og við eigum Rover 416, 1998. Gamall kannski, en lítur út eins og nýr, British Racing Green (en ekki hvað?) verður þrifinn hátt og lágt, settur í gegn um skoðun og allt sem kann að vera að lagfært. Og svo þriggja mánaða ábyrgð. Allt gott og Lanosinn er history.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2006 | 09:52
Síðasta messan...
Ég settist niður, á sálmabók. Ég lyfti mér vandræðalega og fjarlægði hana. Gamla konan sem sat við hliðina á mér leit á mig með fyrirlitningu. Ég hélt að sálmarnir væru prentaðir á A4 með skemmtilegri klippart nú til dags, sagði ég og brosti. Hún leit í hina áttina og tuldraði eitthvað sem ég skildi ekki. Fyrirgefðu? Ekki síðan pappírsskömmtuninni var komið á! Helvítis kínverjarnir þurfa víst að skeina sér líka. Einmitt það, ég vissi það ekki. Þetta breyttist fyrir sjö árum, ég ætti að fara oftar í kirkju. Já, kannski. Trébekkurinn var ekki lengi að láta finna fyrir sér og afturendinn sveið. Þetta átti kannski að vera "helvíti nær í afturendann á þér-hermir".
Presturinn gekk hægt upp að altari. Hann baðaði út höndum og leit upp á altaristöfluna. Ég man að einhvern tíma voru altaristöflur málverk af Ésú í ýmsum stellingum. Ein er mér minnisstæð úr æsku, sennilega vegna þess að ég fékk martraðir eftir að hafa farið í kirkju. Það var Ésú á krossinum og einhverjur rómverjar að pota í hann. Seinna skildi ég ekki af hverju hann lemdi þá bara ekki eins og Ástríkur og Steinríkur.
Friður sé með yður og um alla jörð! rumdi í presti. Ég hrökk upp úr hugsunum mínum og sálmabókin datt í gólfið. Konan leit á mig aftur. Presturinn snéri baki í söfnuðinn. Ég tók up bókina og prestur sagði troðið eigi Guðs orði í svaðið og hafið eigi að spé-i. Hann snéri sér við og horfði alvarlegur á söfnuðinn. Mig, fannst mér.
Drottinn er minn féhirðir! Hann mun ekkert skorta! Ég var að fara yfir um. Ekki spurning. Prestur lét hendur falla og orgeltónlist tók við. Ég leit laumulega útundan mér á gömlu konuna. Hún sat með andlitið grafið í sálmabók og raulaði með. Hún leit upp og starði á mig með forundran. Ég brosti aftur og tók mér sálmabók í hönd. Ég fletti eins og óð fluga fram og til baka og fann sálminn um það bil sem síðasta línan var endurtekin í síðasta skipti.
Prestur leit upp. Eins og við öll vitum var faðirinn, sonurinn, vinurinn... pása... sem hér liggur... pása... okkur öllum kær. Hann var öllum góður, vildi öllum hjálpa, var fyrstur til að standa upp í strætó fyrir gömlum konum. Gamla konan leit á mig með fyrirlitningu og baulaði eitthvað ofaní sálmabókina sem hún hélt ennþá á. Ég hagræddi mér. Bekkurinn var að gera sitt besta sem helvítis-hermir. Mig svimaði. Einhver snökti fyrir aftan mig.
Hann var forkvöðull og hjartahlýr. Einhver hóstaði. Gjafmildur... einhver annar hóstaði meira. ...og allir gengu að opnum dyrum heima hjá honum. Kirkjan hljómaði eins og holdsveikraspítali, þó héldust nefin á andlitunum hér þegar hóstað var.
Svona gekk þetta lengur en ég nenni að segja. Þó var eitt sem ég skildi ekki og skil enn ekki. Presturinn talaði ekki bara um Ésú heldur minntist hann líka á mig nokkrum sinnum. Ekki veit ég hvers vegna því að ekki tel ég sjálfan mig til dýrðlinga. Reyndar hef ég ekki hugmynd um hvað ég var að gera í kirkjunni þennan dag. Það hefur sennilega verið ástæða fyrir því en ég man það ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2006 | 20:11
Allir sammála um Kárahnjúka!
Náttúruverndarsamtök eru búið að tapa. HAHAHAHA!!! Við unnum, grænmetisæturnar töpuðu!
Af hverju þurfa lögfræðingar alltaf að tala eins og smábörn? Sumum er ekki skítsama um landið og reyna að koma í veg fyrir að það sé eyðilagt fyrir stundargróða fárra. Það er erfitt að berjast á móti erlendum risafyrirtækjum með skítnóg af seðlum og fólk í hæstu stöðum innan náttúruverndarsamtaka, sérstaklega þegar vissir stjórnmálamenn eru blindaðir af einhverju (veit ekki hvort það sé heimska, skammsýni eða græðgi svo ég er ekkert að segja um það).
Sem sagt, málinu er ýtt í gegn þrátt fyrir andstöðu þjóðarinnar sem hefði verið meiri ef spuninn og heilaþvotturinn hefði ekki virkað svona fjandi vel. Svo þegar búið er að vinna og trjáfaðmararnir geta farið heim kemur Friðrik Sophusson með smá salt og sítrónu í sárið, and I quote: Þá líti hann svo á að með þessu séu samtökin í raun að viðurkenna að virkjunin sé staðreynd sem ekki verði breytt."
Hvað segir maður við svona? Maður tekur bara undir og segir gott á þig, græni lúser...
Hvenær getum við eyðilagt meira og byggt Þjórsálver?
![]() |
Sjónarmið andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar lögð í hornstein aflstöðvar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2006 | 12:37
Aðfaraflokkurinn
Það má vera að maður sé orðinn of seinn að ná sér í vinnu eftir þessar kosningar, en það eru aðrar eftir ár og þar eru sennilega betri störf í boði. Ég hef því ákveðið að stofna flokk. Eftir mikil heilabrot datt ég niður á nafnið Aðfaraflokkurinn. Nafnið er byrjun og nú skal velta fyrir sér hvaða málefni maður hefur áhuga á og hver afstaða manns er.
Eins og alþjóð veit hef ég verið búsettur erlendir um árabil. Það liggur því ljóst fyrir að ég á erindi á Alþingi því glöggt er gests augað. Einnig er ég að komast á þann aldur að ég líti trúverðuglega út í jakkafötum, nú og svo það að aðra vinnu er ekki að fá á þessum aldri. Ég virðist ekki vera að missa hárið og fitan er ekkert of áberandi ef fötin eru vel hönnuð. Þetta kemur sér allt vel í kosningabaráttunni þegar maður þarf að sjarmera sjónvarpsáhorfendur.
Ég tel sjálfan mig nokkuð skemmtilegan en á það til að láta ekki á því bera á almannafæri. Ég er vel lesinn, veit töluvert mikið og get sennilega staðið mig þokkalega í kappræðum svo lengi sem mótmælandinn fer ekki of mikið í taugarnar á mér. Þá á ég til með að móðga og blóta. Þetta gerist þó ekki mjög oft svo ég sé þetta ekki sem neitt sérstakt vandamál.
Það held ég. Við erum komin með flokk og formann. Nú er bara að búa til stefnumál. Ég trúi á lýðræði og bið ég lesendur því að koma með uppástungur. Ég vil líka taka það fram á ég á afmæli í dag og þætti mér það leiðinlegt með eindæmum ef engin svör fengjust.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2006 | 13:16
Klepra?
Af hverju gerum við hluti sem við viljum ekki gera? Nú er ég ekki að tala um glæpi eða kúkát í sjónvarpi heldur hversdagslega hluti. Það þarf að vaska upp og þvo fötin sín af og til, að minnsta kosti er það æskilegt. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvers vegna sitjum við í búri þó að við séum sjálf með lykilinn?
Ég sit hér inni á loftræstri skrifstofu í Amsterdam og horfi út um gluggann. Ekki mikið að sjá svo sem, grá gata og grá hús í ljótu skrifstofuhverfi. Ég var úti rétt áðan og það er steikjandi hiti. Nú sit ég hér og hugsa, ekki um IBM tölvur eða "lausnir" eins og ætti að vera að gera, heldur hvað í ósköpunum ég sé að gera hérna. Ég er að byggja up kvikmynda framleiðslu, ég er að undirbúa stuttmynd. Það er allt voða skemmtilegt, en ég er samt að vinna á þessari skrifstofu. Það borgar reikningana, er traust innkoma, ég fer ekki á hausinn meðan ég "má" koma í vinnuna. Samt spyr ég mig, við hvað er ég hræddur? Hvað gerist ef ég fer bara og er alfarinn? Fer ég á hausinn, finn ég aðra og skemmtilegri vinnu eða dey ég kannski úr vannæringu útá gangstétt? Hrekst ég kannski aftur til Íslands?
Það sárfyndnasta við þetta er að þjóðfélagið byggir á þessari hræðslu við að gera það sem mann langar til. Það er alltaf sagt, "fylgdu draumnum þínum", "þú er sérst(ök(akur))", "lífið er til að njóta þess". Bla bla bla. Af hverju er þjóðfélagið þá byggt upp frá grunni með það í huga að fá sem flesta vinnumaurana til að vinna, hugsa ekki "out of the box" of vera ekki með einhverja vitleysu eða stæla? Þetta er svona "þegiðu og haltu áfram að vinna" nema að við erum orðin svo sniðug að við látum fólk halda að það vilji þetta sjálft.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2006 | 19:57
Nafnspjöld
Ég er að fara að láta prenta nafnspjöld. Þetta er Blogg-Exclusive! Ég er bara að setja þetta hérna svo að fólk geti kannski komið með athugasemdir. Segið mér endilega hvort þetta sé í lagi eða hryllilega hallærislegt. Myndin sem ég notaði er atriði úr mynd sem ég gerði í fyrra. Hugmyndin er að í hvert skipti sem ég læt prenta ný nafnspjöld noti ég nýja mynd.
Þetta er glanshliðin. Þessi hlið verður með lakkhúð:
Þessi hlið (að neðan) verður mött:
Hvað finnst fólki svo?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2006 | 19:56
Kvikmyndagerð II - Frumsýning og undirbúningur
Þetta var góður dagur. Fór í heimsókn til kunningja míns að sjá heimildamyndina hans frumsýnda í sjónvarpi. Ég var búinn að sjá hana á sérstöku "screener" kvöldi þar sem ég hjálpaði aðeins til við gerð hennar. Við sátum þarna fjórir og horfðum á þetta. Gaman að sjá eigin verk sent út en maður finnur alltaf smá fiðring af og til. Þetta hefði mátt vera betra. Hljóðið þarna var ekki nógu gott. Innstungan á veggnum bak við viðmælandann er bjánaleg. Þetta eru þó sennilega hlutir sem aðrir sjá ekki.
Svo var rætt umframtíðina. Við verðum að vinna meira saman, setja kannski upp einhverskonar "collective". Það er alltaf gott að deila hugmyndum. Svo á einn góða kvikmyndatökuvél, annar góðar klippigræjur, einn semur tónlist og allt það.
Annars er stuttmyndin það sem ég er mest að hugsa um þessa dagana. Tökur fara fram eftir þrjá manuði og ég þarf að finna aðalleikkonu. Þetta reddast allt saman. Nóg af valkostum ef ég bara byrja að leita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2006 | 09:25
Vinstri Grænir eru hlægilegir!
Vistri (kommar) Grænir (hippar eða viðvaningar). Það er allavega það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þetta fyrirbæri í útlandinu fyrir mörgum árum. Ég hafði auðvitað rangt fyrir mér. Ég var hinn sauðsvarti almúgi sem búið var að heilaþvo. Það er nefnilega svo auðvelt að vinna stig með því að gera andstæðinginn hlægilega. Á meðan andstæðingurinn er tréfaðmari (treehugger) g nýaldar skýjaglóður getur maður sjálfur verið alvörugefinn og mark takandi á manni. Þetta er aldagömul aðferð og hún virkar enn.
Þegar maður fer að sjá í gegn um spinnið koma skemmtilegust hlutir í ljós. Auðvitað þurfum við virkjanir og álver! Ekki lifum við á grasi og fallegu útsýni! Það er eins og alvöru kommarnir, þeir sem vilja byggja upp iðnaðarsamfélag í anda Stalins og vina, séu á miðjunni og til hægri. Það skiptir ekki máli hvað verður um landið, svo lengi sem "við" sjáum heilsusamlegt peningaflæði.
Ég sá nýlegt dæmi um hlátursmeðferð. Þ.e.a.s. gera einhvern svo fáránlegat og ótrúverðugan að fólk tekur hann ekki alvarlega. 11. september var mikill sorgrdagur. Hvað gerðist í alvöru, enginn veit. Sagan eins og hún er sögð af Hvíta Húsinu gengur ekki upp. Það er svo margt sem stangast á við náttúrulögmál og annað að maður veit ekki hverju skal trúa. Samt er maður ekkert að tala um það opinberlega ef nafn manns er þekkt. Ástæðan er einföld. Maður verður tekinn í gegn og kjöldreginn. Sjáum til dæmis Charlie Sheen. Hann kom fram í sjónvarpi og krafðist þess að Washington kæmi út úr skápnum og segði söguna eins og hún hefði gerst. Hvað gerist? Viku seinna er hann sakaður um að hafa beitt fyrrverandi konuna ofbeldi. Tilviljun? Kannski, kannski ekki. Betra að gera hann hlægilegan en að svara spurningunni?
Svona er þetta með svo margt. Í stað þess að svara spurningunni er fólk gert ótrúverðugt meðan þeir sem vandamálið snýst um gerast alvöruþrungnir og "traustsins virði".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2006 | 21:26
Er ég svona vitlaus?
Ég skil ekki hvað er í gangi. Maður les fréttir um álver og flugvelli. Þetta er allt voða dýrt, kostar milljarða en er bráðnauðsynlegt. Annars förum við á hausinn. Herinn er að fara svo að við verðum að passa okkur. Annars förum við á hausinn.
Það hefur verið mikið rætt um álver og ætla ég ekkert að segja neitt meir um það, ekki núna. Löngusker. Það er eitthvað sem ég skil ekki. Af hverju er expé að tala um flugvöll á Lönguskerjum? Af hverju ekki að nota Keflavík? Það tekur 20 mínútur að keyra þetta og völlurinn er vannýttur nema snemma á morgnanna og um kaffileytið.
Hvar eru Löngusker anyway og hvað gerir þau betri en Keflavík? Hvað mun nýr flugvöllur kosta og er betra að eyða því fé í samgöngur til Keflavíkur? Af hverju þarf suðvesturhornið tvo stóra flugvelli?
Ef við erum að byggja stíflur og álver út um allt til að fara ekki á hausinn, af hverju erum við þá svona æst í að borga rekstur tveggja flugvalla? Er þetta bara Framsókn (exbé, sorrí) eða er ég svona gjörsamlega úr takt við þjóðina?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2006 | 16:36
Orðalag Moggans?
Af MBL.is: "Jónas sagði í dómnum í dag, að hann hefði ekki verið undir stýri bátsins þegar hann lenti á skerinu, heldur einn farþeganna sem lést í slysinu."
Sjá: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1199854
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)