Lygar

Arabíska vorið er að breytast í vetur. Túnis má kjósa og það er í sjálfu sér gott. Kosningaþáttaka er um 80% sem er framar vonum. En... og það er stórt en. Sá flokkur sem flest atkvæði virðist fá er íhaldssamur trúarflokkur sem vill innleiða sharia lög. Það er talað um nýja stjórnarskrá. Á hverju verður hún byggð? Og hvað gerum við, vesturveldin, ef túnisar kjósa yfir sig hóp öfgamanna? Nú eru "frelsarar" Líbýu að tala um sharía. Til hamingju, NATÓ.

Í vikunni var því lýst yfir að Líbýa væri frelsuð undan oki Gaddafi. Harðstjórinn er dauður. Gott mál, því það hefði verið ansi erfitt fyrir NATÓ að svara fyrir þá stríðsglæpi sem við höfum orðið sek um. Að svara því hvernig stjórn sem innleiddi heilbrigðis- og skólakerfi sem Bandaríkin geta ekki státað sig af og Evrópa er að skera niður gat verið verri en þeir öfgamenn sem nú munu komast til valda.

Málið er að óþekkir "harðstjórar" gátu verið pirrandi því þeir hlustuðu ekki alltaf á okkur. Þeir gerðu það sem þeir vildu, oft það sem þeim fannst vera betra fyrir sína þjóð. Þeir voru ekki algóðir, langt í frá. Gaddafi og Saddam voru báðir morðingjar. En það eru fleiri. Við og vinir okkar í öðrum löndum meðtalin.

Ástæðan fyrir innrásunum í Írak og Líbýu hafa ekkert með mannúðarmál að gera. Þau hafa allt með olíu, gull og deyjandi heimsveldi að gera. Við virðumst vera að steypa okkur út í alheimsstríð til að verja peningakerfi vesturlanda, sem er úr sér gengið.

Við höfum alltaf trúað að ef alheimsstríð brytist út, yrðu það vondir kallar frá öðrum löndum sem við þyrftum að verjast gegn. Við yrðum alltaf góðu bandamennirnir. En við erum að setja stríðið af stað. Við erum að gera innrásir í önnur lönd. Við erum nasistaþýskaland 21. aldarinnar. Og alveg eins og þýska þjóðin á sínum tíma, erum við að falla fyrir lyginni.

Ég læt tvö myndbönd fylgja með. Annað útlistar ástæðurnar fyrir innrásinni í Írak. Hitt er vitnisburður sjónarvotts, fréttakonu sem sá eyðilegginguna og drápin sem við, vesturveldin, NATÓ stóðum fyrir. Þetta stríð var háð í okkar nafni. Okkur ber skylda til að skilja hvað er í gangi. Gerðu þér þann greiða að horfa á þessi myndbönd. Mundu að Ísland studdi bæði stríðin í Írak og Líbýu.

 

 


mbl.is Líbíumenn taki upp sjaríalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steve Jobs - snillingur

Fyrsta Apple tölvan sem ég komst í kynni við var upphaflegi Makkinn hjá vinkonu mömmu. Fórum þangað í heimsókn og þarna stóð hann. Lítill skjárinn í svart-hvítu. Ég fékk að leika mér með tölvuna og reynslan skildi eitthvað eftir sig.

Systir mín var seinna með Makka á heimilinu. Frábær tölva. Ég átti auðvitað PC ens og allir, en Makkinn hafði eitthvað sem ég gat ekki útskýrt.

Það var svo 2004 að ég fór að læra kvikmyndagerð. Þurfti Makka til að geta notað Final Cut Pro. Keypti notaðan PowerMac. Ég myndi auðvitað nota ThinkPad tölvuna í allt annað, enda ein af betri gerðunum með skjá í hárri upplausn og fleira gott. Örfáum vikum seinna var eg hættur að nota IBM tölvuna og var farinn að nota Makkann í allt. Ekki bara klippingar.

Ég þurfti ferðatölvu og keypti mér tólf tommu PowerBook. Besta tölva sem ég hafði átt. Hún var notuð einhverja klukkutíma á dag í sex ár og aldrei hikstaði hún. Hún var seld siðasta sumar þegar ég keypti MacBook Pro. Ég sakna gömlu tölvunnar og sé eftir að hafa selt hana. Ekki að hún nytist mikið í dag. Hún myndi ekki ráða við forritin sem ég er að nota í dag, en hún var orðin vinur. Sex ár er langur tími og hún klikkaði aldrei.

Það er erfitt að útskýra hvað gerir Makkann svona sérstakan. Betra viðmót? Fallegri hönnun? Það að hlutirnir virka bara? Ég náði mér í Final Cut Pro X um daginn. Var forvitinn. Allir virðast hata þetta forrit. Allt of mikil breyting frá síðustu útgáfu. Allt of einfalt. Vantar í það. Er leikfang, ekki "pro". Ég varð að prófa. Ég horfði á skjáinn og skildi ekkert. Hafði gert stuttmyndir, myndbönd og klippt heilu hljómleikamyndirnar á Final Cut Pro, en ég sat bara og horfði á skjáinn. Beit þó á jaxlinn, skrifaði örstutt handrit, hringdi í leikkonu og við tókum upp stuttmyndina White Roses. Tók mig hálfan dag að læra grunninn í nýja klippiforritinu og klára myndina. Gerði svo tónlistarmyndband um helgina. Ég skyldi nota Final Cut Pro X, ekki eldri útgáfuna. Það virkaði vel og eftir þessi tvö verkefni hef ég engan áhuga á að fara til baka. Það nýja er leiðin fram á við.

Og svona var Steve Jobs. Aldrei hræddur við að taka skref fram á við. Fólk horfðu stundum í forundran, hvað er hann að gera? Þetta verður flopp. Og vissulega klikkaði hann af og til. En fyrirtækið sem hann byggði upp, tölvurnar, stýrikerfið. Steve breytti heiminum með því að fara slóðir sem engum datt í hug að fara, taka áhættur sem hefðu getað sett hann og Apple á hausinn. Hann hafði sýn, trúði á hana og kom henni í framkvæmd.

Steve Jobs verður saknað. Hvernig mun Apple breytast? Hvaða áhrif mun fráfall hana hafa á okkur Apple notendur? Sjáum til.

Læt myndbandið fylgja með.

 

Afsaka innsláttarvillur og annað. Skrifaði þetta hratt og fór ekki yfir, því ég er að verða of seinn í vinnu!!! 


mbl.is Steve Jobs látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bull...

Nýji iFónninn lýtur eins út og sá gamli. Hann er með sömu skjáupplausn, eftir því sem ég best veit. Hann heitir það sama, fyrir utan essið. Held að það sé allt sem þessir símar eiga sameiginlegt. iPhone 4S er nýr sími. Svikin eru að nota sömu skel og kalla hann 4S, frekar en 5.

Hvað um það. Ég var að gera myndband og læt það fylgja með. Fyrir áhugasama get ég deilt iPhone skrá.

 


mbl.is iPhone-aðdáendur illa sviknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband