3.5.2006 | 10:26
Verði blogg...
...og Ésú sagði, "pabbi kveikti ljósin". Gaman að byrja fystu bloggfærslu lífs míns á Guðlasti. Ég vildi segja verði ljós en það er svo ofnotað. Enda hefur blogg ekkert með ljós að gera nema kannski að fólk sé að reyna að komast inn í sviðsljós veraldarinnar.
Blogg eru trikkí. Anne Frank skrifaði dagbók. Hún hefði auðvitað haldið úti bloggi, hefðu Germanirnir ekki verið á hælum hennar. En hvað með alla hina? Ég man að ég reyndi þetta dagbókardæmi einhvern tíma. Þetta gekk vel í nokkra daga en svo datt þetta upp fyrir. Ef ég finn þessa bók get ég lesið um stigin sem ég fékk í keilu og hvað ég át á vormánuðum 1990. Stórmerkilegt, án efa.
Nú er spurningin bara, er bloggið eitthvað skárra? Mun ég meika meira sens? Mun ég halda þetta út lengur en í viku? Hef ég eitthvað meira spennindi að segja en fyrir 16 árum? Kemur einhver til með að lesa þetta og skiptir það yfir höfuð eihverju máli?
Við reynum þetta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.