Sluppum...

Það er merkilegt hvað lífið getur verið brothætt. Ég fór að hugsa um þetta í gærkvöldi eftir að líf okkar breyttist næstum því.

Þannig var að við vorum í Haarlem að versla. Það var orðið dimmt þegar við keyrðum út á hraðbrautina á leið heim. Það byrjaði að rigna. Eins og gengur í Hollandi var töluverð umferð. Hámarkshraði þar sem við vorum er 120KM, en þar sem var dimmt og rigningin að versna keyrði fólk eitthvað hægar. Regnið versnaði enn og skyggni var orðið slæmt. Við vorum að nálgast slaufu og þar var röð af rauðum ljósum. Ég hægði á mér, var kominn niður í 90, held ég. Allt í einu var eins og öll umferð á hægri akreininni snarstoppaði. Ég var á vinstri akreininni, en sá sem var rétt á undan mér hægra megin lenti aftan á röðinni. Hann hentist yfir á vinstri akreinina. Við sluppum, en þetta var sentimetraspursmál. Hann fyllti upp í baksýnisspegilinn. Ég vona að sá sem var á eftir mér hafi náð að stoppa og ekki lent á honum. Við keyrðum áfram. Það ver engin ástæða til að stoppa. Það var umferðaröngþveiti þarna og nóg af fólki ef einhvern vantaði hjálp. Allir eru með síma, svo það er engin spurning að kallað hefur verið á hjálp. Við hefðum bara verið fyrir.

Ég fór að hugsa um það sem hafði gerst. Ég vona innilega að enginn hafi meiðst. Ég er líka feginn að við lentum ekki í þessu, að ég var ekki fimm metrum aftar en ég var. Þá hefðum við lent í hörkuárekstri, sennilega hraðbrautasúpu. Mér er nokkuð sama um mig, ég hefði verið í lagi með beltið og loftpúðann, en það er ekki hægt að segja það sama um konuna sem sat við hliðina á mér, komin rúma átta mánuði á leið. Hvað hefði gerst, hefði beltið hjálpað eða gert hlutina verri? Hvað gerir beltið þegar það þrýstir á bumbuna? Ég vildi ekki hugsa það til enda.

Það er svo merkilegt hvað hlutirnir geta breyst snögglega. Hvað ef... ?

Við erum í lagi. Ég vona að enginn hafi slasast, allavega ekki alvarlega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn sjá og að upplifa svona "Hvað ef..." mörgu sinnum í mínu lífi. Eina stundina er allt í góðu og svo bara allt í einu...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.1.2007 kl. 10:33

2 Smámynd: Ester Júlía

<>Þetta gerist svo hratt.. rosalega stutt á milli.  Mikið er gott að ekki fór ver...úfff..

Ester Júlía, 7.1.2007 kl. 10:43

3 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Heppinn.

gerður rósa gunnarsdóttir, 7.1.2007 kl. 11:50

4 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Vá þið heppin !!! Sem betur fer !!! Ég hef séð hvernig þessar súpur líta út prrrrr hryllileg þessi hraðbrautarslys. Mig mynnir að það hafi nú verið einhver umræða á sínum tíma um bílbeltanotkun og háólettar konur, en man ekki allt. Allavega kanski best að reyna að halda sig frá stórumferðinni með frúna í bílnum næsta mánuðinn

Gott að vita að allt gekk vel, en sjokkið er til staðar.

Klem og knús til ykkar beggja. 

Sigrún Friðriksdóttir, 7.1.2007 kl. 12:13

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Meira segja hér gerast fjöldaárextrar og einusinni lentum við í 10 bíla árextri. Sú sem var fyrir aftan okkur var tengdadóttir mín sem sagði í skjokki ég keyrði á börnin mín.  Þau voru í okkar bíl. Sem betur fer meiddist enginn en það skrítna var að allt var svo rólegt , fólk ekki á ferð og svo gerðist þetta bara og líka í mikilli rigningu. Einn hafði stoppað og fór svo bara.  Það er gott að þið sluppuð. Ekki hugsa hitt til enda. Sem betur fer er alt í lagi með konuna þína og barn. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.1.2007 kl. 13:03

6 Smámynd: Ólafur fannberg

jamm heppinn sem betur fer

Ólafur fannberg, 7.1.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband