11.4.2009 | 21:25
Into The Real kvikmyndað
Ég er að dunda mér við að gera myndband fyrir þessa stelpu. Hún heitir Julia Noack og býr í Berlín. Flott lag, frábær karakter og ég held að myndbandið verði skemmtilegt. Þetta gekk að vísu svolítið brösuglega. Ég sótti hana klukkan 6:45 að morgni með það í huga að kvikmynda hana í fyrstu sólargeislunum, en göturnar eru svo mjóar og húsin svo há í Amsterdam að við sátum í skugganum. Ég notaði þá bara tækifærið og tók myndir af henni. Hún þurfti svo að vera mætt í útvarpsviðtal korter í átta, svo við urðum að hætta um það leyti sem sólin lér sjá sig.
Svo ætluðum við að taka upp atriði kvöldið eftir, en það klikkaði vegna anna. Notuðum því daginn. Við tókum upp helling framan við grænan skerm, vonandi að þetta yrði nothæft. Þegar við vorum rétt að byrja sá ég bandið, nýtt, öðruvísi og betra fyrir mér í hausnum. Vandamálið gerði það að verkum að myndbandið verður betra.
Henti laginu inn hér til hliðar. Njótið.
Afsakið annars að ég nenni ekki að blogga um pólitík þessa dagana. Það breytist hvort eð ekkert.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.