Enda er ég vinafár...

Aldrei átti ég marga vini og aldrei fékk ég laun af einhverju viti, nema kannski þegar ég var að klepra hjá IBM heildsölunni um árið. Átti reyndar ekki heldur marga vini þá. Hefði kannski getað keypt nokkra, en nú er peningurinn búinn. Átti heldur ekki marga vini í skóla og það sést á launaseðlunum sem væru meira virði sem brennsluefni í arninn, ef þeir væru ekki PDF skrár.

En hvað um það. Ég átti aldrei marga vini og hef ekki eignast þá enn. Hafði það þó af að hjálpa til við að kvikmynda lagið að neðan, svona ef vera skyldi að einhver hafi áhuga...

 


mbl.is Algengast að fólk eigi um 150 vini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Þeir vilja jú meina að fáir góðir séu meira virði en margir misgóðir? Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Fínasta kvikmyndun hjá þér Villi.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 5.3.2009 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband