15.2.2009 | 13:32
Hver erum við?
Ég hef oft spurt sjálfan mig þessarar spurningar. Hver erum við, íslendingar? Hvaðan komum við og hvert erum við að fara? Við lifðum af 1000 misharða vetur. Við komumst í gegn um endalaus áföll, náttúruhamfarir, farsóttir og almenna vesæld. Við létum okkur hafa afskipti misvitra konunga sem sá til þess að dauðarefsingum væri fullnægt þegar flestir íslenskir embættismenn vildu milda dóma.
Af þessu að dæma ætti Ísland að vera byggt fólki sem er sterk og styður hvort annað. Fólk sem er í snertingu við landið og hvert annað. Þó er verla hægt að segja það. Við skiptum okkur sem minnst af hvoru öðru, látum aðra um skítverkin, svíkjum hvort annað og sjáum ekki fegurðina í kring um okkur. Hljómar eins og alhæfing og þetta á ekki við um alla, en staðreyndin er sú að ástandið versnaði eftir því sem okkur fór að líða betur. Upp úr aldamótunum 1900 var haft eftir erlendum ferðalangi, sem kom í aðra heimsókn sína, að allt væri breytt. Þjóðin sem hann varð ástfanginn af 20-30 árum áður var breytt, gestrisnin horfin. Hvað hefði hann sagt í dag?
Við lifðum þessar aldir af með því að vinna saman. Þrátt fyrir allt, stóðum við saman og hjálpuðum hvoru öðru. Við vorum stoltir kotbændur. Hvað erum við í dag?
Aldrei of blönk til að hugsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég tek undir þetta. Undanfarin ár og jafnvel áratugir hafa einkennst af firringu.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.