Tölum við Norðmenn

Ráðamenn Íslands. Ekki gera neitt bjánalegt ofan á það sem þegar er gert. Tölum við norðmenn. Sjáum hvað við getum gert saman. ESB er ekki svarið. Treystið mér, ég bý í hjarta Evópusambandsins og lífið er ekkert betra hér.

Norðmenn eru frændur okkar og munu koma betur fram við okkur en þjóðverjar, frakkar og þjóðverjar sem hafa sannað það í gegn um aldirnar að þeir hugsa bara um sjálfa sig á kostnað nágrannanna. Síðustu mánuðir hafa sannað að það er ekkert breytt.


mbl.is Norðmenn búa sig undir ESB-umsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hljómar skynsamlega hjá þér, en frændur okkar Norðmenn,hafa því miður þvertekið fyrir að leyfa okkur að taka upp norsku krónuna og nýr gjaldmiðill er eitt af því sem við þörfnumst nauðsynlega.

Samvinna við Noreg með íslensku krónuna er því miður líklega ekki nóg fyrir okkur.

Magnús Ó. (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 10:31

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Mér skilst að norðmenn hafi ekkert heyrt frá okkur. Ef við tölum ekki við þá gerist ekkert. Það er eins og gin ljónsins sé svo freistandi að ekkert annað kemst að.

Villi Asgeirsson, 19.1.2009 kl. 11:17

3 identicon

Sæll, það mætti kanski spyrja hvað þú sért að gera þar sem að þú ert fyrst að það er ekkert betra þar en hér.

 Það mætti kanski líka bjóða þér að koma aftur heim til föðurlandsins, prufa að lifa af hérna í nokkra mánuði/ár núna og spyrja þig svo aftur hvort hafi verið betra?

Einar Tryggvason (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 11:27

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég á hollenska konu og við eigum barn. Við erum bæði í vinnu og það er meira mál en að segja það að rífa sig upp og flytja. Ég hef ekkert á móti því að koma heim, en ég ræð því ekki einn. Við höfum skoðað þetta mál og ég efast ekki um að við flytjum heim einhvern daginn. Hún hefur komið heim oft og sér muninn á löndunum. Fyrir utan pólitíkina, er ekki hægt að bera saman hversu mikið heilbrigðara íslenskt samfélag er og hún er sammála um það.

Auðvitað er erfiðara heima eins og er, en eigum við að ganga ESB á hönd vegna ástands sem mun vara í 2-4 ár? Þegar maður er kominn inn er alls ekki svo einfalt að komast út aftur. Þar fyrir utan eru blikur á lofti í Evrópu og ég efast um að hún komi mikið betur út úr kreppunni en Ísland.

Sé meirihluti þjóðarinna meðfylgjandi aðild verður að virða það, en við verðum að skoða alla kosti og ekki taka skyndiákvarðanir sem eru slæmar til lengri tíma.

Villi Asgeirsson, 19.1.2009 kl. 11:42

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Í kreppu eru allir kostir vondir. Þegar leitað var til annarra þjóða fyrst eftir bankahrun sögðu ALLIR nei, nema Færeyingar. Aðkoma þeirra var mjög sérstök.

Ástæðurnar hafa verið að koma betur í ljós: Skortur á trausti. Menn vilja sjá að Íslendingum sé alvara og fyrsta skrefið er að skipta út þeim sem sátu við stýrið. Þar mega menn ekki rugla saman sök og pólitískri ábyrgð.

Hvorki Norðmenn né aðrir eiga að vinna verkin FYRIR okkur, heldur taka þátt í starfinu MEÐ okkur. Það gildir um öll úrræði, hvert sem menn leita. Við þurfum að eiga fyrsta leikinn og skákin er því miður enn í bið.

Haraldur Hansson, 19.1.2009 kl. 11:46

6 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Norðmenn vilja alltaf eitthvað í staðinn fyrir að gera okkur greiða og eina sem við getum gert er að leyfa þeim að valsa um í fiskveiðum...Nei takk

Frændur eru frændum verstir....

Guðmundur Óli Scheving, 19.1.2009 kl. 12:14

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Allir vilja alltaf eitthvað í staðinn. Efast um að ESB vilji okkur af mannúðarástæðum. Kannski nossararnir vilji pota í dreka. Kannski það sé gott mál fyrir okkur.

Villi Asgeirsson, 19.1.2009 kl. 12:25

8 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Tja ... stór efast að Norðmenn séu eitthvað skárri en ESB hvað varðar samningagerð og ofan á það skil bara ekki alveg þessa umræðu. Sjálfur er ég nú ekki með eða á móti ESB. Hinsvegar styð ég að fara í aðildarviðræður og sjá hvað kemur út úr þeim. Varla hægt að bölva eitthvað áður en við vitum 100% hvað maður er að detta ofan í.

Eftir því sem ég hef lesið og heyrt höfum við um þrennt að velja, taka upp evru og ganga þar af leiðandi í ESB, taka upp dollerinn eða halda okkur við krónuna og þ.a.l. halda peningastefnuni sem allir eru að bölva í sand og ösku.

Ég bjó sjálfur í þýskalandi í nokkur ár og sé alveg sjálfur hvað er að gerast þar eftir að ESB og sérstaklega evran var tekin upp. Ástandið þar var ekki heldur neitt góðæri.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 19.1.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband