Leitin að Steinunni

Það er gaman að sjá að Steinunni gengur svona vel í útlandinu. Til hamingju með það. Þar sem öllum virðist líka vel við Sólskinshestinn reyndi ég að finna hann é ensku eða hollensku. Þetta yrði skemmtileg jólagjöf. Góð bók eftir höfund sem fólkið hér þekkir ekki. En ég finn hana hvergi. Ég leitaði á Amazon og í hollenskum vefverslunum en ekkert bólar á hrossinu. Getur það verið að bókin sé til í þessum skrítnu löndum í kring um mig en ekki í Hollandi og Bretlandi? Eða höfum við verið þurrkuð út í þessum löndum?Íslenskt, nei takk?

Það fór að vísu lítið fyrir Steinunni, yfir höfuð. Kannski að sól hennar fari að skína eftir þessa viðurkenningu.


mbl.is „Ég get vel við unað, það er smá frægðarmunur á okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband