2.12.2008 | 12:50
Merkilegt fólk
Lakota er falleg mynt, gefin út af fallegu fólki. Myntin er ekki bara útlitslega falleg, hugsunin á bak við hana er jafnvel enn fallegri. Því fleiri dollarar, krónur eða evrur sem prentaðar eru, því verðminni verða þær og það eiga þeir við þegar þeir segja að ríkisstjórnin sé að stela af þegnunum. Ef dollarinn fellur um 30% í gildi vegna offramboðs, á hver þegn 30% minni eignir. Það má kalla gengisfall þjófnað.
Þjóðflokkurinn var upphaflega kallaður Dakoda, en þeir breyttu um nafn þegar þeir voru hraktir frá sínum upphaflegu svæðum kring um stóru vötnin á landamærum USA og Kanada. Þeir börðust fyrir sjálfstæði en töpuðu orrustunni við Wounded Knee árið 1890. Áður höfðu þeir sigrað Custer í orrustunni við Little Big Horn, eins og frægt er.
Gull- og silfurpeningar eru kannski hugmynd sem fleiri geta skoðað, því á meðan góðmálmar halda sínu verðgildi, heldur myntin því líka.
Meira um þetta merkilega fólk má lesa hér.
Lakóta þjóðin stofnar banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:52 | Facebook
Athugasemdir
Russell Means er einmitt af Lakota þjóðinni - ég vildi að ég væri það líka
Ekki að ég sé að reyna að plögga sjálfa mig en það er mjög fínt fyrir alla að fá innsýn í hugarheim þessa væna fólks
halkatla, 2.12.2008 kl. 13:23
Það hefur verið reynt áður að hafa gjaldmiðlakerfi byggt á góðmálmum. Sumir frumstæðir ættbálkar notuðu jafnvel steina sem gjaldmiðil löngu áður. Það hefur alltaf mistekist að byggja mynt á góðmálmi af þeirri einföldu ástæðu að framboðið af viðkomandi góðmálmi er ekki fasti / vex ekki með föstum hraða.
Það má segja það sama um "fiat currency" (pappírspeninga) og lýðræði: þeir eru versta formið af peningum (stjórnkerfi) fyrir utan alla hina möguleikana sem hafa verið reyndir (stolið frá meistara Churchill).
unglingur, 2.12.2008 kl. 13:23
Þú ert að plögga sjálfa þig, en það er allt í lagi. Þú ert svo mikið krútt.
Unglingur, gullstaðallinn var notaður fram undir 1970. Nixon afnam hann til að geta prentað seðla til að fjármagna Vietnam stríðið. Við erum lítið og krónurnar ekki margar. Gengi sjálfsagt ekki upp, en má ekki skoða það eins og annað áður en við afskrifum hugmyndina?
Villi Asgeirsson, 2.12.2008 kl. 13:54
Þetta var áhugavert.. þakkir.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2008 kl. 17:11
Ég ferðaðist mikið í vor og sumar á slóðum Lakota í Black Hills South Dakota og bloggaði um það. En í Black Hills er verið að sprengja út heilt fjall, glæsilega höggmynd af indjánanum Crazy Horse þar sem hann situr á Hesti og bendir út yfir lendurnar. En hún á að tákna það er hann hafði verið handtekinn af hvítum mönnum og var spurður að því hvar lönd hans væru núna. Þá benti hann út og sagði "My lands are where my dead lie buried ". En greinina má sjá hér. http://corvo.blog.is/blog/corvo/entry/543444/
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 19:11
Ég var á slóðum Lakota í Black Hills í South Dakota árið 1986. Þessar þjóðir hafa alla tíð heillað mig mikið.
Hlynur Jón Michelsen, 3.12.2008 kl. 03:05
Mikið er ég sammála þér Villi - það er margt sem við getum lært af frumbyggjum Ameríku - norður suður mið - þar eru dyggðir sem við þurfum að temja okkur.
Birgitta Jónsdóttir, 3.12.2008 kl. 07:54
SD. Hvað er þetta ég líka í hittefyrra. Það er talið að Lakota séu blandaðir afkomendur Íslendinga. Ég hef verið að stútera gamla landamerkja steina sem voru kallaðir mooring stones með meitlaðri holu í. Það eru yfir 300 steinar plús vörður á þessumsvæðum SD, ND og Minnesoda. Mjög áhugavert svæði. Kannski eru Lakota mennirnir með hagfræði sem við tíndum.
Valdimar Samúelsson, 3.12.2008 kl. 10:37
Bara örlítil athugasemd.
"Ef dollarinn fellur um 30% í gildi vegna offramboðs, á hver þegn 30% minni eignir. Það má kalla gengisfall þjófnað."
Þetta er ekki alveg rétt. Offramboð á gjaldmiðli skilar sér í verðbólgu. Við verðbólguna hækka hlutir í verði og hver eining gjaldmiðilsins gefur þér minna en áður. En á sama tíma hækka þau verðmæti sem þú átt í verði s.s. húsnæði. Það sem hann á í veskinu akkúrat á þeim tíma er hins vegar minna virði en áður en laun hækka nú yfirleitt, kannski ekki akkúrat jafn mikið eða lítið, en þau sveiflast með verðbólgunni. Gjaldmiðill er nefnilega ekkert annað en mælieining. Gengisfelling er því ekki þjófnaður heldur hefur mælieiningin bara breyst og allt sem að henni viðkemur, s.s. eignir og laun.
P.s. gullfóturinn var afnuminn því hann hefti vöxt hagkerfisins, hagkerfið gat ekki vaxið í samræmi við fólksfjölgun og tækniframfarir.
m.b.k.
Þórður Ingi
Þórður Ingi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 11:45
Þetta hefði farið fram hjá mér ef ég hefði ekki séð þetta hér. Takk.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.12.2008 kl. 23:32
Ekkert að þakka, Jórunn. Mín er ánægjan að vekja athygli a þessu fólki. Svo er gaman að sjá hvað margir hafa heimsótt það.
En eins og Þórður Ingi segir, er verðbólga ekki bara stuldur, nema á Íslandi þar sem enginn á neitt nema einhverjar krónur í banka og verðtryggð lán eða myndtkörfu.
Villi Asgeirsson, 4.12.2008 kl. 08:07
Það gæti hjálpað Íslandi ef fólk myndi blogga meira um indíána og þeirra speki
halkatla, 4.12.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.