9.11.2008 | 18:39
Hverju breytir það í Hollandi? ... burt með þetta spillingarlið!
Þessi blessaði forstjóri Fjármálaeftirlitsins bendir á fjármálaráðherra og segir að hann hafi vitað að veseni Icesave í vor. Gott og vel. Það þarf sjálfsagt að moka undan Björgvin eins og öðrum. En það breytir ekki að þessi forstjóri með óflekkaðan flipa blessaði opnun Icesave í Hollandi í júní, nokkrum mánuðum seinna.
Þeir geta bent á hvorn annan, en þeir eru allir sekir!
FME: Upplýsti ekki ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Tenglar
Vefurinn
Skemmtilega og mannbætandi vefsíður
- þúTúpa vor Sjáið myndbönd bloggara þessa á HD gæðum
- SVARTUR SANDUR Draumórarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Bloggvinir
- jorunn
- larahanna
- halkatla
- birgitta
- gullvagninn
- omarragnarsson
- motta
- hallarut
- gunnhildur
- sigrunfridriks
- rannug
- siggi-hrellir
- palmig
- siggasin
- valli57
- olafurfa
- frisk
- zerogirl
- ingolfurasgeirjohannesson
- stormsker
- don
- jensgud
- evaice
- evabenz
- huldumenn
- salvor
- steina
- saxi
- rafdrottinn
- elly
- turilla
- brylli
- neo
- dofri
- nanna
- killjoker
- kamilla
- sifjar
- maggadora
- estro
- bofs
- gudbjornj
- baldurkr
- ea
- eggmann
- lovelikeblood
- julli
- fararstjorinn
- rannveigh
- gorgeir
- svanurg
- arnividar
- olinathorv
- metal
- kisabella
- heidistrand
- svartur
- fannarh
- bet
- lostintime
- raksig
- gretaulfs
- gudni-is
- hallibjarna
- kiza
- athena
- saemi7
- jogamagg
- hlekkur
- nexa
- arnaeinars
- gussi
- malacai
- graceperla
- kokkurinn
- vefritid
- limped
- diesel
- mortusone
- lauola
- rattati
- hugdettan
- himmalingur
- frussukusk
- vilhjalmurarnason
- einarhardarson
- brandarar
- belladis
- dorje
- axel-b
- topplistinn
- aevark
- fosterinn
- toshiki
- toro
- gudmunduroli
- sigsaem
- gattin
- iceberg
- kreppan
- olofdebont
- gustichef
- minos
- hordurj
- jonaa
- jonl
- kristjan9
- skari60
- fullvalda
Athugasemdir
Ísland byggir ekki bara landfræðilega einangruð þjóð heldur félagslega ákaflega þröngsýn og ónæg þjóð. Við höfum byggt nýjari heimsmynd okkar á amerískum bíómyndum, broguðum fréttum af helstu heimsviðburðum og stuttum skemmtiferðum til helstu staða í útlöndum. Í stað þess að öðlast félagslegan þroska við þetta, áskotnast okkur öfund og minnimáttarkend gagnvart öðrum þjóðum. Við skiljum ekki afhverju við höfum ekki svo stórbrotna menningu, sögu og ríkidæmi sem aðrar þjóðir. Við verðum reið og vonsvikin yfir að okkar er ekki getið við hliðina á þjóðum sem eru margfallt stærri en okkar þjóð. Við gleðjumst sem börn yfir að eitthvað kemur okkur á blað heimsins. Sama hvað það er. Ágirndin eftir þeim sýnilega auði sem birtist okkur allstaðar, nema á Íslandi kæfir alla sýn á að auður er huglægur, viska, hófstilling, hugrekki og rættlæti og ekki minnst trú, von og kærleikur.
Í þröngsýni okkar sjáum við aðeins eina leið fram. Sama hvað það kostar, verðum við að afla virðingar annara þjóða. Tækifærið kemur svo þegar við lánum auðinn af öðrum þjóðum. Við hreykjum okkur hátt og lokum eyrunum við aðvörunarröddum. Allt það sem hefur raunverulegt gildi er nú fleygt á skarnhauginn í svikullu ofgnóttarsamfélagi pappírspeninga, hroka og mikilmennskubrjálæðis. Við viljum velta okkur upp úr munaði svo allir taki eftir okkur og sjá að við virkilega erum mikilmenni og okkar litla þjóð er betri og stærri en allar aðrar.
En svo gerist það versta, óprúttnir aðilar hafa gengið á lagið og nýtt sér heimsku okkar og yfirborðsskap. Með að skaffa okkur hillingar og falsk stolts, hafa þeir rakað til sín erfiði kynslóðanna. Ekki bara feðra heldur einnig barna okkar um langa framtíð. Raunveruleikin birtist nú kaldur og hrottalegur. Þau gildi sem héldu þjóðinni uppi í aldir eru í burtu. Falski auðurinn er einnig floginn veg allrar veraldar. Ekkert bíður annað en andleg vesöld og volæði. Það versta er, að allt sem við vildum var virðing annara þjóða. En við höfðum aðeins fjarlægst hana ennþá meira. Við aularnir norður í höfum létum glepjast af nýju fötum keisarans. Nú mistum við alla þá virðingu sem okkur hafði áskotnast með dugnaði forfeðra okkar og nægjusemi. Hvernig getum við lifað áfram og séð framan í heiminn og okkur sjálf? Hvernig getum við séð framan í börn okkar og barnabörn? Við höfum stundað allar höfuðsyndinar af kappi og vantar aðeins eina til að fullgera myndina. "Leti".
Ó nei, nei og nei... ef eitthvað, þá erum við ekki löt! Afskiptaleysi og heigulsháttur er ekki það sem þessi þjóð er þekkt fyrir! Við getum bjargað því sem bjargað verður með að bretta upp ermarnar. Við höfum gert það áður. Við getum stolt viðurkennt afglöp okkar og tekist á við vandann. Við getum sem forfeður okkar borgað okkar skuldir. Engin skal segja, að okkur sé sama og við ekkert gerum. Við verðum að sýna að þessi þjóð beygir sig ekki í duftið fyrir eigin broguðu spegilmynd heldur stolt sér hlutina eins og þeir eru og tekst á við vandann. Með visku, hófstillingu, hugrekki, réttlæti, von, trú og kærleik getum við aflað okkur virðingu fyrir okkur sjálfum. Það er forsendan fyrir að aðrir fá virðingu fyir okkur. Við verðum að sýna að okkur sé ekki sama! Við verðum að sýna umheiminum að okkur er ekki sama! Við verðum að hreinsa aurinn upp eftir okkur, losa okkur við afæturnar og alla keisaranna. Það verður að gerast nú, áður en letin tekur yfirhöndina og kæfir þjóðina í ösku og eimyrju vonleysisins.
Thor Svensson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:24
Björgvin er viðskiptaráðherra (og bankamálaráðherra), en fjármálaráðherrann er símavinur Darlings, Árni Mathiesen.
Jón Valur Jensson, 9.11.2008 kl. 20:37
Takk fyrir það, Jón. Fór mannavillt. Vissi það svo sem, en þessi nöfn eru farin að hringla inni í hausnum á manni.
Takk fyror athyglisverða og sjálfsagt óþarflega sanna athugasemt, Thor.
Villi Asgeirsson, 9.11.2008 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.