Svona 230 manns ... og burt með spillingarliðið!

"Þarna var ekki nema svona 230 manns í mesta lagi", samkvæmt fréttatilkynningu Sannleiksmálaráðuneytisins. "Það voru einhverjir stúdentar þarna og svo kallinn sem sefur alltaf á bekknum. Hann rumskaði víst þegar liðið fór að syngja internationalinn, en snéri sér á hina hliðina og hraut í takt".

Þetta er svo fyndið. Bónusfáninn á Alþingishúsið. Ætli alvara málsins sé farin að síjast inn hjá ráðamönnum? Ég hefði gefið mikið fyrir að vera þarna, en alas... Gott samt að vita að fólk er að láta vita af sér.


mbl.is Hiti í mönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

ja flott að draga a hun fana eins utrasarvikingana sem kómu okkur á hausinn Ég segi nu bara sveiattaner

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.11.2008 kl. 15:51

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mér hefðist fundist táknrænna að kveikja í þessum fjárans fána -  en næstskársti kosturinn var að flagga honum þarna!

Kolbrún Hilmars, 8.11.2008 kl. 16:57

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

I upphafi skyldi endirinn skoðast.  Ég held að þeir sem tóku sig til í eggjakasti og fleiru hafi gleymt því.

Axel Þór Kolbeinsson, 8.11.2008 kl. 17:26

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Aðalsteinn skilur greinilega ekki háðið sem felst í því að merkja Alþingi sem hóru auðvaldsins. Eða var það ekki á ábyrgð stjórnvalda að halda þessum ræningjum í skefjum með lagasetningu og viðeigandi eftirliti? Voru þeir kannski of uppteknir við laxveiðar í boði bankanna eða hvað?

Hverjir eru það t.d. sem bera ábyrgð á því hvernig staðið var að einkavæðingunni og settu þannig tónnin fyrir þá spillingu sem á eftir fylgdi? Þar fremstir í flokki voru tveir menn að nafni Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra og Finnur Ingólfsson þáverandi viðskiptaráðherra, mig minnir að svo hafi einhver Geir verið þarna fjármálaráherra um svipað leyti líka!

Guðmundur Ásgeirsson, 8.11.2008 kl. 22:02

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég var þarna og fannst gaman.

Kannski var búið að setja upp fánann þegar ég kom, eða kannski hlustaði ég svona andaktug á Sigurbjörgu og Einar Má, að ég sá hann ekki...heyrði að vísu einhver læti upp við þinghúsið en færði mig bara nær pallinum til að heyra betur.

Ég segi bara að vonandi hafa þeir sem köstuðu eggjum og skyri í dag efni á að kaupa þessi matvæli og leggja þau sér til munns eftir nokkra mánuði. Vonandi fást þessar vörur enn í búðum eftir nokkra mánuði.

Ef ekki er sjálfhætt að kasta slíku í Alþingishúsið.

Vonandi taka ekki Mólótoffkokkteilar við því hlutverki. Þá væri fyrst þörf á að dulbúast, betur en með skýluklút framan í sér.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 23:40

6 Smámynd: corvus corax

Vonandi ekki Molotoffkokteilar? Er það ekki einmitt næsta skref ef þessir valdasjúklingar fatta ekki að þeirra er ekki þörf lengur?

corvus corax, 9.11.2008 kl. 16:17

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Corvus, Molotovkokkteilar eru þegar byrjaðir að dynja á dýrum og fínum bílum hér og þar um borgina. Rödd úr undirheimunum hvíslaði að mér að allar kenningar um meint tryggingasvik séu blekking ein. Heldur beinist þessar aðgerðir markvisst gegn mönnum sem hafa gegnum tíðina svikið marga í sínum viðskiptum og braski bæði löglegu sem og "svörtu". Eru það þá misvandaðir einstaklingar sem eru að nýta sér ástandið til að ná fram hefndum á öðrum misvönduðum einstaklingum.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.11.2008 kl. 21:24

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Margt er rotið í lýðveldinu Íslandi...bráðum Evrópunýlendunni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband