Ákveðinn misskilningur í gangi

Síðast þegar ég tékkaði á málunum skildaði ég og landar mínir 600 milljarða. Sú tala mun breytast eitthvað þegar Seðlabankinn sleppir krónunni lausri. Við megum eiginlega ekkert við því að vera að gefa dýrar jólagjafir í ár.

Kaupþing, Nýja Kaupþing, IOU eða hvað hann heitir er ríkisbanki, og þar með í eigu okkar skuldahalasafnaranna. Ég vil því koma því áleiðis til réttra aðila að ákveðinn misskilningur sé í gangi. Ég fer fram á það við fjölskyldu mína að vera ekkert að gefa mér jólagjafir í ár. Þess þarf ekki, enda hafa allir nóg með sitt. Ég vil því draga það til baka að ég og við séum að gefa bankamönnum jólgjafir upp á einhverja milljarða.

Vonandi verður þetta leiðrétt sem fyrst. Annars sé ég mig knúinn til að tuða þar til ég er orðinn ansi óþolandi. 


mbl.is Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta kallast á góðri Íslensku skattsvik, þjófnaður og bankarán. Skattsvik fyrir að borga 10% fjármagnstekjuskatt af arði hlutabréfa sem þeir áttu ekki, þjófnaður að stinga 90% af arðinum beint í vasann og bankarán að afskrifa skuldir sín á milli. Hvaða dóm ættu þessir menn að fá og hvenær ætli þeir verði dæmdir ?

Sævar Einarsson, 4.11.2008 kl. 10:45

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er eins og maður sé lentur inn í einhverjum ótrúlegri farsakenndri vitleysi þar sem sögusviðið er einhver glæpamannanýlenda sem er hafin yfir öll lög og allar reglur. Af hverju þurfum við að sitja uppi með þessi meindýr sem ræna okkur eignunum og sálarrónni og eitra fyrir okkur hversdaginn

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.11.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband