Erum við að tapa áróðursstríðinu?

Ég get ímyndað mér að Geir muni aldrei gleyma þessari viku. Erlendis er honum yfirleitt lýst sem yfirveguðum og með svörin á hreinu. Batnandi manni er best að lifa. Eitt vil ég vita, annað hvort frá honum eða öðrum sem vit hafa á.

Í fréttum í Hollandi í gærkvöldi var talað um að eigandi Landsbankans væri glæpamaður. Hann hafi setið í fangelsi fyrir fjársvik. Mér skilst að eitthvað fleira hafi verið borið á hann. Ég veit ekki um hvern er átt, né nákvæmlega hvar hann sat inni, hve lengi og fyrir hvað því ég missti af þessu. Kannski að einhver geti upplýst mig um það hvað hollendingarnir eru að nota á okkur. Ég er nefninlega spurður um stöðuna hvar sem ég fer og það er eins og við séum öll sökuð um það sem er að gerast. Ísland og þjóðin öll hefur biðið gríðarlegan álitshnekki og ég vil geta svarað fólki samviskusamlega. Við megum ekki við svona fréttum nema þær sé hægt að útskýra. Sé þetta einhver æsifréttamennska vil ég geta kveðið fólk í kútinn með það sama. Sé þetta rétt, vil ég geta útskýrt hvað málið sé, því hollenskar fréttir ganga út á að selja og peppa upp þjóðarstoltið, eins og annars staðar. 


mbl.is Einhver erfiðasta vika í seinni tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er þetta eitthvað gamalt frá hafskipsmálinu?  auðvitað hafa þeir rétt fyrir sér í grunninn - einka(vina)væðingin er glæpsamleg og það ætti að draga stjórnmála og auðmenn til ábyrgðar, frysta eigur og hreinsa út af þingi / seðlabanka, reyna að fá ærlegt fólk í staðinn.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er ekki spurning, en það væri gaman að vita hvað þeir voru að grafa upp um hvern. Þeir minntust víst líka á bjórverksmiðjuna í Rússlandi sem Heineken keypti svo. Voru það ekki Björgúlfarnir?

Villi Asgeirsson, 11.10.2008 kl. 12:52

3 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Það voru Björgúlfarnir, og upphafið af þeirra peningum öllum.

Árni Viðar Björgvinsson, 11.10.2008 kl. 13:07

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Er einhver með slóð á vefsíðu þar sem ég get lesið um málið?

Villi Asgeirsson, 11.10.2008 kl. 13:11

5 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Ég var einmitt að leita í mínum linkasöfnum og finn ekkert um þetta. Hef sennilega ekki verið farinn að spá í umheiminn á þessum tíma :)

Árni Viðar Björgvinsson, 11.10.2008 kl. 13:13

6 identicon

maltblossom (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 13:22

7 identicon

Að vinurinn hafi setið í djeilinu er engin lygi, satt er satt hversu ósanngjarnt sem sumum kann að finnast það. Svo má núna bæta Landsbankanum við "afrekalista" Björgólfs (sem hann kafsigldi á aðeins 6 árum) og að öllum líkindum Eimskip.

Það er varla gaman fyrir kall ræfilinn að dragnast með þetta á bakinu á þessum síðustu og verstu. 

Jón Garðar (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 13:37

8 Smámynd: halkatla

Ég bið alveg fyrir Geir sko, þetta er hræðilegt að lenda í og ég hefði ekki óskað honum þess - bið þess að hann standi sig! 

en þessar fréttir útí Hollandi hljóma alveg mjög súrar vægast sagt, held að þú verðir að útskýra fyrir fólki að málið snýst EKKERT um neitt svona, enga einstaklinga og hvað þá Björgúlfsfeðga (ég þoli ekki auðmenn en líð ekki ógeðslegar lygasagnir um fólk) 

Þetta sem við erum að lenda í hér á eftir að skella á Hollandi líka, þá munu öll neikvæð orð um okkar land vera gleymd og grafin. Þetta er afleiðing af global ástandi á mörkuðum og í hagkerfum sem hefur verið í þróun undanfarin ár. 

halkatla, 11.10.2008 kl. 13:44

9 Smámynd: halkatla

Að halda að allt sé í fokki hér útaf Björgúlfsfeðgum er fáránleg einföldun.

halkatla, 11.10.2008 kl. 13:45

10 Smámynd: halkatla

Og bara svo ég bæti einu við; það má alveg áfellast auðmenn, ég vil sko ekkert halda aftur af því - en það er staðreynd að mjög stór og hávær hópur var á móti því hvernig íslensku efnahagskerfi, bönkunum og innviðum samfélagsins var umturnað á vegum sjálfgræðgisflokksins fyrir nokkrum árum síðan og framtil dagsins í dag, til þess eins að við gætum verið í þessum viðurstyggilega sýndarleik nýríkra neyslubrjálæðinga. Það þótti ekkert eins fínt einsog verðbréfaáhætta og kauphallir, viðskiptafréttirnar voru lengdar á rúv til þess að takast á við afleiðingarnar af því að Ísland væri heilaþvegið af fyrirlitlegum frjálshyggjuspekingum. Fólk einsog ég varaði alltaf við þessu og því miður þá finnst mér bara sanngjarnt að íslendingar takist á við afleiðingarnar. Kannski hefði ég átt að koma fyrir sprengju í kauphöllinni meðan enginn var þar, kannski hefði þetta þá ekki farið svona? (maður getur alltaf ásakað sig eftirá fyrir að hafa ekki gert neitt til að stöðva dæmið sem var í augljósri þróun)

 Ég held samt að Landsbankinn hafi alls ekkert verið verst setti bankinn eða sá ósvífnasti, en þeir eru að fara langverst útúr þessu samt kannski er eitthvað karma á bakvið það...

halkatla, 11.10.2008 kl. 13:55

11 Smámynd: Fríða Eyland

Var hann ekki dæmdur í 12 mán skilorðsbundið

ég las það einkverstaðar nýlega 

Fríða Eyland, 11.10.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband