9.9.2008 | 08:48
Latté það vera?
Nú brýna hreyfingarnar tvær sverðin og grafa skotgrafir og aðrar grafir. Sveitapakkið sakar lattéþambandi skáldin um aumingjaskap og segja þau ekki bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti, meðan svitafýluskáldin á Hressó segja sveitavarginn vilja eyðileggja landið fyrir erlenda auðhringa.
Ég hef ekki myndað mér skoðun á Ballarvirkjun, en ákvað þó, af gefni tilefni, að afla mér upplýsinga um drykkinn sem ég á víst að vera að þamba svona dags daglega. Hér á eftir er uppskrift sem ég fann á netinu. Eins og lesandi getur séð er latté ekki einfaldur drykkur og eiga skáldin virðingu skilið fyrir að hafa svo fágaðan smekk. Svo er auðvitað mikilvægt að bera nafnið rétt fram. Latté er borið fram latte með smá snert af ei í lokin. Framburðurinn skiptir hér öllu málin, eins og í uppistöðulónum. Þetta er sennilega betra en Ícelandic Coffee sem er mun grófara en Irish Coffee. Þar er króna sett í bolla, kaffi hellt í þar til krónan hverfur og brennivíni bætt út í þar til hún sést aftur.
To write a word, such as "love" in the picture, melt milk chocolate and using a pin as a paintbrush drag the melting chocolate over the foamed milk. More commonly this is done by dipping said pointy object into the crema of the drink being decorated, and then transfering that crema stained foam to the pure white foam to 'draw' a design.
Þar sem ég verð mikið til í 101 Reykjavík eftir nokkrar vikur skal ég fá mér einn svona, þó ég vilji kaffið helst svart og sykurlaust.
Litlu minna en Hálslón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Best að þamba þá bara nóg af drykknum og tilheyra frekar þeim flokknum. Farðu að venja þig af mjólkurleysinu! Ekki viljum við eyðileggja landið okkar.
Gunnhildur Ólafsdóttir, 9.9.2008 kl. 15:22
Ég smakka þetta eftir þrjár vikur. Annars fékk ég mér eitthvað heslihnetudæmi á Starbucks fyrir stuttu. Það var ofboðslega gott, þó það hafi kannski verið nær sælgæti eða shake en kaffi.
Villi Asgeirsson, 9.9.2008 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.