Verðtrygging og fjölbreytt atvinna?

Það er tvennt sem mér finnst að þurfi að gera til að tryggja áframhaldandi stöðugleika á Íslandi.

1. Það verður að afnema verðtryggingar á húsnæðislán. Geir talar um að styðja við lánastofnanir, en þær eru á sérkjörum. Hvergi, svo ég viti til, fá þær að rukka vexti og svo verðtryggingu ofan á. Vextir á húsnæðislánum eru síst lægri á Íslandi en í nágrannaríkjunum, en svo koma 5-15% vextir ofan á það. Hvern þarf að styðja við?

2. Íslendingar þurfa fjölbreytta atvinnu allsstaðar á landinu. Það getur ekki gengið til lengdar að setja öll þjónustustörf á höfuðborgarsvæðið og einhver verksmiðjustörf hér og þar á landsbyggðinni. Ríkið á reyndar ekkert að vera að rembast í atvinnurekstri meira en nauðsynlegt er. Það skýtur skökku við að á meðan bankar, símafyrirtæki og önnur stórfyrirtæki eru seld, er ríkið að bardúsa í stóriðju hér og þar. Í annarri frétt í dag var tekið fram að fólksfækkun sé á Austurlandi. Það kemur mér ekkert á óvart, enda voru milljarðarnir notaðir í eitt stórverkefni með umsvif á takmörkuðu svæði. Hefði ekki verið betra, fyrst þessir peningar virtust vera til, að styðja við þá sem vildu setja upp eigin fyrirtæki?

Það er vonandi að ræðan í október verði innihaldsrík. 


mbl.is 30 milljarða króna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá athugasemd varðandi verðtryggingu.

Verðtrygging kemur ekki ofan á vexti heldur er þessu öfugt farið sem er ennþá verra ef eitthvað er.

Ofan á öll verðtryggð lán koma verðbætur (lánið fyrst hækkað sem nemur vísitöluhækkun) og síðan eru vextir reiknaðir af höfuðstól plús verðbætur.

Ég held að hvergi annarsstaðar í heiminum kunni menn svo mikið sem að reikna svona dæmi út.   Það hefur verið mikill snillingur í íslenska fjármálakerfinu sem fann þetta upp rétt fyrir 1980 (ef ég man ártalið rétt).

Það er því ekki nóg með að við greiðum lánin okkar til baka með verðbótum (í takt við verðbólguhækkun), heldur erum við að greiða mun hærri raunvexti en vaxtaprósentan segir til um, þar sem vextirnir reiknast ofan á hækkaðann höfuðstól lánsins.

Þetta gildir um öll verðtryggð lán, en útfærslan er sýnd með svolítið öðrum hætti á greiðsluseðlum vegna húsnæðislána (allavega íbúðarlánasjóðslána) en formúlan er sú sama.

Jón (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 08:16

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir góða athugasemd, Jón. Hvað er til ráða? Það er verið að hossast í afturendanum á allri þjóðinni og svo á að hjálpa þeim fyrirtækjum sem það gera. Fyrirtækjum sem geta borgað forstjóranum 67 milljónir á mánuði. Hvað myndi gerast ef samstaða næðist um að allir hættu að borga af húsnæðislánunum þangað til verðtryggingunni væri aflétt? Ekki er hægt að setja allt husnæði á landinu undir hamarinn?

Villi Asgeirsson, 4.9.2008 kl. 03:17

3 identicon

Eg get eiginlega hætt ad tala um thessi mål sjålfur, og visad bara i thig, thetta er eins og eg hefdi skrifad thad sjålfur. Hvernig er annars ad koma yfir sig husnædi i Hollandi? Byrdu i borg eda bæ? Hvad kostar einbyli i godu hverfi i Rotterdam til dæmis?

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 15:55

4 identicon

Ég held að einkavæðingu þurfi líka að stöðva, það hefur sýnt sig að einkavæðingin hefur ekki skilað almenningi ágóða, ekki nema þá tímabundið, svo sem þegar bankarnir reyndu að þröngva íbúðalánasjóði út, með því að bjóða "lága" vexti (ca 4% verðtryggt), en þau lán voru öll með endurskoðunarákvæði á vöxtum, og nú virðast þessir bankar telja að þeir þurfi gríðarháa vexti ofaná verðtryggð lán...

Olíufyrirtæki þyrftu t.d. ríkisrekinn "samkeppnisvaka", þar sem ríkið væri á markaðinum með nokkra útsölustaði (kannski 4 á reykjavíkursvæði, og 4 dreifða um landið), þar sem eldsneyti væri selt á markaðsverði.  Ég er satt að segja orðinn nokkuð argur út í félögin sem hafa límt díselverð í 179.9 í gegn um hrynu lækkana síðustu mánuði, engin lækkun kemur til okkar, þó hækkanir hafi aldrei verið mörgum mínótum á eftir fréttum um hækkanir í mbl!

Gullvagninn (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 07:50

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Húsnæði í Hollandi er dýrt. Íbúðir í Amsterdam eru frá 120.000 evrum og upp. Rotterdam er sennilega svipuð. Einbýli fer ekki undir 300.000, held ég. Oft kosta einbýlishús kring um 450.000 evrur. Þú getur kíkt á www.funda.nl ef þú vilt skoða markaðinn. Vefurinn er á hollensku en skýrir sig sennilega þokalega.

Villi Asgeirsson, 9.9.2008 kl. 21:18

6 identicon

Takk fyrir upplysingarnar, eg hef alltaf gaman af ad skoda fasteignaverd i hinum ymsu løndum.

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 20:24

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ertu með góða síðu fyrir Noreg? Það er farið að verða svolítið tilbreytingalaust hér í Niðurlandi.

Villi Asgeirsson, 11.9.2008 kl. 07:44

8 identicon

Finn.no       Kiktu svo å Eiendom.

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband