21.8.2008 | 09:54
Gaman í Reykjavík
Það er svo gaman að sjá hvað mikið er alltaf að gerast í Reykjavík. Shorts&Docs að byrja og RIFF eftir sex vikur. Í flestum löndum eru "borgir" á stærð við Reykjavík draugabæli þar sem ekkert er að gera.
Annars langaði mig að láta vita að stuttmyndin Svartur Sandur verður frumsýnd á RIFF í byrjun október. Mér var líka boðið að taka þátt í Talent Campus, eða kvikmyndasmiðjunni, sem fer fram samfara hátíðinni.
Ég geri ráð fyrir að lenda í KEF 30. september. Þeir sem vilja eitthvað með mig hafa geta sent mér emil (sjá hér til vinstri) eða hringt í síma 8686976 þegar ég er kominn. Ég set meiri upplýsingar inn á síðuna þegar ég hef þær.
Til hamingju S&D. Vona að sem flestir komi og kíki á myndirnar.
Til upprifjunar, þetta er Svartur Sandur:
Reykjavík Shorts&Docs-hátíðin hefst á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 09:56 | Facebook
Athugasemdir
Má til að tuða pínulítið. Ég sá að fréttin er dottin út að forsíðu MBL á meðan minni og eldri fréttir af prumpi breskra drengja og óléttu einhverra leikkona eru ennþá inni. Er ekki allt í lagi að styðja við íslenska menningu með því að halda svona frétt lengur inni á forsíðunni? Það eru örugglega ekki allir sem vita af S&D en lesa Moggann daglega. Hafi maður ekki slysast inn á síðuna á þessum klukkutíma, eða hversu stutt sem fréttin var byrt, missir maður af henni.
Villi Asgeirsson, 21.8.2008 kl. 12:06
Til hamingju Villi.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.8.2008 kl. 14:45
til hamingju og vonandi verður gaman !
kærleikur til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 15:51
Takk báðar!
Villi Asgeirsson, 21.8.2008 kl. 19:01
Sæll Villi
Ég er smá umsögn um RS&D á minni bloggsíðu. Svo er það heimasíðan www.shortdocs.info.
Þú færð brátt svar við tölvupóstinum.
Kveðja HH
Hjálmtýr V Heiðdal, 21.8.2008 kl. 19:25
Ekki vissi ég af þessari hátíð fyrr en nú. Þetta er sniðugt - fannst til dæmis mjög gaman þegar að kvikmyndahátíðin var hér síðast. Þá sá maður svona ,,öðruvísi,, myndir sem eru ekki sýndar dags daglega í bíó. Bæði heimildar jafnt sem leiknar. Annars finnst mér Reykjavík nú samt vera algjört draugabæli á veturna - en sumrin eru fín...
Gunnhildur Ólafsdóttir, 22.8.2008 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.