8.8.2008 | 14:58
Vindur um eyru
Var ég að missa af einhverju? Er búið að ákveða að virkja neðri hluta Þjórsár? Ef ekki, er þá eðlilegt að undirbúningur og útboð fari núna af stað? Sé þetta ákveðið, hver gerði það og bak við hvaða dyr?
Byrjað á Búðarhálsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Tenglar
Vefurinn
Skemmtilega og mannbætandi vefsíður
- þúTúpa vor Sjáið myndbönd bloggara þessa á HD gæðum
- SVARTUR SANDUR Draumórarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Bloggvinir
- jorunn
- larahanna
- halkatla
- birgitta
- gullvagninn
- omarragnarsson
- motta
- hallarut
- gunnhildur
- sigrunfridriks
- rannug
- siggi-hrellir
- palmig
- siggasin
- valli57
- olafurfa
- frisk
- zerogirl
- ingolfurasgeirjohannesson
- stormsker
- don
- jensgud
- evaice
- evabenz
- huldumenn
- salvor
- steina
- saxi
- rafdrottinn
- elly
- turilla
- brylli
- neo
- dofri
- nanna
- killjoker
- kamilla
- sifjar
- maggadora
- estro
- bofs
- gudbjornj
- baldurkr
- ea
- eggmann
- lovelikeblood
- julli
- fararstjorinn
- rannveigh
- gorgeir
- svanurg
- arnividar
- olinathorv
- metal
- kisabella
- heidistrand
- svartur
- fannarh
- bet
- lostintime
- raksig
- gretaulfs
- gudni-is
- hallibjarna
- kiza
- athena
- saemi7
- jogamagg
- hlekkur
- nexa
- arnaeinars
- gussi
- malacai
- graceperla
- kokkurinn
- vefritid
- limped
- diesel
- mortusone
- lauola
- rattati
- hugdettan
- himmalingur
- frussukusk
- vilhjalmurarnason
- einarhardarson
- brandarar
- belladis
- dorje
- axel-b
- topplistinn
- aevark
- fosterinn
- toshiki
- toro
- gudmunduroli
- sigsaem
- gattin
- iceberg
- kreppan
- olofdebont
- gustichef
- minos
- hordurj
- jonaa
- jonl
- kristjan9
- skari60
- fullvalda
Athugasemdir
Búðarháls er ekki í neðri hluta Þjórsár, þessi virkjun var til, undirbúin og allra leyfa aflað á meðan fólk hugsaði fram í tímann á Íslandi.
G. Valdimar Valdemarsson, 8.8.2008 kl. 15:00
Satt er það, en fréttin segir líka "Boðinn verður út í einu útboði vél- og rafbúnaður fyrir Búðarhálsvirkjun sem og fyrir virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Segir Landsvirkjun, að þetta sé gert til þess að fá fram betra verð, auk þess sem verulegt hagræði hljótist af því að hafa samstæðan búnað í öllum virkjununum."
- Er þá ekki komið á hreint að neðri hluti Þjórsár verði virkjaður?
Villi Asgeirsson, 8.8.2008 kl. 15:52
Það kom fram þegar umræður um Bitruvirkjun stóðu hér fyrir nokkrum dögum að Orkuveitan hafði boðið út vélar í fleiri virkjanir í einu, en gátu svo í raun frestað afhendingu þar til síðar þegar Bitruvirkjun var stöðvuð. Með þessu næst hagræðing og eflaust afsláttur og því skiljanlegt að Landsvirkjun fari þessa leið.
G. Valdimar Valdemarsson, 8.8.2008 kl. 18:02
Óskað er eftir tilboðum í vél- og rafbúnað virkjananna þannig að Landsvirkjun fær kost á búnaði í virkjanirnar í Þjórsá en þarf ekki að svara af eða á um hvort af kaupunum verður fyrr en á seinni hluta næsta árs. VOnir standa til að þá verði ljóst hvort af byggingu þeirra virkjana verði.
Þorsteinn Hilmarsson, 8.8.2008 kl. 19:04
Jæja, á meðan að ekki er verið að ganga að því sem vísu að Þjórsá verði virkjuð. Þótt hún verði það alveg öruggleg. Það er örugglega búið að ákveða það fyrir löngu.
Villi Asgeirsson, 8.8.2008 kl. 22:44
Ja, við skulum nú vona að af verði, Villi.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.8.2008 kl. 21:45
Þú mátt vona það. Ekki ég.
Villi Asgeirsson, 12.8.2008 kl. 07:21
Þú ert eins og mömmustrákur sem hleypur í útihurðina og ullar svo, það er hérna uppi á Íslandi sem atvinnuleysi er að aukast og þarna eru tækifæri og auðlynd sem á auðvitað að nota.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.8.2008 kl. 13:34
Mömmustrákur sem ullar? Ég er ekki alveg að sjá samhengið.
Ég skal alveg sætta mig við að það séu einhver rök með virkjununum á hálendinu, þótt mér finnist það farið út í öfgar. En að virkja sveitir á láglendinu sem eru nýttar nú þegar er svolítið rugl, finnst þér ekki? Hvað munu virkjanirnar í neðri-Þjórsá skapa mörg störf? Hvað munu þær kosta mörg störf (ólíkt hálendisvirkjunun) og hver er arðurinn af þeim til lengri tíma?
Og svo þetta um atvinnuleysið. Ekki sá ég stóriðjustopp í miðri þenslunni. Eða virka þau rök bara í aðra áttina?
Villi Asgeirsson, 12.8.2008 kl. 14:17
Ég sé ekki muninn á að virkja á einum stað frekar enn öðrum, var stóriðjan ekki hluti af þenslunni, þannig er bara að okkur fjölgar eins og öðrum og við verðum bara að halda áfram, svo einfalt er það.
Þetta með að ulla úr útihurðinni má líkja við það með því að þarna ert þú úti í heimi með vinnu og þarft þanniglagað ekkert að hafa áhyggjur af okkur sem höldum áfram að búa hér og þurfum að halda áfram að skapa okkur vinnu.
Það tapar enginn vinnu við það að virkja Þjórsá en það skapar mörg störf.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.8.2008 kl. 20:01
Þú ert fylgjandi því að öll virkjanleg orka verði nýtt? Hversu langt ertu tilbúinn til að fara? Myndirðu fara svo langt að virkja Gullfoss, Dettifoss og Goðafoss? Hvað finnst þér um Þjórsárver og Langasjó? Hvar eru mörkin?
Svo er þetta með að ég hafi vinnu í útlandinu soldið skondið. Ég var hérna í Hollandi meðan Evrópa gekk í gegn um samdráttarskeið og allir voru ríkir á Íslandi. Það var ekkert einfalt mál, því ég þurfti að byrja upp á nýtt, læra tungumál og siði. Hvað um það, þá gerir maður það bara. Skiptir annars einhverju máli hvar ég bý? Er ég eitthvað minni íslendingur þótt ég búi erlendis? Aldeilis ekki. Ég er meiri íslendingur nú en meðan ég bjó heima. Hefur þú svo lítið álit á löndum okkar að þú haldir að þeir leggist allir í volæði og sjálfsvorkunn ef einhver kani kemur ekki og byggir handa þeim eina eða tvær verksmiðjur? Trúir þú að þjóðin sem byggði þetta kalda og harða land í allar þessar aldir sé orðin svona slöpp? Ég er ekki að segja að við séum öll eins og Grettir, en ég trúi ekki að við séum orðin eins miklir vælukjóar og þú vilt vera láta.
Bændur sem eiga lönd við Þjórsá munu sumir hverjir tapa vinnunni. Ísland er ekki beint hitabeltisparadís. Ef við viljum halda áfram að framleiða eigin landbúnaðarafurðir fyrir vaxandi þjóð um ókomna framtíð, höfum við ekki efni á að fórna grónu landi.
Villi Asgeirsson, 12.8.2008 kl. 20:30
Þú valdir það að vera þarna en við hin höfum líka val, en smátt og smátt deturðu úr raunsambandi, nei nei þú ert ekkert minna Íslendingur samt.
Það missir enginn bóndi vinnu við þetta og það að blanda öðrum fossum og svæðum í umræðuna um neðanverða Þjórsá er útúr snúningur, en ég skal samt segja þér að mér finnst enginn foss öðrum merkilegri mér finnst öll vatnsföll falleg og sé tækifæri í þeim flestum.
Ef að við viljum halda landi í ræktun til haga fyrir landbúnaðarframleiðslu þá ættum við að athuga hvar við ræktum skóga og byggjum sumarbústaði, vatn er undirstaða alls lífs og er allatf til gagns, bara mismikils.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.8.2008 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.