26.11.2006 | 14:13
Eru Íslendingar Meðsekir?
Björn Bjarnason hefur alltaf getað gert mig orðlausan, þannig lagað. Samkvæmt honum bera íslendingar enga ábyrgð á innrásinni í Írak. Hún hefði gerst hvort eð var.
Það er auðvitað satt sem hann segir að innrásin hefði gerst hvað sem íslendingar hefðu sagt eða gert. Spurningin er hins vegar, erum við ekki meðsek? Ef ég er í hópi sem ákveður að fremja glæp, innbrot, hópnauðgun, morð, og ákveð að standa ekki bara hjá heldur segja að þetta sé bara allt í lagi. Er ég ekki orðinn meðsekur þótt ég taki ekki beinan þátt í glæpnum? Glæpurinn hefði gerst hvort eð var því ekki gat ég stoppað hópinn.
Þetta hlýtur lögmaðurinn Björn Bjarnason að skilja.
Björn: Ríkisstjórn Íslands bar enga ábyrgð á innrásinni í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
'eg held að þér sé fullkomlega heimillt að ákveða að fremja glæp, svo lengi sem þú hrindir ekki þeirri ákvörðun í framkvæmd. Það er ekkert sem gerir þig meðsekan. Það gerir þig heldur ekki með sekan að finnst glæpur bara vera allti lagi
Deddi (IP-tala skráð) 26.11.2006 kl. 18:21
Það er ekkert sem bannar manni að hugsa um að fremja glæp, nema kannski Biblían. Að horfa upp á glæp vera framinn og segja að það sé í lagi og að glæpurinn sé framinn í nafni manns eða þjóðar sinnar er ekki í lagi.
Ég man eftir þessu ferli. Ég tel mig ekkert betur gefinn en hvern annan, en ég sá það strax að Íraksstríðið var byggt á áróðri og engu öðru. Það kom mér ekki á óvart þegar engin gereyðingarvopn fundust. Ég skil ekki að ríkisstjórnin hafi ekki séð þetta fyrirfram.
Villi Asgeirsson, 26.11.2006 kl. 20:44
Auðvitað eru Ísland og allir hinir samsekir í þessu !!! 'Otrúlegt að fólk láti svona út úr sér !!!!
Kveðja og kvitt Sigrún.
Sigrún Friðriksdóttir, 26.11.2006 kl. 23:26
Við fengum rangar upplýsingar til okkar er afstaða var mótuð. Um var að ræða móralskan stuðning. Þessi innrás í Írak stóð ekki og féll með okkar afstöðu, það er mjög einfalt mál. Hafandi vitað hvað gerðist síðar og að upplýsingarnar voru rangar tel ég útilokað að við hefðum tekið þessa ákvörðun. En þetta er bara svona, það er mannlegt og gott að menn viðurkenni að grunnur þessarar ákvörðunar var byggður á röngum forsendum og horfa út frá því. Meðal þeirra sem hafa talað af krafti með þessum hætti er Kristján Þór Júlíusson, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Stefán Friðrik Stefánsson, 27.11.2006 kl. 17:37
Hvernig er það þá með þjóðir eins on Noreg, Svíðjóð, Finnland, Þýskaland, Frakkland og fleiri? Þær eru ekki á þessum lista hinna viljugu. Fengu þær aðrar upplýsingar?
Villi Asgeirsson, 28.11.2006 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.