24.11.2006 | 12:03
Fyndnasti bloggarinn er...
Niðurstöðurnar eru komnar inn. Þetta var mjög spennandi. Allir þrír bloggararnir náðu að vera með flest stig einhverja dagana. Stundum voru þau öll þrjú hnífjöfn. Þetta byrjaði þannig að Kamilla var efst og bar af. Engin samkeppni. Svo náði Gunnar henni. Fljótlega náði Gerður Rósa honum. Kamilla tók þá forskot en Gerður náði henni aftur.
Alls voru greidd 61 atkvæði. Staðan þegar kosningu lauk, á hádegi föstudaginn 24 nóvember 2006 var...
Gunnar Helgi Eysteinsson er sigurvegari! TIL HAMINGJU! Hann vann með 39.3% atkvæða.
-
Gerður Rósa var oft og lengi með flest atkvæði en sprakk á lokasprettinum. Hún náði að krækja sér í 36.1% atkvæða. Spurning hvort það hafi verið grískir slefberar eða aðrir asnar sem töfðu fyrir henni.
-
Kamilla er einn skemmtilegasti bloggari sem sögur fara af. Og þvílíkar sögur! Hún fékk 24.6% greiddra atkvæða. Ég veit ekki hvað gerðist hér, því hún var yfir 30 prósentunum í gær. Það er allavega gott að vita til þess að hún lét ekki svna keppni á sig fá og gaf sig all í það um síðustu helgi að klára ritgerðina sem mun opna henni dyr um ókomna framtíð.
-
Þetta er sem sagt búið. Enginn kom með tillögur að vinningum svo það er ekkert í boði. Ég myndi góðlátlega bjóða Gunnari að gerast Bloggvinur en hann er það nú þegar svo það er kannski spurning að henda stelpunum út bara rétt á meðan hann er í sigurvímunni.
Takk allir og allar sem sáuð ykkur fært að kjósa! Farið nú og skoðið öll þrjú bloggin hér að ofan. Þau eru öll bráðskemmtileg.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spil og leikir, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Ég hélt að það ætti að mæra sigurvegarann?? ;)
gerður rósa gunnarsdóttir, 24.11.2006 kl. 14:57
Mæra? Hvernig mærar maður einhvern?
Villi Asgeirsson, 24.11.2006 kl. 15:13
Ég er ekkert að leyna þvi að ég kaus Gunnar. Gerður Rósa og Eva Kamilla eru báðar ágætar samt. Sniðugt framtak hjá þér Villi.Svo óska ég Gunnari til hamingju.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.11.2006 kl. 16:33
Að mæra einhvern er að lofa / hrósa / víðfrægja einhvern. Maður mærir einhvern, ekki mærar ;)
gerður rósa gunnarsdóttir, 24.11.2006 kl. 17:50
Til hamingju öll þrjú, mér fynst þið öll frábærir bloggarar og les bloggin ykkar reglulega !!! Haldið bara afram að vera svona skemmtileg, það getur alveg bjargað hjá manni deginum að hlæja pínu
Tillaga Villi þú getur allavega sett Gunnar efst á bloggvinalistan Flott framtak og alveg til í fleiri skemmtikosningar Miklu betra en þessi pólitík !!
Kær kveðja Sigrún.
Sigrún Friðriksdóttir, 24.11.2006 kl. 22:24
Gunnar er kominn á toppinn. Nú er bara spurning hvað maður gerir næst. Ég skal koma með nokkrar hugmyndir sem við getum svo kosið um.
Villi Asgeirsson, 24.11.2006 kl. 22:54
Ég vann ...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.11.2006 kl. 17:49
Til hamingju! og velkominn aftur.
Villi Asgeirsson, 28.11.2006 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.