Einn kjósandi, eitt atkvæði, eitt kjördæmi

Ég hef aldrei skilið hvernig atkvæðin virka. Ég held að það séu margir sem skilja það ekki. Mannskepnan hefur gaman af því að hanna flókin kerfi, svo það kemur ekki á óvart að einhver hafi lagt hausinn í bleyti og hannað flólkið kosningakerfi. Þetta væri allt í lagi ef kerfið virkaði, en það gerir það ekki.

Er þetta ritvilla eða sönnun þess að kerfið er meingallað? Fylgi Vinstri grænna dregst saman um tæp 4% frá síðustu könnun og segist 17,1 prósent styðja flokkinn. Samkvæmt því myndi þingflokkur Vinstri grænna telja ellefu manns, tveimur fleiri en flokkurinn hefur nú. Hvernig getur þingmönnum fjölgað við lægra fylgi? Er þar sama rökfærslan á ferð og þegar flokkur með 8% fær 5 þingmenn en flokkur með 6% einn og 4.9% engan?

Landsbyggðarfólk hefur lengi haft meiri völd en borgarbörnin, þar sem atkvæði vóg 2-3 sinnum þyngra. Jafnvel meira. Því smærra sem byggðarlagið var, því þyngra var atkvæðið.

Svo er það 5% reglan sem á að vernda okkur frá nýnasistum og rugludöllum. Hún kom í veg fyrir að Íslandshreyfingin komst að, þrátt fyrir þúsundir atkvæða.

Er ekki kominn tími til að einfalda kosningakerfið? Einn kjósandi, eitt atkvæði, jafnvel eitt kjördæmi? Er ekki kominn tími á alvöru lýðræði, eða a.m.k. eitthvað í þá áttina? 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir að benda mér á þetta. Álit mitt á kerfinu stendur samt. Það er óþarflega flókið.

Villi Asgeirsson, 22.6.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Já það var stórkostlegt að fylgjast með kosningunum fyrir ári síðan. Alla nóttina skiptist ríkisstjórnin á að vera fallin eða ekki. Verið að flækja allt!

Gunnhildur Ólafsdóttir, 22.6.2008 kl. 16:39

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Halló Gunnhildur. Flakkarinn var svo mikið að flækjast um allt landið. Hef reyndar aldrei vitað almennilega hvernig hann er reiknaður út.

Villi Asgeirsson, 22.6.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband