5000 gestir!

4999 gestir nú þegar ég kom til að skoða síðuna. Það er bara nokkuð mikið þegar tillit er tekið til þess að ég er ekki fegurðardrottning, fréttamiðill eða talandi hundasúra. Ég hef ekki haft mikinn tíma til að blogga undanfarið, en ég mun reyna að laga það. Um að gera að komast í 10000 gesti áður en unginn kemur í heiminn.

Annars þarf ég að blogga um möppudýramennsku og vandamál sem fylgja því að heita ekki neitt. Það kemur seinna þegar ég hef náð að draga andann djúpt.

Takk öll fyrir að koma í heimsókn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég er þá semsagt 20 gestir, hehe ;)
Já, bloggaðu um það, ég bíð spennt. Vandamál heita verkefni og eru bara til að leysa þau.

gerður rósa gunnarsdóttir, 1.11.2006 kl. 20:24

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Nei nei! Þetta eru 5000 gestir, allir mismunandi. Tæknin sér til þess að enginn er talinn tvisvar. Þannig telst mér til að 1.7% landsmanna hafi séð bloggið mitt. Nú hefur stefnan verið sett á 5% fyrir 17 júni 2007 og 10% fyrir árslok 2007. Það má þá segja að maður sé orðinn þekktur. 50% árið 2008 væri gott.

Villi Asgeirsson, 2.11.2006 kl. 09:49

3 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Nei, nú ertu að djóka?!? LOL

gerður rósa gunnarsdóttir, 2.11.2006 kl. 11:50

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Mér er alvara. 50% árið 2008.

Annars er þetta allt bull. Ég er að bulla. 

Villi Asgeirsson, 2.11.2006 kl. 11:59

5 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Hvaða bull er í þér?? Þú bullar eiginlega alls ekki neitt! Mér finnst þetta alveg ægilega gáfulegt hjá þér allt saman sem þú skrifar. Og maður á alltaf að túlka niðurstöðurnar sér í hag; annað er nú bara leiðinlegt. 5000 gestir er alveg ágætis niðurstaða.

gerður rósa gunnarsdóttir, 2.11.2006 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband