Kilian

Ég er hissa að það taki fólk ekki meira en 45 klst. að finna nöfn á barnið sitt. Við vorum lengur að því. Hér í Hollandi er það þannig að barnið þarf að vera komið með nafn strax við fæðingu. Mig minnir að ég hafi haft þrjá virka daga til að skrá hann hjá sýslumanni, og þá auðvitað undir fullu nafni.

Við sátum yfir barnanafnabókum síðustu þrjá mánuði meðgöngunnar. Nafnið mátti ekki vera sérhollenskt eða íslenskt. Það varð að virka alls staðar. Það var ekki svo auðvelt. Mörg hollensk nöfn er erfitt að bera fram og íslensk nöfn eru síst betri. Við fundum þó stráka- og stelpunöfn sem við vorum sátt við að lokum. Það var svo laugardaginn 26. janúar að ég fékk efasemdakast. Mamman var ekkert hress með mig. Þegar ég sagði að það væri bara seinna nafnið, andaði hún léttar. Ég fór á netið og leitaði eins og brjálaður maður. Ég fann nafnið, bar það undir hina óléttu og hún var himinlifandi. Mats Kilian fæddist svo 24 tímum síðar.


mbl.is Rétta nafnið skiptir máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Matz Kilian er frábært nafn. Ung hjón vinir okkar í Þýskalandi skírðu son sinn líka Kilian. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.4.2008 kl. 18:54

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir það, Jórunn. Það er reyndar Mats. Svo er líka til Mads, en okkur fannst það flottara með t-i.

Hvernig fundu vinir þínir nafnið? Eru þau íslensk eða er þetta þekkt þar? Kilian er að vísu írskt... væri þó gamað að vita það. Mats nafnið kom reyndar frá mömmunni, henni fannst það flott. Ég kom svo með Kilian.

Villi Asgeirsson, 19.4.2008 kl. 19:36

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Mats Kilian er bara flottastur

Sigrún Friðriksdóttir, 20.4.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband