Rétta leiðin?

220px-0405.Annabell_002Það er kannski ekkert nema gott um það að segja að konurnar séu stikkfrí, enda eru þær fórnarlömb vændisins. En er þetta rétta leiðin? Væri ekki betra að gera dólgana refsiverða og sleppa kúnnanum og vændiskonunni?

Dólgar eru yfirleitt forkertir glæpamenn sem notfæra sér neyð kvenna. Þeir notfæra sér eiturlyfjaneytendur og innflytjendur, fólk sem á oft ekki margra kosta völ. Kúnninn er að ýta undir þessa misnotkun með því að greiða fyrir þjónustuna. Stærstur hluti greiðslunnar fer yfirleitt til dólgsins.

Vændiskonur eru misjafnar. Lang flestar hafa farið út í vændi vegna þess að þær höfðu ekki um annað að velja. Þær eru ólöglegir innflytjendur sem ekki geta farið út á almennan vinnumarkað, eða hafa hreinlega verið rænt og fluttar úr landi og eru ekkert annað en þrælar. Eiturlyfjaneytendur eru stór hluti. Kerfið hefur oft brugðist þeim. Svo eru til vændiskonur sem völdu þetta starf. Þær eru þó líklega lang fæstar.

Ef dólgarnir eru teknir úr umferð, verður sennilega allt ferlið heilbrigðara. Þar sem eru karlmenn sem vilja kynlíf og konur sem geta ekki unnið fyrir sér öðruvísi, mun vændi verða til staðar. Það er ekki hægt að útrýma því. Það er hins vegar hægt að taka milliliðinn út.


mbl.is Kaup á kynlífsþjónustu gerð refsiverð í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Nokkuð til í þessu.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.4.2008 kl. 18:47

2 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Dólgarnir hér eru að brjóta lög og fer þeim fjölgandi sem eru teknir fyrir svokallað "trafficing" og konunum stendur mikil hjálp til boða, bæði til að komast út úr vændinu og fóta sig á annan hátt í Noregi og leyfi til að vera áfram en ekki kasta þeim út. En ég er alveg sátt við að kúnnarnir beri líka sinn part af sökinni. Ef eftirspurnin er ekki til staðar þá hvað.... ???

Sigrún Friðriksdóttir, 20.4.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband